Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í ritreglum frá Íslenskri málstöð er fjallað sérstaklega um þetta í grein 98. Þar segir:

Ekki er haft stafbil milli tveggja skammstafaðra orða nema aftan við skammstöfun sem er tveir eða fleiri stafir og milli tveggja skammstafana sem hvor um sig er sjálfstæð eining.

Samkvæmt þessu er skrifað:

  • t.d.
  • a.m.k.
  • o.fl.
  • f.Kr.

Því liðir á undan síðasta lið eru aðeins einn stafur. Hins vegar er skrifað:

  • cand. med.
  • ef. ft.
  • það er t.d. a.m.k. þannig hér
  • o.fl. o.fl

Því annað hvort eru liðir á undan síðasta lið tveir stafir eða fleiri eða skammstafanirnar hvor um sig sjálfstæðar einingar.

Athuga ber, að engan punkt skal setja, þegar fyrri hluti orðs er skammstafaður, til dæmis Rvík (Reykjavík), Khöfn (Kaupmannahöfn). Ekki er settur punktur á eftir skammstöfunum í mælikerfinu (metrakerfinu), til dæmis m (=metri), km (=kílómetri), hl (=hektólítri), né heldur ýmsum erlendum skammstöfunum, ef notaðar eru, til dæmis ca (=hér um bil).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.6.2004

Spyrjandi

Hal Li

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4311.

Guðrún Kvaran. (2004, 2. júní). Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4311

Guðrún Kvaran. „Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4311>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?
Í ritreglum frá Íslenskri málstöð er fjallað sérstaklega um þetta í grein 98. Þar segir:

Ekki er haft stafbil milli tveggja skammstafaðra orða nema aftan við skammstöfun sem er tveir eða fleiri stafir og milli tveggja skammstafana sem hvor um sig er sjálfstæð eining.

Samkvæmt þessu er skrifað:

  • t.d.
  • a.m.k.
  • o.fl.
  • f.Kr.

Því liðir á undan síðasta lið eru aðeins einn stafur. Hins vegar er skrifað:

  • cand. med.
  • ef. ft.
  • það er t.d. a.m.k. þannig hér
  • o.fl. o.fl

Því annað hvort eru liðir á undan síðasta lið tveir stafir eða fleiri eða skammstafanirnar hvor um sig sjálfstæðar einingar.

Athuga ber, að engan punkt skal setja, þegar fyrri hluti orðs er skammstafaður, til dæmis Rvík (Reykjavík), Khöfn (Kaupmannahöfn). Ekki er settur punktur á eftir skammstöfunum í mælikerfinu (metrakerfinu), til dæmis m (=metri), km (=kílómetri), hl (=hektólítri), né heldur ýmsum erlendum skammstöfunum, ef notaðar eru, til dæmis ca (=hér um bil)....