Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.
Hér fer á eftir tafla um nöfn vikudaganna í nokkrum tungumálum, ásamt athugasemdum og skýringum.
LATÍNA
ÍTALSKA
FRANSKA
ENSKA
DANSKA
dies solis1/ d. domenica2
domenica
dimanche
Sunday
söndag
d. lunae3
lunedi
lundi
Monday
mandag
d. Martis4
martedi
mardi
Tuesday
tirsdag
d. Mercurii5
mercoledi
mercredi
Wednesday
onsdag
d. Iovis6
giovedi
jeudi
Thursday
torsdag
d. Veneris7
venerdi
vendredi
Friday
fredag
d. Saturni8
sabato
samedi
Saturday
lördag
1Dies solis merkir "dagur sólarinnar", eins og "sunnudagur".
2Dies dominica merkir hins vegar "dagur herrans", sbr. "drottins dagur" í fornu íslensku máli.
3Dies lunae merkir "dagur tunglsins", sbr. "mánudagur".
4Dies Martis merkir "dagur Mars" en Mars var hernaðarguð Rómverja eins og Týr í Ásatrú, sbr. enska og danska nafnið.
5Dies Mercurii er "dagur Merkúríusar". "Wednesday" merkir "dagur Óðins". Óðinn hefur verið hliðstæður Merkúríusi.
6Dies Iovis þýðir "dagur Júpíters" sem svarar þá til Þórs.
7Dies Veneris er "dagur Venusar" enda merkir "fredag" í raun og veru "dagur Freyju".
8Dies Saturni er "dagur Satúrnusar". Ítalir hafa hlaupið frá latínunni á laugardögum og tekið saman við Gyðinga. Enskan er hér óvenjutrú latneska þættinum í uppruna sínum.
Vikudagar munu lítið sem ekkert hafa verið notaðir í forngrísku.
Latnesku heitin vísa kerfisbundið til föruhnattanna sjö sem svo hafa verið kallaðir, það er að segja til þeirra himinhnatta sem hreyfast á himninum miðað við fastastjörnurnar og eru sýnilegir berum augum. Þessir föruhnettir voru áður fyrr kallaðir plánetur á erlendum málum en það orð fékk aðra merkingu með sólmiðjukenningunni og er nú einkum haft um reikistjörnurnar níu sem eru á braut um sól.
Föruhnettirnir eru venjulega taldir í þessari röð: Tunglið, Merkúríus, Venus, sólin, Mars, Júpíter og Satúrnus. Ef við byrjum á sólinni (sunnudagur) og förum þrjú skref aftur á bak í röðinni lendum við á tunglinu (mánudagur), þrjú skref þaðan vísa á Mars sem þriðjudagur er kenndur við, og þannig koll af kolli þar til við endum á Satúrnusi á laugardegi.
Frekara lesefni á Vísindavefnum: