Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?

Sigurður Steinþórsson

Víkingar fundu mýrarauða ekki í vötnum heldur finnst járnið í mýrum, eins og nafnið bendir til. Rauðablástur að hætti víkinga var stundaður í Skandinavíu, Finnlandi og í Eystrasaltslöndum, þar sem járnið finnst í mýrum („myrmalm“ er skandinavíska heitið), en í Danmörku var það unnið úr ýmis konar hörðu seti.



Járnið losnar úr bergi – ekki síst eldfjallaösku og móbergi – við efnaveðrun, en leysni þess er mjög háð sýrustigi (pH) og oxunarstigi (aðgengi súrefnis). Í mýrum geta aðstæður verið þannig að vatnið sé mjög súrt (pH = 3) og súrefnissnautt (vegna rotnunar lífræns efnis) og þá er leysnin mjög mikil. Ef járnríkt vatn kemst í samband við súrefni, oxast það og járnið fellur út. Þannig er málmurinn orðinn til og einu vötnin sem líklegt er að innihaldi verulegar málmmyndanir eru tjarnir í mýrum, þangað sem járnríkir lækir og grunnvatn hafa skolað járninu.

Járnið myndar iðulega skánir í mýrum þar sem það hefur fallið út vegna oxunar. Til fróðleiks er eftirfarandi úr kennslubók Garrels & Christ: við pH = 3 er leysni oxaðs járns 10-8 mól per lítra en afoxaðs 10-1 mól, nefnilega afoxaða (tvígilda) járnið er 10 milljón sinnum leysanlegra en hið oxaða (þrígilda).

Frekari fróðleik um mýrarauða og rauðablástur er að finna í svari sama höfundar við spurningunni Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarrauða til vinna það með raunhæfum hætti?

Heimild: Garrels & Christ: Solutions, Minerals, and Equilibria. Útg. Harper & Row.

Mynd: Geologisk museum, Universitetet i Oslo.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

6.8.2004

Spyrjandi

Sindri Hansen, f, 1992

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4448.

Sigurður Steinþórsson. (2004, 6. ágúst). Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4448

Sigurður Steinþórsson. „Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4448>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?
Víkingar fundu mýrarauða ekki í vötnum heldur finnst járnið í mýrum, eins og nafnið bendir til. Rauðablástur að hætti víkinga var stundaður í Skandinavíu, Finnlandi og í Eystrasaltslöndum, þar sem járnið finnst í mýrum („myrmalm“ er skandinavíska heitið), en í Danmörku var það unnið úr ýmis konar hörðu seti.



Járnið losnar úr bergi – ekki síst eldfjallaösku og móbergi – við efnaveðrun, en leysni þess er mjög háð sýrustigi (pH) og oxunarstigi (aðgengi súrefnis). Í mýrum geta aðstæður verið þannig að vatnið sé mjög súrt (pH = 3) og súrefnissnautt (vegna rotnunar lífræns efnis) og þá er leysnin mjög mikil. Ef járnríkt vatn kemst í samband við súrefni, oxast það og járnið fellur út. Þannig er málmurinn orðinn til og einu vötnin sem líklegt er að innihaldi verulegar málmmyndanir eru tjarnir í mýrum, þangað sem járnríkir lækir og grunnvatn hafa skolað járninu.

Járnið myndar iðulega skánir í mýrum þar sem það hefur fallið út vegna oxunar. Til fróðleiks er eftirfarandi úr kennslubók Garrels & Christ: við pH = 3 er leysni oxaðs járns 10-8 mól per lítra en afoxaðs 10-1 mól, nefnilega afoxaða (tvígilda) járnið er 10 milljón sinnum leysanlegra en hið oxaða (þrígilda).

Frekari fróðleik um mýrarauða og rauðablástur er að finna í svari sama höfundar við spurningunni Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarrauða til vinna það með raunhæfum hætti?

Heimild: Garrels & Christ: Solutions, Minerals, and Equilibria. Útg. Harper & Row.

Mynd: Geologisk museum, Universitetet i Oslo....