Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Flökurleiki eða ógleði er óróleika- og óþægindatilfinning í maga. Þolanda finnst að hann muni kasta upp, þó svo að það gerist ekki alltaf.

Flökurleiki einkennir margs konar ástand, allt frá ferðaveiki (bílveiki, sjóveiki, flugveiki) til morgunógleði kvenna á fyrstu mánuðum meðgöngu. Hann getur einnig stafað af veirusýkingum og mörgum öðrum sjúkdómum. Ógleði fylgir sem aukaverkun við töku margs konar lyfja, bæði lyfja sem eru tekin að læknisráði og lyfja sem eru misnotuð. Læknisfræðilega er flökurleiki einn meginvandinn sem fylgir lyfjameðferð, til dæmis við krabbameini.

Þótt skammvinn ógleði sé í sjálfri sér hættulaus bendir hún til þess að eitthvað sé að, þar með talið hugsanlega alvarlegur sjúkdómur. Meðferð við ógleði og uppköstum felst oftast í því að forðast fast fæði, en það reynist yfirleitt auðvelt þar sem þolandinn hefur venjulega enga matarlyst.

Í stuttu máli eru uppköst það að þindin og kviðvöðvarnir kreista magann á milli sín og tæma þannig innihald hans í vélindað og út um munn. Mynd frá 14. öld sem sýnir karlmann kasta upp.

En lítum nú á hvað gerist þegar við köstum upp. Undir venjulegum kringumstæðum flytja svokallaðar bylgjuhreyfingar í meltingarveginum fæðu frá munni og alla leið til endaþarms. Þær stafa af samdráttarbylgjum vöðvanna í vegg meltingarvegarins. Lesa má nánar um meltingarveginn í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?

Þegar við köstum upp verða mjög kröftugar bylgjuhreyfingar í öfuga átt, það er úr maga (jafnvel stundum frá skeifugörn, efsta hluta smáþarma), í gegnum vélinda og kok og út um munninn.

Kröftugasta áreitið fyrir uppköstum er erting, til dæmis af völdum sýkla eða efna sem viðkomandi hefur fengið í sig með skemmdum eða sýktum mat og þegar teygist á maganum eftir of mikið át (til dæmis lotuátssjúklingar). Önnur áreiti sem koma af stað uppköstum eru meðal annars svimi, óþægileg sjón, kvíði og sum lyf, til dæmis morfín.

Þegar þessi áreiti eru fyrir hendi berast taugaboð til sérstakrar uppkastastöðvar í mænukylfu heilans sem sendir boð til baka til líffæra í efri hluta meltingarvegarins, þindar og kviðvöðva. Þessi boð valda öfugum bylgjuhreyfingunum sem leiða til uppkastanna.

Í stuttu máli eru uppköst það að þindin og kviðvöðvarnir kreista magann á milli sín og tæma þannig innihald hans í vélindað og út um munn. Langvarandi uppköst, einkum í ungabörnum og öldruðum, geta verið mjög alvarleg vegna þess að losun magasafa og annarra vökva leiðir til truflana í bæði vökva- og saltjafnvægi líkamans, þar með talið ofþornunar (e. dehydration).

Heimildir:
  • Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
  • Wikipedia
  • Kidshealth

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

9.3.2004

Spyrjandi

Eva Hillströms

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4046.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 9. mars). Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4046

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4046>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla?
Flökurleiki eða ógleði er óróleika- og óþægindatilfinning í maga. Þolanda finnst að hann muni kasta upp, þó svo að það gerist ekki alltaf.

Flökurleiki einkennir margs konar ástand, allt frá ferðaveiki (bílveiki, sjóveiki, flugveiki) til morgunógleði kvenna á fyrstu mánuðum meðgöngu. Hann getur einnig stafað af veirusýkingum og mörgum öðrum sjúkdómum. Ógleði fylgir sem aukaverkun við töku margs konar lyfja, bæði lyfja sem eru tekin að læknisráði og lyfja sem eru misnotuð. Læknisfræðilega er flökurleiki einn meginvandinn sem fylgir lyfjameðferð, til dæmis við krabbameini.

Þótt skammvinn ógleði sé í sjálfri sér hættulaus bendir hún til þess að eitthvað sé að, þar með talið hugsanlega alvarlegur sjúkdómur. Meðferð við ógleði og uppköstum felst oftast í því að forðast fast fæði, en það reynist yfirleitt auðvelt þar sem þolandinn hefur venjulega enga matarlyst.

Í stuttu máli eru uppköst það að þindin og kviðvöðvarnir kreista magann á milli sín og tæma þannig innihald hans í vélindað og út um munn. Mynd frá 14. öld sem sýnir karlmann kasta upp.

En lítum nú á hvað gerist þegar við köstum upp. Undir venjulegum kringumstæðum flytja svokallaðar bylgjuhreyfingar í meltingarveginum fæðu frá munni og alla leið til endaþarms. Þær stafa af samdráttarbylgjum vöðvanna í vegg meltingarvegarins. Lesa má nánar um meltingarveginn í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?

Þegar við köstum upp verða mjög kröftugar bylgjuhreyfingar í öfuga átt, það er úr maga (jafnvel stundum frá skeifugörn, efsta hluta smáþarma), í gegnum vélinda og kok og út um munninn.

Kröftugasta áreitið fyrir uppköstum er erting, til dæmis af völdum sýkla eða efna sem viðkomandi hefur fengið í sig með skemmdum eða sýktum mat og þegar teygist á maganum eftir of mikið át (til dæmis lotuátssjúklingar). Önnur áreiti sem koma af stað uppköstum eru meðal annars svimi, óþægileg sjón, kvíði og sum lyf, til dæmis morfín.

Þegar þessi áreiti eru fyrir hendi berast taugaboð til sérstakrar uppkastastöðvar í mænukylfu heilans sem sendir boð til baka til líffæra í efri hluta meltingarvegarins, þindar og kviðvöðva. Þessi boð valda öfugum bylgjuhreyfingunum sem leiða til uppkastanna.

Í stuttu máli eru uppköst það að þindin og kviðvöðvarnir kreista magann á milli sín og tæma þannig innihald hans í vélindað og út um munn. Langvarandi uppköst, einkum í ungabörnum og öldruðum, geta verið mjög alvarleg vegna þess að losun magasafa og annarra vökva leiðir til truflana í bæði vökva- og saltjafnvægi líkamans, þar með talið ofþornunar (e. dehydration).

Heimildir:
  • Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
  • Wikipedia
  • Kidshealth

Mynd:

...