Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s).

Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og Rangárvallasýslna og er hún blanda af dragá, lindá og jökulá. Hún á upptök sín við norðanverðan Sprengisand og kallast þar Bergvatnskvísl. Margar þverár falla í Þjórsá enda er leiðin til sjávar löng. Stærsta þveráin er Tungnaá að austan en árnar tvær koma saman í Sultartangalóni. Af öðrum þverám má nefna Þjórsárkvíslar, Hnífá, Kisu, Dalsá, Fossá, Sandá, Þverá og Kálfá en þær falla allar í Þjórsá að vestan. Helstu fossar í Þjórsá eru Kjálkaversfoss (Hvanngiljafoss), Dynkur (Búðarhálsfoss), Gljúfurleitarfoss, Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, Búði og Urriðafoss.

Þjórsá séð til norðurs.

Þjórsá og þverár hennar eru orkumesta fallvatn á Íslandi en þar eru um 27% af virkjanlegri vatnsorku landsins. Hugmyndir um virkjun Þjórsár og þveráa hennar komu snemma fram og á árunum 1915-1917 stundaði norski vélfræðingurinn Gotfred Sætersmoen rannsóknir á Þjórsársvæðinu í því skyni. Hann sá fyrir sér fimm virkjanir í Þjórsá og eina í Tungnaá en ekkert varð úr framkvæmdum fyrr en rúmum 40 árum seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð. Síðan þá hafa Sigöldu-, Hrauneyjafoss- og Sultartangastöð bæst við auk Vatnsfellsvirkjunar og Búðarhálsstöðvar.

Margar náttúruperlur og sögustaðir eru í næsta nágrenni Þjórsár. Þar ber helst að nefna Þjórsárdal sem er fjölsóttur ferðamannastaður, en áin rennur ekki eftir honum heldur fyrir mynni hans. Árið 1939 grófu norrænir fornleifafræðingar upp bæjarrústir að Stöng í Þjórsárdal en byggð eyddist þar í Heklugosi 1104. Byggt hefur verið yfir rústirnar, en þær voru einnig fyrirmynd Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal sem reistur var í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar.

Þjórsá var mikill farartálmi fyrr á tímum. Hún var fyrst brúuð árið 1895 og var það önnur stórbrúin í landinu á eftir brúnni yfir Ölfusá. Brúin yfir Þjórsá var síðan endurgerð 1949.

Heimildir og mynd:
  • Heimasíða Landsvirkjunar.
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, 1984. Landið þitt Ísland. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Sætersmoen, Gotfred, 1993. Vandkraften i Thjorsá elv, Island : planer for utbygning av 6 kraftanlæg / ved G. Sætersmoen. 2. útg., Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag.
  • Mats Icelandic Image Library © Mats Wibe Lund. (Sótt 11. 4. 2014).

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.3.2002

Síðast uppfært

7.9.2023

Spyrjandi

Sigrún Ella Helgadóttir
Ásta Kristín Gunnarsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2212.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 19. mars). Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2212

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2212>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?
Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s).

Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og Rangárvallasýslna og er hún blanda af dragá, lindá og jökulá. Hún á upptök sín við norðanverðan Sprengisand og kallast þar Bergvatnskvísl. Margar þverár falla í Þjórsá enda er leiðin til sjávar löng. Stærsta þveráin er Tungnaá að austan en árnar tvær koma saman í Sultartangalóni. Af öðrum þverám má nefna Þjórsárkvíslar, Hnífá, Kisu, Dalsá, Fossá, Sandá, Þverá og Kálfá en þær falla allar í Þjórsá að vestan. Helstu fossar í Þjórsá eru Kjálkaversfoss (Hvanngiljafoss), Dynkur (Búðarhálsfoss), Gljúfurleitarfoss, Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, Búði og Urriðafoss.

Þjórsá séð til norðurs.

Þjórsá og þverár hennar eru orkumesta fallvatn á Íslandi en þar eru um 27% af virkjanlegri vatnsorku landsins. Hugmyndir um virkjun Þjórsár og þveráa hennar komu snemma fram og á árunum 1915-1917 stundaði norski vélfræðingurinn Gotfred Sætersmoen rannsóknir á Þjórsársvæðinu í því skyni. Hann sá fyrir sér fimm virkjanir í Þjórsá og eina í Tungnaá en ekkert varð úr framkvæmdum fyrr en rúmum 40 árum seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð. Síðan þá hafa Sigöldu-, Hrauneyjafoss- og Sultartangastöð bæst við auk Vatnsfellsvirkjunar og Búðarhálsstöðvar.

Margar náttúruperlur og sögustaðir eru í næsta nágrenni Þjórsár. Þar ber helst að nefna Þjórsárdal sem er fjölsóttur ferðamannastaður, en áin rennur ekki eftir honum heldur fyrir mynni hans. Árið 1939 grófu norrænir fornleifafræðingar upp bæjarrústir að Stöng í Þjórsárdal en byggð eyddist þar í Heklugosi 1104. Byggt hefur verið yfir rústirnar, en þær voru einnig fyrirmynd Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal sem reistur var í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar.

Þjórsá var mikill farartálmi fyrr á tímum. Hún var fyrst brúuð árið 1895 og var það önnur stórbrúin í landinu á eftir brúnni yfir Ölfusá. Brúin yfir Þjórsá var síðan endurgerð 1949.

Heimildir og mynd:
  • Heimasíða Landsvirkjunar.
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, 1984. Landið þitt Ísland. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Sætersmoen, Gotfred, 1993. Vandkraften i Thjorsá elv, Island : planer for utbygning av 6 kraftanlæg / ved G. Sætersmoen. 2. útg., Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag.
  • Mats Icelandic Image Library © Mats Wibe Lund. (Sótt 11. 4. 2014).
...