Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er talinn vera mesti frumkvöðull hagfræðinnar fyrr og síðar?

Gylfi Magnússon

Það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu því að það er ekki til neinn algildur mælikvarði á gæði hagfræðinga eða hve miklir frumkvöðlar þeir eru. Væntanlega mundu flestir þó svara að Adam Smith (1723-1790) sé helsti brautryðjandi hagfræðinnar og hann er oft nefndur faðir fræðigreinarinnar.

Smith var Skoti og þekktastur fyrir bók sína An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations sem út kom 1776. Bókin er til á íslensku sem Auðlegð þjóðanna í þýðingu Þorbergs Þórssonar. Hún er oft kölluð fyrsta hagfræðiritið en þó höfðu ýmsir skrifað um það sem nú myndi kallast hagfræði á undan Smith.

Fyrsta íslenska hagfræðiritið er oftast talið bók Arnljóts Ólafssonar (1823-1904), Auðfræði. Hún var gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 1880 og síðan endurútgefin af Fjölsýn og Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga rúmri öld síðar.

Áhrifamesti hagfræðingur 20. aldar er væntanlega Englendingurinn John Maynard Keynes (1883-1946). Kenningar hans höfðu talsverð áhrif á hagstjórn víða um heim á síðari hluta 20. aldar og hefur verið hart deilt um þær bæði í stjórnmálum og af fræðimönnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.9.2003

Spyrjandi

Sveinn Þorgeirsson, f. 1987

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er talinn vera mesti frumkvöðull hagfræðinnar fyrr og síðar?“ Vísindavefurinn, 3. september 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3703.

Gylfi Magnússon. (2003, 3. september). Hver er talinn vera mesti frumkvöðull hagfræðinnar fyrr og síðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3703

Gylfi Magnússon. „Hver er talinn vera mesti frumkvöðull hagfræðinnar fyrr og síðar?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3703>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er talinn vera mesti frumkvöðull hagfræðinnar fyrr og síðar?
Það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu því að það er ekki til neinn algildur mælikvarði á gæði hagfræðinga eða hve miklir frumkvöðlar þeir eru. Væntanlega mundu flestir þó svara að Adam Smith (1723-1790) sé helsti brautryðjandi hagfræðinnar og hann er oft nefndur faðir fræðigreinarinnar.

Smith var Skoti og þekktastur fyrir bók sína An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations sem út kom 1776. Bókin er til á íslensku sem Auðlegð þjóðanna í þýðingu Þorbergs Þórssonar. Hún er oft kölluð fyrsta hagfræðiritið en þó höfðu ýmsir skrifað um það sem nú myndi kallast hagfræði á undan Smith.

Fyrsta íslenska hagfræðiritið er oftast talið bók Arnljóts Ólafssonar (1823-1904), Auðfræði. Hún var gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 1880 og síðan endurútgefin af Fjölsýn og Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga rúmri öld síðar.

Áhrifamesti hagfræðingur 20. aldar er væntanlega Englendingurinn John Maynard Keynes (1883-1946). Kenningar hans höfðu talsverð áhrif á hagstjórn víða um heim á síðari hluta 20. aldar og hefur verið hart deilt um þær bæði í stjórnmálum og af fræðimönnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...