Branduglan (Asio flammeus) er varpfugl hér á landi og vafalaust eini reglulegi varpfuglinn af ugluætt hér á landi.
Brandugla (Asio flammeus)
Reglulegir flækingar
Snæuglan (Bubo scandiacus) hefur verpt hér en ekki er vitað hversu oft og hversu mörg pörin hafa verið. Sárafá hreiður hafa fundist eftir 1952 en varp var seinast staðfest á Vestfjörðum árið 2000. Hins vegar hafa snæuglur sést hér á hverju ári og er sennilega um að ræða flækinga frá Grænlandi.
Snæugla (Bubo scandiacus)
Eyruglan (Asio otus) hefur sést hér árlega sem flækingur síðan 1986 en í sumar fékkst í fyrsta sinn staðfesting á varpi hennar, það var í trjálundi í Grímsnesinu. Það á eftir að koma í ljós hvort hún verður reglulegur varpfugl á Íslandi.
Eyrugla (Asio otus)
Sjaldgæfur flækingur
Skopuglan (Otus scops) er mjög sjaldgæfur flækingur hér á landi. Hún er talin hafa sést hér fyrst árið 1945.
Skopugla (Otus scops)
Mögulegur flækingur
Síðast þegar höfundur vissi hafði það ekki verið að staðfesta að turnugla (Tyto alba) hafi verið hér á ferðinni í sumar, en sagt er frá því á vefsíðunni Stafræn fuglaljósmyndun.
Turnugla (Tyto alba)
Heimildir og myndir:
- Bliki: tímarit um fugla. Dýrafræðideild Náttúrurufræðistofnunar Íslands. Reykjavík.
- Á vef Stafrænnar fuglaljósmyndunar má nálgast umfjöllun, myndir og myndband af fugli sem hugsanlega er turnugla.
- Þrír nýir varpfuglar á Íslandi á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
- Stockpix.com
- Portland Bird Observatory
- InterNatura