Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?

nemendur í Háskóla unga fólksins og Heiða María Sigurðardóttir

Í mannslíkamanum er um 640 vöðvar sem bera nafn auk nokkurra þúsunda ónefndra minni vöðva. Vöðvarnir skiptast svo í þrjár tegundir: Þverrákótta vöðva, slétta vöðva og hjartavöðva.

Þverrákóttir vöðvar eru þeir vöðvar sem lúta stjórn viljans og við notum til að hreyfa okkur. Sinar líkamans tengja þá við beinagrindina, og því eru þeir einnig kallaðir beinagrindarvöðvar. Sem dæmi um þverrákótta vöðva má nefna tvíhöfða (biceps brachii) og þríhöfða (triceps brachii), sem báðir eru vöðvar í handlegg.

Sléttir vöðvar eru yfirleitt ekki viljastýrðir. Þeir finnast í innri líffærum, eins og þvagblöðru, legi og meltingarvegi, og stjórna hreyfingum þeirra.

Hjartavöðvinn er nokkuð einstakur. Hann líkist þverrákóttum vöðvum að gerð, og sumir telja hann jafnvel til þeirra. Ólíkt venjulegum þverrákóttum vöðvum getur fólk aftur á móti ekki haft beina stjórn á hjartavöðvanum, heldur dregst hann taktfast saman að sjálfsdáðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

4.8.2005

Spyrjandi

Þóra Hrund Bjarnadóttir

Tilvísun

nemendur í Háskóla unga fólksins og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2005, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5177.

nemendur í Háskóla unga fólksins og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 4. ágúst). Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5177

nemendur í Háskóla unga fólksins og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2005. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5177>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?
Í mannslíkamanum er um 640 vöðvar sem bera nafn auk nokkurra þúsunda ónefndra minni vöðva. Vöðvarnir skiptast svo í þrjár tegundir: Þverrákótta vöðva, slétta vöðva og hjartavöðva.

Þverrákóttir vöðvar eru þeir vöðvar sem lúta stjórn viljans og við notum til að hreyfa okkur. Sinar líkamans tengja þá við beinagrindina, og því eru þeir einnig kallaðir beinagrindarvöðvar. Sem dæmi um þverrákótta vöðva má nefna tvíhöfða (biceps brachii) og þríhöfða (triceps brachii), sem báðir eru vöðvar í handlegg.

Sléttir vöðvar eru yfirleitt ekki viljastýrðir. Þeir finnast í innri líffærum, eins og þvagblöðru, legi og meltingarvegi, og stjórna hreyfingum þeirra.

Hjartavöðvinn er nokkuð einstakur. Hann líkist þverrákóttum vöðvum að gerð, og sumir telja hann jafnvel til þeirra. Ólíkt venjulegum þverrákóttum vöðvum getur fólk aftur á móti ekki haft beina stjórn á hjartavöðvanum, heldur dregst hann taktfast saman að sjálfsdáðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....