Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?

Sigurður Guðmundsson

Upphaflega spurningin var svona:
  • Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?
Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:
  • Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur.

Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88/1992 en 1. gr. þeirra laga hljóðar svo:
Innflutningur á vöru og þjónustu til landsins skal vera óheftur nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum eða milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.

Samkvæmt þessu ákvæði er meginregla laganna óheftur innflutningur. Ákvæðið sjálft gerir þó ráð fyrir undantekningum frá reglunni, enda er varla til sú meginregla sem ekki er án ótalmargra undantekninga.

Iguana-eðla af tegund sem kallast grænkemba (Iguana iguana). Iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur eru leyfilegar hér á landi ef landbúnaðarráðherra hefur gefið leyfi sitt fyrir innflutningum að fengnu áliti frá yfirdýralækni.

Mikilvæg undantekning frá meginreglunni kemur fram í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra en í 1. gr. þeirra laga eru dýr skilgreind svo: “öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar, að undanskildum manninum, og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.” Í 2. gr. laganna, eins og henni var breytt með lögum nr. 164/2002, kemur þetta fram:
Óheimilt er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra. [...]

Landbúnaðarráðherra getur, að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, vikið frá banni því sem um getur í 1. mgr. og leyft innflutning dýra og erfðaefnis, enda sé stranglega fylgt þeim fyrirmælum, sem felast í lögum þessum, og reglugerðum er settar verða samkvæmt þeim.

Dýrum, sem flutt eru inn án heimildar, skal tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af. Eggjum, sæði eða fósturvísum skal á sama hátt eytt, svo og dýrum, sem sædd kunna að hafa verið eða notuð sem fósturmæður, og afkvæmum sem kunna að hafa fæðst eftir slíkan ólöglegan innflutning.”
Samkvæmt 1. mgr. er meginregla laganna sú að innflutningur dýra sé bannaður. Landbúnaðarráðherra getur þó heimilað frávik frá reglunni en þá aðeins ef yfirdýralæknir gefur meðmæli sín með innflutningnum, sbr. 2. mgr. Af innflutningi lifandi dýra til landsins verður því ekki nema yfirdýralæknir mæli með honum og landbúnaðarráðherra gefi leyfi sitt fyrir innflutningnum. Í lögunum er auk þess að finna frekari reglur um leyfisveitingu ráðherra og álitsgjöf yfirdýralæknis, svo og sérstakar reglur um innflutning nýrra dýrategunda og geymslu innfluttra dýra í sóttvarnarstöð.

Lög nr. 54/1990 um innflutning dýra leystu eldri lög um sama efni af hólmi, meðal annars lög nr. 74/1962 um innflutning búfjár. Í þeim kemur sama meginregla fram, það er að innflutningur dýra sé bannaður og aðeins heimill samkvæmt sérstöku leyfi.

Svarið við spurningunni hér að ofan er þess vegna að iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur eru leyfilegar hér á landi ef landbúnaðarráðherra hefur gefið leyfi sitt fyrir innflutningum að fengnu áliti frá yfirdýralækni. Það sama gildir um afkvæmi iguana-eðlunnar sem kom hingað til lands 1975. Ef hún og maki hennar fengu sérstakt leyfi eru afkvæmi þeirra lögleg í landinu, en ef svo var ekki gildir hið gagnstæða.

Mynd:

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

2.6.2003

Síðast uppfært

7.5.2024

Spyrjandi

Friðrik Johnson

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2003, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3465.

Sigurður Guðmundsson. (2003, 2. júní). Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3465

Sigurður Guðmundsson. „Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2003. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3465>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?
Upphaflega spurningin var svona:

  • Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?
Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:
  • Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur.

Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88/1992 en 1. gr. þeirra laga hljóðar svo:
Innflutningur á vöru og þjónustu til landsins skal vera óheftur nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum eða milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.

Samkvæmt þessu ákvæði er meginregla laganna óheftur innflutningur. Ákvæðið sjálft gerir þó ráð fyrir undantekningum frá reglunni, enda er varla til sú meginregla sem ekki er án ótalmargra undantekninga.

Iguana-eðla af tegund sem kallast grænkemba (Iguana iguana). Iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur eru leyfilegar hér á landi ef landbúnaðarráðherra hefur gefið leyfi sitt fyrir innflutningum að fengnu áliti frá yfirdýralækni.

Mikilvæg undantekning frá meginreglunni kemur fram í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra en í 1. gr. þeirra laga eru dýr skilgreind svo: “öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar, að undanskildum manninum, og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.” Í 2. gr. laganna, eins og henni var breytt með lögum nr. 164/2002, kemur þetta fram:
Óheimilt er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra. [...]

Landbúnaðarráðherra getur, að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, vikið frá banni því sem um getur í 1. mgr. og leyft innflutning dýra og erfðaefnis, enda sé stranglega fylgt þeim fyrirmælum, sem felast í lögum þessum, og reglugerðum er settar verða samkvæmt þeim.

Dýrum, sem flutt eru inn án heimildar, skal tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af. Eggjum, sæði eða fósturvísum skal á sama hátt eytt, svo og dýrum, sem sædd kunna að hafa verið eða notuð sem fósturmæður, og afkvæmum sem kunna að hafa fæðst eftir slíkan ólöglegan innflutning.”
Samkvæmt 1. mgr. er meginregla laganna sú að innflutningur dýra sé bannaður. Landbúnaðarráðherra getur þó heimilað frávik frá reglunni en þá aðeins ef yfirdýralæknir gefur meðmæli sín með innflutningnum, sbr. 2. mgr. Af innflutningi lifandi dýra til landsins verður því ekki nema yfirdýralæknir mæli með honum og landbúnaðarráðherra gefi leyfi sitt fyrir innflutningnum. Í lögunum er auk þess að finna frekari reglur um leyfisveitingu ráðherra og álitsgjöf yfirdýralæknis, svo og sérstakar reglur um innflutning nýrra dýrategunda og geymslu innfluttra dýra í sóttvarnarstöð.

Lög nr. 54/1990 um innflutning dýra leystu eldri lög um sama efni af hólmi, meðal annars lög nr. 74/1962 um innflutning búfjár. Í þeim kemur sama meginregla fram, það er að innflutningur dýra sé bannaður og aðeins heimill samkvæmt sérstöku leyfi.

Svarið við spurningunni hér að ofan er þess vegna að iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur eru leyfilegar hér á landi ef landbúnaðarráðherra hefur gefið leyfi sitt fyrir innflutningum að fengnu áliti frá yfirdýralækni. Það sama gildir um afkvæmi iguana-eðlunnar sem kom hingað til lands 1975. Ef hún og maki hennar fengu sérstakt leyfi eru afkvæmi þeirra lögleg í landinu, en ef svo var ekki gildir hið gagnstæða.

Mynd:...