Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:29 • Sest 12:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:13 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:29 • Síðdegis: 21:40 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:29 • Sest 12:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:13 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:29 • Síðdegis: 21:40 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?

Skúli Sæland

Hér er gert ráð fyrir að spurt sé um fjölda þeirra Íslendinga sem létust af orsökum sem tengja má stríðinu og veru hersins hér á landi en ekki heildarfjölda þeirra sem létust á þeim árum sem stríðið stóð yfir.

Vitað er með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Af þeim fórust 130 vegna árása kafbáta og flugvéla á skip og þrír af völdum tundurdufls. Þá létust 20 manns vegna ásiglinga sem rekja má til varúðarráðstafana sem viðhafðar voru vegna ófriðarins og sex manns dóu af ýmsum orsökum af völdum styrjaldarinnar. Að auki má nefna að veruleg óvissa ríkir um hvort 70 manns sem fórust á skipsfjöl hafi dáið af völdum stríðsins svo að allt að 229 Íslendingar kunna að hafa farist af styrjaldarorsökum. Þetta hefur þó ekki verið fullrannsakað og vera má að þessar tölur breytist eitthvað þegar fræðimenn fínkemba skráðar orsakir dauðsfalla á þessum viðsjárverðu tímum.

Rétt er að hafa í huga að nokkurs misræmis gætir á milli skráningar Hagstofunnar og þeirra talna sem hér eru gefnar upp um dauðsföll vegna ófriðar. Þetta misræmi bíður skýringar en krefst sem fyrr segir nokkurrar nákvæmnisvinnu fræðimanna.

Heildarfjöldi látinna á stríðsárunum

Samkvæmt útgefnum hagtölum létust alls 8670 Íslendingar á árunum 1939-45. Nú hófst heimsstyrjöldin í september 1939 og lauk í maí 1945 þannig að þessi tala er nokkuð umfram þann fjölda er lést er stríðið geisaði. Ef árið 1939 er fellt úr kemur í ljós að fjöldi látinna Íslendinga var 7510 manns.

Fjöldi látinna á Íslandi á stríðsárunum
ÁrFjöldi látinna allsLátnir af völdum sjúkdóma, sjálfsvíga og elliAðrar orsakirDánir af völdum slysaÞar af drukknaðir karlar1) Þar af drukknaðar konur
1940120011049696592
194113521157195161121-
19421293117811511568-
1943126811411271226313
194412181094124100602
1945117910928772221
Alls7510676674466639318

1) Drukknaðir í sjó, ám og vötnum. Fram yfir síðari heimsstyrjöld drukkna langflestir í sjó.

Þegar tölur um orsakir dauðsfalla eru skoðaðar er sláandi að sjá hve hafið hefur krafist margra mannslífa á þessum ófriðartímum. Árin 1940-45 drukknuðu 393 karlar og 18 konur. Hér var yfirleitt um sjómenn að ræða enda var skipakostur landsmanna mjög bágborinn eftir kreppuárin og menn sóttu sjóinn grimmt þótt viðhaldi væri ábótavant á ófriðartímunum.

Dauðsföll vegna ófriðar

Eins og fram kemur í upphafi svars er vitað með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið af orsökum sem tengja má stríðinu á einn eða annan hátt, auk þess sem dauði 70 manns til viðbótar kann að tengjast hernaðinum. Af þessum 159 dóu 110 manns beinlínis vegna árása á íslensk skip eða skip sem voru í þjónustu íslenskra fyrirtækja eins og sjá má í töflunni hér á eftir. Auk þess er vitað um sautján Íslendinga sem fórust með þessum hætti um borð í erlendum skipum en sú tala er ekki með í töflunni. Einn bátur með þremur innanborðs fórst vegna tundurdufls og tuttugu dóu vegna ásiglinga við önnur skip sem orsökuðust aðallega af því að siglt var ljóslaust að næturlagi og að bannað var að nota loftskeytabúnað skipanna.

