Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um það bil 4290 milljón kílómetrar og mesta fjarlægð 7530 milljón kílómetrar. Þessar tölur geta þó breyst lítillega frá einni umferð Plútós til annarrar. Eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar um fjarlægð milli jarðar og sólar eru fjarlægðir innan sólkerfisins oft gefnar upp í stjarnfræðieiningum (enska: astronomical units, skammstafað AU), en ein stjarnfræðieining jafngildir meðalfjarlægð jarðar frá sólu, 149,6 milljón kílómetrum. Minnsta fjarlægð milli jarðar og Plútós er þannig 28,7 AU og mesta fjarlægð 50,3 AU en meðalfjarlægð um 39,8 AU. Þetta eru augljóslega miklar fjarlægðir og til dæmis má nefna að geimfar sem Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) hyggst senda til Plútó árið 2004 (Pluto Kuiper Express) verður átta ár að komast á leiðarenda. Nánar er fjallað um Plútó í þessu svari Þorsteins Þorsteinssonar. Á þessari síðu er að finna tölulegar upplýsingar um sólina og reikistjörnur sólkerfisins, helstu tungl og halastjörnur.
Hvað er Plútó langt frá jörðu?
Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um það bil 4290 milljón kílómetrar og mesta fjarlægð 7530 milljón kílómetrar. Þessar tölur geta þó breyst lítillega frá einni umferð Plútós til annarrar. Eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar um fjarlægð milli jarðar og sólar eru fjarlægðir innan sólkerfisins oft gefnar upp í stjarnfræðieiningum (enska: astronomical units, skammstafað AU), en ein stjarnfræðieining jafngildir meðalfjarlægð jarðar frá sólu, 149,6 milljón kílómetrum. Minnsta fjarlægð milli jarðar og Plútós er þannig 28,7 AU og mesta fjarlægð 50,3 AU en meðalfjarlægð um 39,8 AU. Þetta eru augljóslega miklar fjarlægðir og til dæmis má nefna að geimfar sem Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) hyggst senda til Plútó árið 2004 (Pluto Kuiper Express) verður átta ár að komast á leiðarenda. Nánar er fjallað um Plútó í þessu svari Þorsteins Þorsteinssonar. Á þessari síðu er að finna tölulegar upplýsingar um sólina og reikistjörnur sólkerfisins, helstu tungl og halastjörnur.
Útgáfudagur
14.6.2000
Spyrjandi
Þórður Björnsson
Tilvísun
TÞ. „Hvað er Plútó langt frá jörðu?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=510.
TÞ. (2000, 14. júní). Hvað er Plútó langt frá jörðu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=510
TÞ. „Hvað er Plútó langt frá jörðu?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=510>.