Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur einræktaður (klónaður) einstaklingur eins fingraför og fyrirmyndin?

Einar Örn Þorvaldsson

Í stuttu máli, nei. Eineggja tvíburar hafa ekki eins fingraför og því myndu einræktaðir einstaklingar ekki heldur hafa eins fingraför. Fingraför eineggja tvíbura eru reyndar mjög lík, en alls ekki eins.

Ástæðan fyrir þessu er að mynstur fingrafara ræðst ekki eingöngu af erfðafræðilegum þáttum heldur líka því hvernig taugar í fingrum tengjast húðinni. Mismunandi þrýstingur á fingur tvíbura á meðgöngu getur til dæmis haft áhrif á myndun fingrafara. Því má fullyrða með nokkurri vissu að nema einræktaðir einstaklingar þroskist við nákvæmlega sömu aðstæður, hafi þeir mismunandi fingraför.

Heimildir:

Skoðið einnig skyld svör:

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.7.2002

Spyrjandi

Heiða Ingvadóttir

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hefur einræktaður (klónaður) einstaklingur eins fingraför og fyrirmyndin?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2555.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 2. júlí). Hefur einræktaður (klónaður) einstaklingur eins fingraför og fyrirmyndin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2555

Einar Örn Þorvaldsson. „Hefur einræktaður (klónaður) einstaklingur eins fingraför og fyrirmyndin?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2555>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur einræktaður (klónaður) einstaklingur eins fingraför og fyrirmyndin?
Í stuttu máli, nei. Eineggja tvíburar hafa ekki eins fingraför og því myndu einræktaðir einstaklingar ekki heldur hafa eins fingraför. Fingraför eineggja tvíbura eru reyndar mjög lík, en alls ekki eins.

Ástæðan fyrir þessu er að mynstur fingrafara ræðst ekki eingöngu af erfðafræðilegum þáttum heldur líka því hvernig taugar í fingrum tengjast húðinni. Mismunandi þrýstingur á fingur tvíbura á meðgöngu getur til dæmis haft áhrif á myndun fingrafara. Því má fullyrða með nokkurri vissu að nema einræktaðir einstaklingar þroskist við nákvæmlega sömu aðstæður, hafi þeir mismunandi fingraför.

Heimildir:

Skoðið einnig skyld svör:...