Fjöldi látinna af orsökum sem rekja má til stríðsins.
ÁrLátnir vegna árása kafbáta á skipLátnir vegna tundurduflaLátnir vegna ásiglingaLátnir vegna loftárása á skipLátnir af ýmsum orsökumDauðsföll á sjó þar sem vafi leikur á orsök
1940-10----
194157-1-130
1942103113-
19433-32-11
194424---129
194516-5-1-
Alls1101)3203670

1) Þessu til viðbótar er vitað er um sautján Íslendinga er dóu um borð í erlendum skipum.

Þau 70 dauðsföll til viðbótar sem hugsanlega má rekja til stríðsins tengjast fjórum skipssköðum sem eiga það sameiginlegt að verulegur vafi leikur á orsökum þess að skipin sukku. Það voru mb. Pálmi SI 66 og mb. Hilmir ÍS 39 auk togaranna Sviða GK 7 og Max Pembertons RE 278. Bæði Pálmi og Hilmir hurfu í skaplegu veðri og því er almennt talið að þeir hafi siglt á tundurdufl. Pálmi var með fimm manna áhöfn og sökk þann 29. september 1941 en Hilmir, sem hafði ellefu manna áhöfn, sökk 26. nóvember 1943.

Sviði hvarf ásamt 25 manna áhöfn með sviplegum hætti þann 2. desember 1941 og eftir talsverðar deilur vegna tryggingarbóta var loks úrskurðað fyrir hæstarétti að hvarf hans hefði verið af hernaðarvöldum. Enn meiri óvissa ríkir um hvarf fjórða skipsins, togarans Max Pembertons, sem sökk þann 11. janúar 1944 ásamt 29 manna áhöfn. Voru uppi vangaveltur um það hvort tundurdufl, ofhleðsla eða ójafnvægi í skipinu vegna aukinna brynvarna og loftvarnarbyssa hefðu valdið slysinu en sennilega kemur hið sanna aldrei í ljós. Frekari umfjöllun um íslensk skip er fórust á stríðsárunum má sjá í svari sama höfundar við spurningunni Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Eins og taflan hér á undan sýnir létust 6 Íslendingar af ýmsum orsökum sem tengja má stríðinu. Þeir voru: Árni Magnússon, 2. vélstjóri á seglskipinu Arctic, sem var handtekinn vegna gruns um aðild að njósnum fyrir Þjóðverja 1942. Eftir að hafa sætt miklu harðræði við yfirheyrslur framdi hann sjálfsmorð. Þórður Sigurðsson, Gunnar Einarsson og tólf ára ónafngreindur piltur biðu allir bana af völdum byssukúlna frá bandarískum hermönnum áður en ár var liðið frá komu þeirra. Óskar Vilhjálmsson lést í fangabúðum Þjóðverja í Sachsenhausen 1944 og Guðmundur Kamban Jónsson rithöfundur var skotinn í Danmörku í maí 1945 þegar danska þjóðin gerði upp sakirnar við meinta samverkamenn nasista.

Samanburður

Samkvæmt tölum hér að ofan kunna 159-229 Íslendingar að hafa farist beinlínis af völdum síðari heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt manntali sem gert var árið 1940 voru skráðir landsmenn 121.474 og miðað við þá tölu létust á bilinu 0,13%-0,19% Íslendinga af völdum stríðsins. Það er áhugavert að skoða þessar tölur í samanburði við hlutfallslegt mannfall annarra þjóða. Lauslegar tölur til samanburðar sýna að Bandaríkin misstu um 0,2% af heildarfólksfjölda sínum í stríðinu, Kanada missti 0,4%, Bretland missti 0,7% og Frakkland 1,5%.

Frændur vorir Norðmenn misstu alls 0,34% þjóðar sinnar af orsökum sem rekja má til stríðsins á einn eða annan hátt. Þeir urðu fyrir þeim hörmungum að ráðist var inn í landið, þeir tóku virkan þátt í hernaðinum og síðar andspyrnunni og eftir hernámið þjónaði skipafloti þeirra báðum hernaðaraðilum og varð fyrir stöðugum árásum. Með því að reyna að skoða sérstaklega mannfall þeirra á hafi úti sést að sennilega fórust 3603 Norðmenn um borð í skipum af orsökum sem rekja má til stríðsins. Það samsvarar um 0,12% norsku þjóðarinnar á þeim tíma.

