Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Margir notendur Vísindavefsins hafa áhuga á að fræðast um kínversku og flestir sem senda inn spurningar vilja vita eitthvað um 'kínverska stafrófið' en eru í raun að spyrja um kínverskt myndletur. Hér eru dæmi um spurningar sem hafa borist Vísindavefnum:
Getið þið sýnt mér nokkur kínversk tákn og merkingu þeirra?

Hvað eru margir stafir í kínverska stafrófinu?

Hvernig er kínverska stafrófið? Mér finnst margir stafirnir svo fallegir að mig langar að læra einhverja þeirra!

Getur þú sýnt mér öll kínversku myndletrin?

Hvernig segir maður ugla á kínversku?
Stafróf er skrifletur þar sem hvert tákn stendur fyrir eitt hljóð. Á erlendum málum kallast stafróf alphabet og er nafnið dregið af fyrstu tveimur stöfum gríska stafrófsins, það er alfa og beta.

Stafir stafrófsins hafa einir og sér enga sérstaka merkingu. Runan A, B, B og A merkir ekkert sérstakt en sé bókstöfunum raðað saman í orð vita margir hvað við er átt, til dæmis sænsku hljómsveitina ABBA, eða þá hana Öbbu-löbbu-lá.

Kínverjar nota ekki stafróf heldur svonefnt myndletur þar sem hvert tákn svarar til tiltekins orðs eða hugtaks. Reyndar hafa flest kínversk tákn bæði merkingarhluta og framburðarhluta.

Þegar Kínverjar skrifa um tígrisdýr í texta nota þeir til dæmis þetta tákn:


Við hinsvegar notum þessa stafarunu
  • T + Í + G + R+ I +S +D +Ý +R = tígrisdýr
og þeir sem tala ensku nota:
  • T + I + G + E + R = tiger
Og kínverska táknið sem samsvarar stafarununni A + P + I eða M + O + N + K + E + Y á ensku er svona:


Þeir lesendur Vísindavefsins sem hafa beðið okkur um að sýna sér 'kínverska stafrófið' verða þess vegna að skilja að það er ekki hægt. Að birta kínversku táknin er næstum jafn ómögulegt og að biðja okkur um að birta í einu svari öll íslensk orð sem til eru. Í nýrri orðabók frá Eddu eru uppflettiorð um 90.000 talsins og það væri allt of langt og leiðinlegt svar að fara að telja þau öll upp.

Samkvæmt heimildum sem við höfum fundið á netinu innihalda stórar kínverskar orðabækur um 50.000 tákn.

Þeir sem vilja kynna sér kínversk tákn geta hins vegar gert það á auðveldan hátt á netinu með því að nota orðabókina Zhongwen.com. Þar er hægt að fletta upp enskum orðum og sjá hvernig þau líta út á kínversku.

Til er svokallað pinyin-kerfi til að rita kínversku með latínuletri en það byggist á framburði mandarín-kínversku í Peking. Samkvæmt því kerfi er táknið sem merkir Ísland ritað sem bingdăo en það er myndað af táknunum 'bing' sem merkir frosið eða ís og 'dăo' sem stendur fyrir eyju.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.9.2004

Spyrjandi

Linda Guðjónsdóttir
Jenný Gunnarsdóttir
Guðrún Katrín, f. 1992
Hallgrímur Pálsson, f. 1995
Dagný Elísa, f. 1993

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?“ Vísindavefurinn, 13. september 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4507.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 13. september). Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4507

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4507>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?
Margir notendur Vísindavefsins hafa áhuga á að fræðast um kínversku og flestir sem senda inn spurningar vilja vita eitthvað um 'kínverska stafrófið' en eru í raun að spyrja um kínverskt myndletur. Hér eru dæmi um spurningar sem hafa borist Vísindavefnum:

Getið þið sýnt mér nokkur kínversk tákn og merkingu þeirra?

Hvað eru margir stafir í kínverska stafrófinu?

Hvernig er kínverska stafrófið? Mér finnst margir stafirnir svo fallegir að mig langar að læra einhverja þeirra!

Getur þú sýnt mér öll kínversku myndletrin?

Hvernig segir maður ugla á kínversku?
Stafróf er skrifletur þar sem hvert tákn stendur fyrir eitt hljóð. Á erlendum málum kallast stafróf alphabet og er nafnið dregið af fyrstu tveimur stöfum gríska stafrófsins, það er alfa og beta.

Stafir stafrófsins hafa einir og sér enga sérstaka merkingu. Runan A, B, B og A merkir ekkert sérstakt en sé bókstöfunum raðað saman í orð vita margir hvað við er átt, til dæmis sænsku hljómsveitina ABBA, eða þá hana Öbbu-löbbu-lá.

Kínverjar nota ekki stafróf heldur svonefnt myndletur þar sem hvert tákn svarar til tiltekins orðs eða hugtaks. Reyndar hafa flest kínversk tákn bæði merkingarhluta og framburðarhluta.

Þegar Kínverjar skrifa um tígrisdýr í texta nota þeir til dæmis þetta tákn:


Við hinsvegar notum þessa stafarunu
  • T + Í + G + R+ I +S +D +Ý +R = tígrisdýr
og þeir sem tala ensku nota:
  • T + I + G + E + R = tiger
Og kínverska táknið sem samsvarar stafarununni A + P + I eða M + O + N + K + E + Y á ensku er svona:


Þeir lesendur Vísindavefsins sem hafa beðið okkur um að sýna sér 'kínverska stafrófið' verða þess vegna að skilja að það er ekki hægt. Að birta kínversku táknin er næstum jafn ómögulegt og að biðja okkur um að birta í einu svari öll íslensk orð sem til eru. Í nýrri orðabók frá Eddu eru uppflettiorð um 90.000 talsins og það væri allt of langt og leiðinlegt svar að fara að telja þau öll upp.

Samkvæmt heimildum sem við höfum fundið á netinu innihalda stórar kínverskar orðabækur um 50.000 tákn.

Þeir sem vilja kynna sér kínversk tákn geta hins vegar gert það á auðveldan hátt á netinu með því að nota orðabókina Zhongwen.com. Þar er hægt að fletta upp enskum orðum og sjá hvernig þau líta út á kínversku.

Til er svokallað pinyin-kerfi til að rita kínversku með latínuletri en það byggist á framburði mandarín-kínversku í Peking. Samkvæmt því kerfi er táknið sem merkir Ísland ritað sem bingdăo en það er myndað af táknunum 'bing' sem merkir frosið eða ís og 'dăo' sem stendur fyrir eyju.

Heimildir og myndir:...