Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt?

Gylfi Magnússon

Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 2004 og 2005 skal á árunum 2005 og 2006 leggja sérstakan tekjuskatt, svokallaðan hátekjuskatt. Skatturinn fellur á þá einstaklinga sem hafa meira en 4.191.686 kr. í tekjuskattstofn eða þau hjón sem hafa tekjuskattsstofn umfram 8.383.372 kr. Hátekjuskattur vegna tekna ársins 2004 skal vera 4% en vegna tekna ársins 2005 skal skatturinn vera 2%.

Þessi viðmiðunarmörk samsvara rétt tæpum 350 þúsund krónum á mánuði fyrir einstakling, tvöfalt það fyrir hjón. Skatthlutfallið vegna hátekjuskattsins hefur verið lækkað nokkuð undanfarin ár og á að lækka enn. Viðmiðunarmörkin hafa hins vegar breyst minna.

Hátekjuskatturinn er eingöngu reiknaður af tekjum umfram framangreind viðmiðunarmörk. Auk þess þarf að greiða almennan tekjuskatt, sem er 25,75% vegna tekna ársins 2004 en á að lækka í þrepum á næstu árum niður í 21,75%. Þá þarf að greiða útsvar en það er nokkuð mismunandi eftir sveitarfélögum. Frá dregst síðan persónuafsláttur.

Hátekjuskatturinn skilar í ár, 2004, 1.317 milljónum króna í ríkissjóð. Það er rúmt eitt prósent af heildartekjum hins opinbera af tekjuskatti og útsvari, en þær eru áætlaðar um 127 milljarðar króna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt? Hvernig mun þetta breytast með fyrirhuguðum lækkunum á þessum skatti?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.12.2004

Spyrjandi

Eygló Egilsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4662.

Gylfi Magnússon. (2004, 15. desember). Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4662

Gylfi Magnússon. „Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4662>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt?
Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 2004 og 2005 skal á árunum 2005 og 2006 leggja sérstakan tekjuskatt, svokallaðan hátekjuskatt. Skatturinn fellur á þá einstaklinga sem hafa meira en 4.191.686 kr. í tekjuskattstofn eða þau hjón sem hafa tekjuskattsstofn umfram 8.383.372 kr. Hátekjuskattur vegna tekna ársins 2004 skal vera 4% en vegna tekna ársins 2005 skal skatturinn vera 2%.

Þessi viðmiðunarmörk samsvara rétt tæpum 350 þúsund krónum á mánuði fyrir einstakling, tvöfalt það fyrir hjón. Skatthlutfallið vegna hátekjuskattsins hefur verið lækkað nokkuð undanfarin ár og á að lækka enn. Viðmiðunarmörkin hafa hins vegar breyst minna.

Hátekjuskatturinn er eingöngu reiknaður af tekjum umfram framangreind viðmiðunarmörk. Auk þess þarf að greiða almennan tekjuskatt, sem er 25,75% vegna tekna ársins 2004 en á að lækka í þrepum á næstu árum niður í 21,75%. Þá þarf að greiða útsvar en það er nokkuð mismunandi eftir sveitarfélögum. Frá dregst síðan persónuafsláttur.

Hátekjuskatturinn skilar í ár, 2004, 1.317 milljónum króna í ríkissjóð. Það er rúmt eitt prósent af heildartekjum hins opinbera af tekjuskatti og útsvari, en þær eru áætlaðar um 127 milljarðar króna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hversu há mánaðarlaun þarf einstaklingur að hafa til að borga hátekjuskatt? Hvernig mun þetta breytast með fyrirhuguðum lækkunum á þessum skatti?
...