Svona leik með tölur ber að taka með varúð þar sem við vitum ekki hvað liggur að baki tölunum, hvernig viðkomandi dauðsföll eru flokkuð og skýrð. Þetta veitir okkur þó vissa innsýn í grimmd átakanna og hve hart var tekist á á hafsvæðunum umhverfis Ísland.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Ásgeir Guðmundsson: Berlínarblús. Íslenskir meðreiðarsveinar og fórnarlömb þýskra nasista. Skjaldborg, Reykjavík 1996.
  • Friðþór Eydal:
    • Vígdrekar og vopnagnýr. Hvalfjörður og hlutur Íslands í orrustunni um Atlantshafið. Bláskeggur, Reykjavík, 1997.
    • Fremsta víglína. Átök og hernaðarumsvif á Austurlandi í heimsstyrjöldinni síðari. Bláskeggur, Reykjavík, 1999.
  • Garðar Sverrisson: Býr Íslendingur hér? Minningar Leifs Muller. 2. prentun. Iðunn, Reykjavík, 1988.
  • Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland, ritstjórar Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon, Hagstofa Íslands, Reykjavík, 1997.
  • Skúli Sæland: „Fyrr má nú rota en dauðrota! - Tjón íslenskra skipa vegna hernaðarbrölts Þjóðverja og bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni.“ Sjómannablaðið Víkingur. 4. tbl. 2003 65. árg. og 1. tbl. 2004 66. árg.
  • Tómas Þór Tómasson: Heimsstyrjaldarárin á Íslandi 1939-1945. Seinna bindi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík, 1984.
  • Þór Whitehead: Ísland í hers höndum. Vaka-Helgafell, Reykjavík, 2002.

Höfundur

Skúli Sæland

sagnfræðingur

Útgáfudagur

14.6.2005

Spyrjandi

Sindri Jarlsson, f. 1990
Andri Ólafsson

Tilvísun

Skúli Sæland. „Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2005, sótt 26. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5057.

Skúli Sæland. (2005, 14. júní). Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5057

Skúli Sæland. „Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2005. Vefsíða. 26. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5057>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?
Hér er gert ráð fyrir að spurt sé um fjölda þeirra Íslendinga sem létust af orsökum sem tengja má stríðinu og veru hersins hér á landi en ekki heildarfjölda þeirra sem létust á þeim árum sem stríðið stóð yfir.

Vitað er með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Af þeim fórust 130 vegna árása kafbáta og flugvéla á skip og þrír af völdum tundurdufls. Þá létust 20 manns vegna ásiglinga sem rekja má til varúðarráðstafana sem viðhafðar voru vegna ófriðarins og sex manns dóu af ýmsum orsökum af völdum styrjaldarinnar. Að auki má nefna að veruleg óvissa ríkir um hvort 70 manns sem fórust á skipsfjöl hafi dáið af völdum stríðsins svo að allt að 229 Íslendingar kunna að hafa farist af styrjaldarorsökum. Þetta hefur þó ekki verið fullrannsakað og vera má að þessar tölur breytist eitthvað þegar fræðimenn fínkemba skráðar orsakir dauðsfalla á þessum viðsjárverðu tímum.

Rétt er að hafa í huga að nokkurs misræmis gætir á milli skráningar Hagstofunnar og þeirra talna sem hér eru gefnar upp um dauðsföll vegna ófriðar. Þetta misræmi bíður skýringar en krefst sem fyrr segir nokkurrar nákvæmnisvinnu fræðimanna.

Heildarfjöldi látinna á stríðsárunum

Samkvæmt útgefnum hagtölum létust alls 8670 Íslendingar á árunum 1939-45. Nú hófst heimsstyrjöldin í september 1939 og lauk í maí 1945 þannig að þessi tala er nokkuð umfram þann fjölda er lést er stríðið geisaði. Ef árið 1939 er fellt úr kemur í ljós að fjöldi látinna Íslendinga var 7510 manns.

