Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Grænland stór hluti af jörðinni?

EDS

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hve mörgum sinnum er Grænland stærra en Ísland?

Á landakortum virðist Grænland oft vera mjög stórt, jafnvel stærra en Ástalía sem þó er talin heimsálfa á meðan Grænland er eyja. Það kemur því kannski einhverjum á óvart að flatarmál Grænland er „aðeins“ 2.166.086 km2 sem er um 0,42% af heildarflatarmáli jarðar og 1,45% af þurrlendi jarðar.



Ástæðan fyrir því hversu stórt Grænland (og reyndar Ísland líka) virðist vera á kortum er sú að þegar hvelft yfirborð jarðar er yfirfært á sléttan flöt koma alltaf fram einhverjar skekkjur í flatarmáli, fjarlægðum eða hornum á kortinu. Algengt er að heimskort sýni svæðin lengst frá miðbaug óeðlilega stór, þar með talið Grænland. Hnattlíkön (og reyndar sum landakort) sýna hins vegar rétt stærðarhlutföll.

Þó Grænland sé ekki eins stórt og það er gjarnan sýnt á kortum þá er það gríðarstórt í samanburði við næsta nágranna þess í austri, litla Ísland. Flatarmál Íslands er um 103.000 km2 og því er Grænland rúmlega 21 sinni stærra.

Skoðið einnig:

Mynd: Theodora.com

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.3.2005

Spyrjandi

Jóhann Oddur, f. 1990
Einar Freyr, f. 1990

Tilvísun

EDS. „Hvað er Grænland stór hluti af jörðinni?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4860.

EDS. (2005, 30. mars). Hvað er Grænland stór hluti af jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4860

EDS. „Hvað er Grænland stór hluti af jörðinni?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4860>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Grænland stór hluti af jörðinni?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hve mörgum sinnum er Grænland stærra en Ísland?

Á landakortum virðist Grænland oft vera mjög stórt, jafnvel stærra en Ástalía sem þó er talin heimsálfa á meðan Grænland er eyja. Það kemur því kannski einhverjum á óvart að flatarmál Grænland er „aðeins“ 2.166.086 km2 sem er um 0,42% af heildarflatarmáli jarðar og 1,45% af þurrlendi jarðar.



Ástæðan fyrir því hversu stórt Grænland (og reyndar Ísland líka) virðist vera á kortum er sú að þegar hvelft yfirborð jarðar er yfirfært á sléttan flöt koma alltaf fram einhverjar skekkjur í flatarmáli, fjarlægðum eða hornum á kortinu. Algengt er að heimskort sýni svæðin lengst frá miðbaug óeðlilega stór, þar með talið Grænland. Hnattlíkön (og reyndar sum landakort) sýna hins vegar rétt stærðarhlutföll.

Þó Grænland sé ekki eins stórt og það er gjarnan sýnt á kortum þá er það gríðarstórt í samanburði við næsta nágranna þess í austri, litla Ísland. Flatarmál Íslands er um 103.000 km2 og því er Grænland rúmlega 21 sinni stærra.

Skoðið einnig:

Mynd: Theodora.com...