Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:29 • Sest 12:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:13 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:29 • Síðdegis: 21:40 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:29 • Sest 12:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:13 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:29 • Síðdegis: 21:40 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?

Unnar Árnason

Í töflunni hér að neðan má sjá þá upphæð sem Bandaríkin vörðu í Marshall-aðstoðina á árunum 1948-53, og hversu mikið hvert land fékk í sinn hlut. Alls tóku 16 lönd við fjármunum en hér eru Belgía og Lúxemborg talin saman. Tölurnar eru fengnar af heimasíðu Marshall-samtakanna, George C. Marshall Foundation:

Marshall-aðstoðin í milljónum Bandaríkjadala
LandÍ heildStyrkirLán
Bretland3.189,82.805,0384,8
Frakkland2.713,62.488,0225,6
Ítalía1.508,81.413,295,6
Vestur-Þýskaland1.390,61.173,7216,9
Holland1.083,5916,8166,7
Grikkland706,7706,7 
Austurríki677,8677,8 
Belgía og Lúxemborg559,3491,368,0
Danmörk273,0239,733,3
Noregur255,3216,139,2
Tyrkland225,1140,185,0
Írland147,519,3128,2
Svíþjóð107,386,920,4
Portúgal51,215,136,1
Ísland29,324,05,3
Svæðisbundin aðstoð407,0407,0 
Samtals13.325,811.820,71.505,1

Marshall-aðstoðin er kennd við þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George C. Marshall. Í ræðu sem hann hélt 5. júní 1947 bauð hann öllum Evrópuríkjum upp á aðstoð Bandaríkjanna við enduruppbyggingu eftir seinni heimsstyrjöldina. Um var að ræða umtalsverða fjárhagsaðstoð sem að einhverju leyti yrði í lánsformi, en langmest í formi styrkja sem næðu yfir fjögur ár.

Bandaríkjamenn sáu hag sinn í því að styrkja lýðræði og markaðskerfi Evrópuríkja, auk þess sem stjórnmálaleg áhrif þeirra yrðu tryggð. Sovétmönnum var illa við hina stjórnmálalegu hlið Marshall-aðstoðarinnar og þeir afþökkuðu tilboðið. Í kjölfarið fylgdu þjóðir á áhrifasvæði þeirra í Austur-Evrópu sem seinna mynduðu Austantjaldsblokkina. Eftir stóðu 16 lönd sem tóku tilboði Marshalls, í Vestur- og Suður-Evrópu, og gerðu með sér áætlun, svonefnda Viðreisnaráætlun Evrópu, árið 1947. Fjárhagsaðstoðin hófst ári síðar og stóð til 1953.

Í hlut Íslands komu 29,3 milljónir Bandaríkjadala, þar af 24 milljónir í beinan styrk. Heildarfjárhæð aðstoðarinnar var 13.325,8 milljónir dala. Hlutur Íslendinga var því rúm 0,2%. Danir fengu í sinn hlut um nífalda upphæð á við Íslendinga, eða 273 milljónir dala. Umdeilanlegt er hvort hlutur Íslendinga hafi verið of rausnarlegur miðað við það að herseta Breta og Bandaríkjamanna hafði fremur góð áhrif á efnahagslífið en slæm en ekki verður lagður dómur á það hér.

Heimild og mynd:

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:
  • Hversu há var Marshall-stuðningsupphæðin, sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld? Var hún mjög há í samanburði við til dæmis Danmörku? (Daði Halldórsson)
  • Hversu miklum fjármunum veittu Bandaríkjamenn í Marshall-aðstoðina? Hversu háar upphæðir fékk hver þjóð? (Bjarni Guðjónsson)

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

13.5.2003

Spyrjandi

Daði Halldórsson
Bjarni Guðjónsson

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2003, sótt 26. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3411.

Unnar Árnason. (2003, 13. maí). Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3411

Unnar Árnason. „Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2003. Vefsíða. 26. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3411>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?
Í töflunni hér að neðan má sjá þá upphæð sem Bandaríkin vörðu í Marshall-aðstoðina á árunum 1948-53, og hversu mikið hvert land fékk í sinn hlut. Alls tóku 16 lönd við fjármunum en hér eru Belgía og Lúxemborg talin saman. Tölurnar eru fengnar af heimasíðu Marshall-samtakanna, George C. Marshall Foundation:

Marshall-aðstoðin í milljónum Bandaríkjadala
LandÍ heildStyrkirLán
Bretland3.189,82.805,0384,8
Frakkland2.713,62.488,0225,6
Ítalía1.508,81.413,295,6
Vestur-Þýskaland1.390,61.173,7216,9
Holland1.083,5916,8166,7
Grikkland706,7706,7 
Austurríki677,8677,8 
Belgía og Lúxemborg559,3491,368,0
Danmörk273,0239,733,3
Noregur255,3216,139,2
Tyrkland225,1140,185,0
Írland147,519,3128,2
Svíþjóð107,386,920,4
Portúgal51,215,136,1
Ísland29,324,05,3
Svæðisbundin aðstoð407,0407,0 
Samtals13.325,811.820,71.505,1

Marshall-aðstoðin er kennd við þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George C. Marshall. Í ræðu sem hann hélt 5. júní 1947 bauð hann öllum Evrópuríkjum upp á aðstoð Bandaríkjanna við enduruppbyggingu eftir seinni heimsstyrjöldina. Um var að ræða umtalsverða fjárhagsaðstoð sem að einhverju leyti yrði í lánsformi, en langmest í formi styrkja sem næðu yfir fjögur ár.

Bandaríkjamenn sáu hag sinn í því að styrkja lýðræði og markaðskerfi Evrópuríkja, auk þess sem stjórnmálaleg áhrif þeirra yrðu tryggð. Sovétmönnum var illa við hina stjórnmálalegu hlið Marshall-aðstoðarinnar og þeir afþökkuðu tilboðið. Í kjölfarið fylgdu þjóðir á áhrifasvæði þeirra í Austur-Evrópu sem seinna mynduðu Austantjaldsblokkina. Eftir stóðu 16 lönd sem tóku tilboði Marshalls, í Vestur- og Suður-Evrópu, og gerðu með sér áætlun, svonefnda Viðreisnaráætlun Evrópu, árið 1947. Fjárhagsaðstoðin hófst ári síðar og stóð til 1953.

Í hlut Íslands komu 29,3 milljónir Bandaríkjadala, þar af 24 milljónir í beinan styrk. Heildarfjárhæð aðstoðarinnar var 13.325,8 milljónir dala. Hlutur Íslendinga var því rúm 0,2%. Danir fengu í sinn hlut um nífalda upphæð á við Íslendinga, eða 273 milljónir dala. Umdeilanlegt er hvort hlutur Íslendinga hafi verið of rausnarlegur miðað við það að herseta Breta og Bandaríkjamanna hafði fremur góð áhrif á efnahagslífið en slæm en ekki verður lagður dómur á það hér.

Heimild og mynd:

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:
  • Hversu há var Marshall-stuðningsupphæðin, sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld? Var hún mjög há í samanburði við til dæmis Danmörku? (Daði Halldórsson)
  • Hversu miklum fjármunum veittu Bandaríkjamenn í Marshall-aðstoðina? Hversu háar upphæðir fékk hver þjóð? (Bjarni Guðjónsson)
...