Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Sykursýki (Diabetes Mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Sjúkdómurinn kemur fram þegar briskirtillinn framleiðir of lítið insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér það insúlín sem brisið framleiðir.

Til eru tvær tegundir sykursýki: tegund 1 er insúlínháð sykursýki sem aðallega greinist hjá börnum og unglingum og tegund 2 er insúlínóháð sykursýki sem leggst aðallega á fullorðna. Fjallað er um sykursýki á Vísindavefnum í svari Davíðs Þórissonar við spurningunni 'Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki?' Á doktor.is eru margar greinar um sykursýki og einnig er umfjöllun um sjúkdóminn á heimsíðu Rafns Benediktssonar læknis www.efnaskipti.com.

Talið er að um 10-15% sykursjúkra hafi tegund 1 og um 85-90% séu með tegund 2. Um 5.000 einstaklingar hafa verið greindir með sykursýki 2 hér á landi og um 500 með tegund 1.

Í pistli Sigríðar Jóhannsdóttur og Fríðu Bragadóttur á doktor.is kemur fram að nýleg dönsk rannsókn sýni að fyrir hvern þann sem greindur er með sykursýki af tegund 2 gangi 2-3 einstaklingar með sjúkdóminn ógreindan. Sykursýki er því mun algengari en tölur frá heilbrigðisyfirvöldum gefa til kynna. Í pistlinum kemur einnig fram að sykursýki af tegund 1 er algengasti langvinni sjúkómurinn hjá börnum á Vesturlöndum. Tíðni sykursýki af tegund 2 vex sífellt með hækkandi lífaldri og á það hefur verið bent að innan fárra ára verði sá sjúkdómur eitt helsta heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi.

Heimildir:
  • Doktor.isSamtök sykursjúkra grein eftir Sigríði Jóhannsdóttur og Fríðu Bragadóttur
  • Efnaskipti.com – heimasíða Rafns Benediktssonar læknis
Önnur svör um sykursýki á Vísindavefnum:Á internetinu er að finna margskonar fróðleik og upplýsingar um sykursýki. Hér eru dæmi um nokkrar heimasíður þar sem fjallað er um sjúkdóminn:



Mynd: DPC - Diagnostic Products Corporation

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.8.2002

Spyrjandi

Helga Erlingsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2626.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 2. ágúst). Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2626

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2626>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?
Sykursýki (Diabetes Mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Sjúkdómurinn kemur fram þegar briskirtillinn framleiðir of lítið insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér það insúlín sem brisið framleiðir.

Til eru tvær tegundir sykursýki: tegund 1 er insúlínháð sykursýki sem aðallega greinist hjá börnum og unglingum og tegund 2 er insúlínóháð sykursýki sem leggst aðallega á fullorðna. Fjallað er um sykursýki á Vísindavefnum í svari Davíðs Þórissonar við spurningunni 'Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki?' Á doktor.is eru margar greinar um sykursýki og einnig er umfjöllun um sjúkdóminn á heimsíðu Rafns Benediktssonar læknis www.efnaskipti.com.

Talið er að um 10-15% sykursjúkra hafi tegund 1 og um 85-90% séu með tegund 2. Um 5.000 einstaklingar hafa verið greindir með sykursýki 2 hér á landi og um 500 með tegund 1.

Í pistli Sigríðar Jóhannsdóttur og Fríðu Bragadóttur á doktor.is kemur fram að nýleg dönsk rannsókn sýni að fyrir hvern þann sem greindur er með sykursýki af tegund 2 gangi 2-3 einstaklingar með sjúkdóminn ógreindan. Sykursýki er því mun algengari en tölur frá heilbrigðisyfirvöldum gefa til kynna. Í pistlinum kemur einnig fram að sykursýki af tegund 1 er algengasti langvinni sjúkómurinn hjá börnum á Vesturlöndum. Tíðni sykursýki af tegund 2 vex sífellt með hækkandi lífaldri og á það hefur verið bent að innan fárra ára verði sá sjúkdómur eitt helsta heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi.

Heimildir:
  • Doktor.isSamtök sykursjúkra grein eftir Sigríði Jóhannsdóttur og Fríðu Bragadóttur
  • Efnaskipti.com – heimasíða Rafns Benediktssonar læknis
Önnur svör um sykursýki á Vísindavefnum:Á internetinu er að finna margskonar fróðleik og upplýsingar um sykursýki. Hér eru dæmi um nokkrar heimasíður þar sem fjallað er um sjúkdóminn:



Mynd: DPC - Diagnostic Products Corporation...