Við klónun er kjarni fjarlægður úr eggfrumu og í staðinn látinn kjarni úr annarri frumu, ef til vill úr öðrum einstaklingi. Ein helsta forsenda þess að klónun takist er að frumuskiptingar séu eðlilegar allt frá upphafi fósturþroskunar. Í tilraunum með klónun dýra virðist hins vegar oft verða misbrestur á þessu með þeim afleiðingum að fósturþroskun stöðvast eða brenglast. Það eru reyndar ekki einungis frumuskiptingarnar sjálfar sem þurfa að vera eðlilegar heldur líka sú sérhæfing frumna sem á sér stað eftir því sem fóstrið vex og þroskast. Komið hefur í ljós að meðal klónaðra dýrafóstra sem ná fæðingaraldri er allmikið um þroskunargalla af ýmsu tagi. En það eru líka dæmi um klónuð dýr sem virðast alheilbrigð. Menn hafa ekki enn verið klónaðir, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Klónun manna er að flestra dómi allt of áhættusöm auk þess sem ýmis siðfræðileg rök mæla gegn henni. En fæðist einhvern tíma og vaxi upp alheilbrigður klónaður maður yrði hann ekkert frábrugðinn öðrum mönnum hvað frumuskiptingar, frumusérhæfingu og frumufjölda snertir. Frá líffræðilegu sjónarhorni yrði hann eins og aðrir menn. Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað er einræktun? og svar Bryndísar Valsdóttur við spurningunni Hverjir eru kostir og gallar klónunar?
Við klónun er kjarni fjarlægður úr eggfrumu og í staðinn látinn kjarni úr annarri frumu, ef til vill úr öðrum einstaklingi. Ein helsta forsenda þess að klónun takist er að frumuskiptingar séu eðlilegar allt frá upphafi fósturþroskunar. Í tilraunum með klónun dýra virðist hins vegar oft verða misbrestur á þessu með þeim afleiðingum að fósturþroskun stöðvast eða brenglast. Það eru reyndar ekki einungis frumuskiptingarnar sjálfar sem þurfa að vera eðlilegar heldur líka sú sérhæfing frumna sem á sér stað eftir því sem fóstrið vex og þroskast. Komið hefur í ljós að meðal klónaðra dýrafóstra sem ná fæðingaraldri er allmikið um þroskunargalla af ýmsu tagi. En það eru líka dæmi um klónuð dýr sem virðast alheilbrigð. Menn hafa ekki enn verið klónaðir, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Klónun manna er að flestra dómi allt of áhættusöm auk þess sem ýmis siðfræðileg rök mæla gegn henni. En fæðist einhvern tíma og vaxi upp alheilbrigður klónaður maður yrði hann ekkert frábrugðinn öðrum mönnum hvað frumuskiptingar, frumusérhæfingu og frumufjölda snertir. Frá líffræðilegu sjónarhorni yrði hann eins og aðrir menn. Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað er einræktun? og svar Bryndísar Valsdóttur við spurningunni Hverjir eru kostir og gallar klónunar?