Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er kalda vatnið alltaf kaldara inni á baði en í eldhúsinu?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta stafar sennilega af því að kalda vatnið á baðinu er meira notað en í eldhúsinu, bæði oftar og meira í einu. Kannski hagar auk þess svo til hjá spyrjanda að vatnið í eldhúsið fer langa leið eftir að það greinist frá vatninu sem fer í baðherbergið.

Vatn sem stendur kyrrt í leiðslum lagar sig að hitastiginu sem er í kringum það. Hér á Íslandi er kalda vatnið vel kalt þegar það kemur inn í húsin. Ef hlýtt er í húsinu byrjar vatnið að hlýna og ef það stendur lengi kyrrt í leiðslunum eða þær eru langar getur það nálgast herbergishitann. Þetta á enn frekar við ef það fer langa leið í húsinu.



Allt þetta á enn frekar við um heita vatnið, að vísu með öfugu formerki, en munurinn á hita vatnsins og hita umhverfisins er miklu meiri í heita vatninu. Þess vegna geta aðstæður haft miklu meiri áhrif á heita vatnið. Þannig könnumst við öll við það, þegar við komum að heitavatnskrana sem hefur ekki verið notaður nýlega, að vatnið í honum getur verið alllengi að hitna eftir að við skrúfum frá. Þetta stafar af því að heita vatnið er yfirleitt ekki í einangruðum leiðslum inni í húsum og kólnar því í rörunum, einkum ef það fær að standa þar. En þegar vatnið hefur runnið úr krananum dágóða stund erum við búin að taka vatnið sem hafði kólnað og farin að fá heitt vatn til okkar viðstöðulaust frá meginlögn hitaveitunnar. Við getum meira að segja tekið eftir því að tíminn sem þetta tekur er mislangur eftir stöðum; ef pípurnar sem vatnið stendur í eru langar verður tíminn til muna lengri en ella.

Margir hafa sjálfsagt orðið fyrir því að svokallað sírennsli kemur upp í kaldavatnslögn, til dæmis vegna þess að krani í vaski eða ventill í klósettkassa er óþéttur. Þegar slíkt gerist þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vatnið volgni. Og það sem meira er: Leiðslurnar kunna að kólna alla leið frá inntaki í húsið og að þeim stað þar sem lekinn er. Rakinn í loftinu þéttist síðan á þessar köldu leiðslur og getur valdið skemmdum, bæði á þeim sjálfum og umhverfi þeirra. Sumir halda að þetta þéttivatn stafi af leka í leiðslunum en það er sem sagt ekki rétt. En engu að síður er hyggilegast að stöðva sírennsli af þessu tagi sem fyrst vegna skemmdanna sem það getur valdið.

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.4.2000

Spyrjandi

Smári Pálsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er kalda vatnið alltaf kaldara inni á baði en í eldhúsinu?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=328.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 10. apríl). Hvers vegna er kalda vatnið alltaf kaldara inni á baði en í eldhúsinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=328

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er kalda vatnið alltaf kaldara inni á baði en í eldhúsinu?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=328>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er kalda vatnið alltaf kaldara inni á baði en í eldhúsinu?
Þetta stafar sennilega af því að kalda vatnið á baðinu er meira notað en í eldhúsinu, bæði oftar og meira í einu. Kannski hagar auk þess svo til hjá spyrjanda að vatnið í eldhúsið fer langa leið eftir að það greinist frá vatninu sem fer í baðherbergið.

Vatn sem stendur kyrrt í leiðslum lagar sig að hitastiginu sem er í kringum það. Hér á Íslandi er kalda vatnið vel kalt þegar það kemur inn í húsin. Ef hlýtt er í húsinu byrjar vatnið að hlýna og ef það stendur lengi kyrrt í leiðslunum eða þær eru langar getur það nálgast herbergishitann. Þetta á enn frekar við ef það fer langa leið í húsinu.



Allt þetta á enn frekar við um heita vatnið, að vísu með öfugu formerki, en munurinn á hita vatnsins og hita umhverfisins er miklu meiri í heita vatninu. Þess vegna geta aðstæður haft miklu meiri áhrif á heita vatnið. Þannig könnumst við öll við það, þegar við komum að heitavatnskrana sem hefur ekki verið notaður nýlega, að vatnið í honum getur verið alllengi að hitna eftir að við skrúfum frá. Þetta stafar af því að heita vatnið er yfirleitt ekki í einangruðum leiðslum inni í húsum og kólnar því í rörunum, einkum ef það fær að standa þar. En þegar vatnið hefur runnið úr krananum dágóða stund erum við búin að taka vatnið sem hafði kólnað og farin að fá heitt vatn til okkar viðstöðulaust frá meginlögn hitaveitunnar. Við getum meira að segja tekið eftir því að tíminn sem þetta tekur er mislangur eftir stöðum; ef pípurnar sem vatnið stendur í eru langar verður tíminn til muna lengri en ella.

Margir hafa sjálfsagt orðið fyrir því að svokallað sírennsli kemur upp í kaldavatnslögn, til dæmis vegna þess að krani í vaski eða ventill í klósettkassa er óþéttur. Þegar slíkt gerist þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vatnið volgni. Og það sem meira er: Leiðslurnar kunna að kólna alla leið frá inntaki í húsið og að þeim stað þar sem lekinn er. Rakinn í loftinu þéttist síðan á þessar köldu leiðslur og getur valdið skemmdum, bæði á þeim sjálfum og umhverfi þeirra. Sumir halda að þetta þéttivatn stafi af leka í leiðslunum en það er sem sagt ekki rétt. En engu að síður er hyggilegast að stöðva sírennsli af þessu tagi sem fyrst vegna skemmdanna sem það getur valdið.

Mynd:...