Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er eitthvað sérstakt við Pólstjörnuna?

Sævar Helgi Bragason

Pólstjarnan er venjuleg stjarna af 2. birtustigi og er hún því ekki bjartasta stjarna himinsins. Hún er engu að síður bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Litla-Birni og er fræðiheitið því Alfa Ursae Minoris. Eldra erlent heiti Pólstjörnunnar er Cynosaura og hún er oft kölluuð leiðarstjarna í gömlum íslenskum ritum. Stjarnan er í um 820 ljósára fjarlægð. Hún er af F-gerð reginrisa og er breytistjarna af ætt Sefíta. Áður fyrr tóku birtubreytingar hennar 4 daga og námu þær þá um 0,1 birtustigi. Á síðustu öld dvínuðu breytingarnar verulega og til dæmis mældust hámörk birtubreytinga hennar aðeins nokkrir hundraðshlutar úr birtustigi árið 1990.

Það athyglisverðasta við pólstjörnuna er hins vegar að hún liggur um 1° frá norðurpóli himins. Það gerir að verkum að stjörnurnar á norðurhveli jarðar virðast snúast um Pólstjörnuna, sem sjálf er alltaf á sama stað á næturhimninum. Af þessum sökum skipti Pólstjarnan sjófarendur og aðra miklu máli hér áður fyrr. Sjófarendur gátu fundið auðveldlega fundið norður ef stjörnubjart var og þurftu aðeins að mæla hæð pólstjörnunnar frá sjóndeildarhring til að ákvarða á hvaða breiddarbaug þeir væru. Þetta er skýringin á nafninu leiðarstjarna sem áður var nefnt. Nánar er fjallað um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar sem vísað er í hér á eftir.

Ákvörðun lengdarbauga er öllu erfiðari og krefst klukkna sem ganga ekki aðeins með mikilli nákvæmni við venjulegar aðstæður heldur þola líka ölduhreyfingar og annað volk á hafi úti. Það er þó allt önnur saga sem vonandi verður sögð hér á vefnum áður en langt um líður.

Fjarlægð Pólstjörnunnar frá norðurpól himins er sífellt að minnka um þessar mundir vegna pólveltunnar. Þetta gerir það að verkum að Pólstjarnan verður innan við hálfa gráðu frá norðurpól himins um árið 2100. Pólvelta jarðarinnar er ennfremur skýring á því að fyrir 5000 árum var pólstjarnan Thuban í Draco og eftir 12.000 ár verður Vega orðin pólstjarna.

Í sjónauka sem hefur að minnsta kosti 6 cm ljósop má greina að pólstjarnan sé tvístirni. Birtustig fylgistjörnunnar er 8,2 og fjarlægðin milli þeirra í sjónauka er 18,4 bogasekúndur. Fylgistjörnuna uppgötvaði breski stjörnufræðingurinn Sir William Herschel árið 1780, ári áður en hann uppgötvaði Úranus. Stjörnurnar ferðast vissulega saman um geiminn en þær eru langt frá hvor annarri og er snúningstíminn ef til vill nokkur þúsund ár.

Heimildir:

Skoðið einnig skyld svör:



Mynd af William Herschel: High Altitude Observatory

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

23.5.2002

Spyrjandi

Ingvar Freyr

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Er eitthvað sérstakt við Pólstjörnuna?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2410.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 23. maí). Er eitthvað sérstakt við Pólstjörnuna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2410

Sævar Helgi Bragason. „Er eitthvað sérstakt við Pólstjörnuna?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2410>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað sérstakt við Pólstjörnuna?
Pólstjarnan er venjuleg stjarna af 2. birtustigi og er hún því ekki bjartasta stjarna himinsins. Hún er engu að síður bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Litla-Birni og er fræðiheitið því Alfa Ursae Minoris. Eldra erlent heiti Pólstjörnunnar er Cynosaura og hún er oft kölluuð leiðarstjarna í gömlum íslenskum ritum. Stjarnan er í um 820 ljósára fjarlægð. Hún er af F-gerð reginrisa og er breytistjarna af ætt Sefíta. Áður fyrr tóku birtubreytingar hennar 4 daga og námu þær þá um 0,1 birtustigi. Á síðustu öld dvínuðu breytingarnar verulega og til dæmis mældust hámörk birtubreytinga hennar aðeins nokkrir hundraðshlutar úr birtustigi árið 1990.

Það athyglisverðasta við pólstjörnuna er hins vegar að hún liggur um 1° frá norðurpóli himins. Það gerir að verkum að stjörnurnar á norðurhveli jarðar virðast snúast um Pólstjörnuna, sem sjálf er alltaf á sama stað á næturhimninum. Af þessum sökum skipti Pólstjarnan sjófarendur og aðra miklu máli hér áður fyrr. Sjófarendur gátu fundið auðveldlega fundið norður ef stjörnubjart var og þurftu aðeins að mæla hæð pólstjörnunnar frá sjóndeildarhring til að ákvarða á hvaða breiddarbaug þeir væru. Þetta er skýringin á nafninu leiðarstjarna sem áður var nefnt. Nánar er fjallað um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar sem vísað er í hér á eftir.

Ákvörðun lengdarbauga er öllu erfiðari og krefst klukkna sem ganga ekki aðeins með mikilli nákvæmni við venjulegar aðstæður heldur þola líka ölduhreyfingar og annað volk á hafi úti. Það er þó allt önnur saga sem vonandi verður sögð hér á vefnum áður en langt um líður.

Fjarlægð Pólstjörnunnar frá norðurpól himins er sífellt að minnka um þessar mundir vegna pólveltunnar. Þetta gerir það að verkum að Pólstjarnan verður innan við hálfa gráðu frá norðurpól himins um árið 2100. Pólvelta jarðarinnar er ennfremur skýring á því að fyrir 5000 árum var pólstjarnan Thuban í Draco og eftir 12.000 ár verður Vega orðin pólstjarna.

Í sjónauka sem hefur að minnsta kosti 6 cm ljósop má greina að pólstjarnan sé tvístirni. Birtustig fylgistjörnunnar er 8,2 og fjarlægðin milli þeirra í sjónauka er 18,4 bogasekúndur. Fylgistjörnuna uppgötvaði breski stjörnufræðingurinn Sir William Herschel árið 1780, ári áður en hann uppgötvaði Úranus. Stjörnurnar ferðast vissulega saman um geiminn en þær eru langt frá hvor annarri og er snúningstíminn ef til vill nokkur þúsund ár.

Heimildir:

Skoðið einnig skyld svör:



Mynd af William Herschel: High Altitude Observatory...