Fjöldi látinna á Íslandi á stríðsárunum
ÁrFjöldi látinna allsLátnir af völdum sjúkdóma, sjálfsvíga og elliAðrar orsakirDánir af völdum slysaÞar af drukknaðir karlar1) Þar af drukknaðar konur
1940120011049696592
194113521157195161121-
19421293117811511568-
1943126811411271226313
194412181094124100602
1945117910928772221
Alls7510676674466639318

1) Drukknaðir í sjó, ám og vötnum. Fram yfir síðari heimsstyrjöld drukkna langflestir í sjó.

Þegar tölur um orsakir dauðsfalla eru skoðaðar er sláandi að sjá hve hafið hefur krafist margra mannslífa á þessum ófriðartímum. Árin 1940-45 drukknuðu 393 karlar og 18 konur. Hér var yfirleitt um sjómenn að ræða enda var skipakostur landsmanna mjög bágborinn eftir kreppuárin og menn sóttu sjóinn grimmt þótt viðhaldi væri ábótavant á ófriðartímunum.

Dauðsföll vegna ófriðar

Eins og fram kemur í upphafi svars er vitað með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið af orsökum sem tengja má stríðinu á einn eða annan hátt, auk þess sem dauði 70 manns til viðbótar kann að tengjast hernaðinum. Af þessum 159 dóu 110 manns beinlínis vegna árása á íslensk skip eða skip sem voru í þjónustu íslenskra fyrirtækja eins og sjá má í töflunni hér á eftir. Auk þess er vitað um sautján Íslendinga sem fórust með þessum hætti um borð í erlendum skipum en sú tala er ekki með í töflunni. Einn bátur með þremur innanborðs fórst vegna tundurdufls og tuttugu dóu vegna ásiglinga við önnur skip sem orsökuðust aðallega af því að siglt var ljóslaust að næturlagi og að bannað var að nota loftskeytabúnað skipanna.

Fjöldi látinna af orsökum sem rekja má til stríðsins.
ÁrLátnir vegna árása kafbáta á skipLátnir vegna tundurduflaLátnir vegna ásiglingaLátnir vegna loftárása á skipLátnir af ýmsum orsökumDauðsföll á sjó þar sem vafi leikur á orsök
1940-10----
194157-1-130
1942103113-
19433-32-11
194424---129
194516-5-1-
Alls1101)3203670

1) Þessu til viðbótar er vitað er um sautján Íslendinga er dóu um borð í erlendum skipum.

Þau 70 dauðsföll til viðbótar sem hugsanlega má rekja til stríðsins tengjast fjórum skipssköðum sem eiga það sameiginlegt að verulegur vafi leikur á orsökum þess að skipin sukku. Það voru mb. Pálmi SI 66 og mb. Hilmir ÍS 39 auk togaranna Sviða GK 7 og Max Pembertons RE 278. Bæði Pálmi og Hilmir hurfu í skaplegu veðri og því er almennt talið að þeir hafi siglt á tundurdufl. Pálmi var með fimm manna áhöfn og sökk þann 29. september 1941 en Hilmir, sem hafði ellefu manna áhöfn, sökk 26. nóvember 1943.

