Hér er einnig svarað spurningu Ragnhildar Jakobsdóttur:
Hver væri þyngd manns á sólinni?Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi aðeins við reikistjörnur í okkar sólkerfi, því enn sem komið er þekkjum við fáar reikistjörnur utan sólkerfisins og því ekki hægt að segja til um á hvaða reikistjörnu í öllum alheimi þyngdarkrafturinn er mestur. Þyngdartog við yfirborð reikistjarna er í beinu hlutfalli við massa þeirra en í öfugu hlutfalli við geislann (radíus) í öðru veldi. Það þýðir að eftir því sem massinn er meiri verður þyngdartogið meira en eftir því sem geislinn stækkar minnkar þyngdartogið hratt. Ef eðlismassi (massi á rúmmálseiningu) er hinn sami í tveimur misstórum reikistjörnum er massi þeirra í hlutfalli við geislann í þriðja veldi en til að finna þyngdarkraftinn við yfirborð þarf auk þess að deila með geislanum í öðru veldi. Útkoman er sú að þyngdarkrafturinn er í hlutfalli við geislann sjálfan (í fyrsta veldi). Við eigum því von á að þyngdarkraftur við yfirborð sé yfirleitt meiri eftir því sem reikistjarnan er stærri. Hér á eftir er listi um þyngdartog reikistjarnanna, sólarinnar og tunglsins miðað við jörðina:
Sólin | 27,07 |
Merkúr | 0,39 |
Venus | 0,91 |
Jörðin | 1 |
Tunglið | 0,17 |
Mars | 0,38 |
Júpíter | 2,5 |
Satúrnus | 1,1 |
Úranus | 0,90 |
Neptúnus | 1,1 |
Plútó | 0,07 |
Dæmi: Hvað myndi 100 kg geimfari vega á Mars eða sólinni? Á Mars: 100 kg * 0,38 = 38 kg Á sólinni: 100 kg * 27,07 = 2707 kgEn í sólkerfinu eru önnur smærri fyrirbæri en reikistjörnurnar. Sjö af níu reikistjörnunum hafa fylgihnetti sem eru massaminni en reikistjarnan og á víð og dreif í sólkerfinu eru smástirni og halastjörnur. Þessi fyrirbæri eru afar smá og hafa því lítinn massa og þar af leiðandi er þyngdartogið lítið. Skemmtilegt dæmi um þetta eru tunglin Fóbos og Deimos sem ganga umhverfis Mars. Þau eru svo massalítil að ef geimfari á yfirborðinu tæki sig til og hoppaði beint upp, myndi hann svífa rólega burt frá tunglinu og komast á braut um það.
F = G Mm/r2þar sem F er þyngdarkrafturinn milli tveggja hluta með massa M og m. G er þyngdarfastinn og r er fjarlægðin milli hlutanna. Ef settar eru inn tölur fyrir 100 kg mann á jörðinni fáum við:
F = 6,67 * 10-11 Nm2/kg2 5,98 * 1024 kg * 100 kg / (6350 * 103 m)2Sams konar innsetning fyrir 100 kg mann á Júpíter gefur okkur 2500 N kraft. Þetta kemur heim við töfluna að ofan þar sem þyngdartog á Júpíter er sagt 2,5 sinnum meira en á jörðinni.
F = 1000 N
Mynd: HubbleSite