Sviði hvarf ásamt 25 manna áhöfn með sviplegum hætti þann 2. desember 1941 og eftir talsverðar deilur vegna tryggingarbóta var loks úrskurðað fyrir hæstarétti að hvarf hans hefði verið af hernaðarvöldum. Enn meiri óvissa ríkir um hvarf fjórða skipsins, togarans Max Pembertons, sem sökk þann 11. janúar 1944 ásamt 29 manna áhöfn. Voru uppi vangaveltur um það hvort tundurdufl, ofhleðsla eða ójafnvægi í skipinu vegna aukinna brynvarna og loftvarnarbyssa hefðu valdið slysinu en sennilega kemur hið sanna aldrei í ljós. Frekari umfjöllun um íslensk skip er fórust á stríðsárunum má sjá í svari sama höfundar við spurningunni Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Eins og taflan hér á undan sýnir létust 6 Íslendingar af ýmsum orsökum sem tengja má stríðinu. Þeir voru: Árni Magnússon, 2. vélstjóri á seglskipinu Arctic, sem var handtekinn vegna gruns um aðild að njósnum fyrir Þjóðverja 1942. Eftir að hafa sætt miklu harðræði við yfirheyrslur framdi hann sjálfsmorð. Þórður Sigurðsson, Gunnar Einarsson og tólf ára ónafngreindur piltur biðu allir bana af völdum byssukúlna frá bandarískum hermönnum áður en ár var liðið frá komu þeirra. Óskar Vilhjálmsson lést í fangabúðum Þjóðverja í Sachsenhausen 1944 og Guðmundur Kamban Jónsson rithöfundur var skotinn í Danmörku í maí 1945 þegar danska þjóðin gerði upp sakirnar við meinta samverkamenn nasista.

Samanburður

Samkvæmt tölum hér að ofan kunna 159-229 Íslendingar að hafa farist beinlínis af völdum síðari heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt manntali sem gert var árið 1940 voru skráðir landsmenn 121.474 og miðað við þá tölu létust á bilinu 0,13%-0,19% Íslendinga af völdum stríðsins. Það er áhugavert að skoða þessar tölur í samanburði við hlutfallslegt mannfall annarra þjóða. Lauslegar tölur til samanburðar sýna að Bandaríkin misstu um 0,2% af heildarfólksfjölda sínum í stríðinu, Kanada missti 0,4%, Bretland missti 0,7% og Frakkland 1,5%.

Frændur vorir Norðmenn misstu alls 0,34% þjóðar sinnar af orsökum sem rekja má til stríðsins á einn eða annan hátt. Þeir urðu fyrir þeim hörmungum að ráðist var inn í landið, þeir tóku virkan þátt í hernaðinum og síðar andspyrnunni og eftir hernámið þjónaði skipafloti þeirra báðum hernaðaraðilum og varð fyrir stöðugum árásum. Með því að reyna að skoða sérstaklega mannfall þeirra á hafi úti sést að sennilega fórust 3603 Norðmenn um borð í skipum af orsökum sem rekja má til stríðsins. Það samsvarar um 0,12% norsku þjóðarinnar á þeim tíma.

Svona leik með tölur ber að taka með varúð þar sem við vitum ekki hvað liggur að baki tölunum, hvernig viðkomandi dauðsföll eru flokkuð og skýrð. Þetta veitir okkur þó vissa innsýn í grimmd átakanna og hve hart var tekist á á hafsvæðunum umhverfis Ísland.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Ásgeir Guðmundsson: Berlínarblús. Íslenskir meðreiðarsveinar og fórnarlömb þýskra nasista. Skjaldborg, Reykjavík 1996.
  • Friðþór Eydal:
    • Vígdrekar og vopnagnýr. Hvalfjörður og hlutur Íslands í orrustunni um Atlantshafið. Bláskeggur, Reykjavík, 1997.
    • Fremsta víglína. Átök og hernaðarumsvif á Austurlandi í heimsstyrjöldinni síðari. Bláskeggur, Reykjavík, 1999.
  • Garðar Sverrisson: Býr Íslendingur hér? Minningar Leifs Muller. 2. prentun. Iðunn, Reykjavík, 1988.
  • Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland, ritstjórar Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon, Hagstofa Íslands, Reykjavík, 1997.
  • Skúli Sæland: „Fyrr má nú rota en dauðrota! - Tjón íslenskra skipa vegna hernaðarbrölts Þjóðverja og bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni.“ Sjómannablaðið Víkingur. 4. tbl. 2003 65. árg. og 1. tbl. 2004 66. árg.
  • Tómas Þór Tómasson: Heimsstyrjaldarárin á Íslandi 1939-1945. Seinna bindi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík, 1984.
  • Þór Whitehead: Ísland í hers höndum. Vaka-Helgafell, Reykjavík, 2002.
...