Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar?

Sævar Helgi Bragason

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.




Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Allar reikistjörnurnar í sólkerfi okkar heita eftir rómverskum guðum, er það ekki? Hvað heita guðir hverrar reikistjörnu? (Agnes Rúnarsdóttir)
  • Hvaðan og frá hvaða tíma eru nöfn reikistjarnanna og fylgitungla þeirra? Því eru þau valin? (Hrönn G.)
  • Hver er uppruni nafnanna á reikistjörnunum í sólkerfinu okkar? (Atli Rúnar f. 1990)
  • Hverjir eru guðirnir sem reikistjörnurnar eru skírðar eftir? (Viktor Traustason)
Flestar reikistjörnur sólkerfisins heita rómverskum nöfnum, ef undan eru skildar jörðin og nafn Úranusar sem er grískt. Vitað er að Rómverjar voru mjög hrifnir af goðafræði Grikkja og tóku þeir hana nánast alfarið upp og löguðu sína eigin guði að grísku guðunum. Rómverjar héldu engu að síður tryggð við heiti flestra sinna guða og þaðan eru nöfn reikistjarnanna komin en sögurnar á bak við guðina eru þó flestar grískar að uppruna. Heiti reikistjarnanna sem voru þekktar í fornöld, eru frá þeim tíma en þegar Úranus, Neptúnus og Plútó fundust, fengu þær heiti í samræmi við nöfn hinna reikistjarnanna. Sama á oft við um ný tungl sem uppgötvast.



Merkúríus er nefnd eftir hinum rómverska guði verslunar, ferðalaga og þjófnaðar. Hermes er grísk hliðstæða Merkúrs en hann var sendiboði Seifs og hinna guðanna. Sem sendiboði fór Merkúr afar hratt yfir, hann var jafn fljótur og hugur manns að sögn skáldanna. Hraði Merkús var táknaður með með vængjum á fótum hans. Hermes var sonur Mæju, dóttur Atlasar, og Seifs. Samkvæmt grísku sögunum var Hermes líka meistaraþjófur. Sagt var að ekki hafi dagur liðið frá fæðingu hans þar til hann hafði stolið nautgripum frá Apollon.

Venus var ástar- og fegurðargyðjan. Afródíta er grísk hliðstæða hennar, en Babýlóníumenn nefndu hana Ishtar. Venus hefur líkast til hlotið heiti sitt frá því hve fögur hún er á himninum, enda stundum nefnd demantur himinsins. Grísku skáldin segja að hún hafi hvorki átt móður né föður en sé sköpuð úr löðri sjávarins. Langafi hennar var Ókeanos eða hafið. Fæst skáldanna bera virðingu fyrir þessari fallegu gyðju og láta hana meira að segja giftast ljótasta guðinum, Hefestosi eða Vúlkan.

Mars var stríðsguð Rómverja. Grísk hliðstæða hans nefnist Ares, sonur Seifs og Heru sem bæði töldu hann úrhrak og fyrirlitu hann svo að þau létu binda hrægamm við hann. Rómverjar litu þó á Mars sem mikla hetju en Grikkirnir töldu Ares vera heigul. Kona Aresar var Afródíta og áttu þau sama synina Fóbos og Deimos.

Júpíter var höfuðguð Rómverja og Grikkja og því er nafngift reikistjörnunnar vel við hæfi. Hjá Grikkjum nefndist Júpíter Seifur, konungur guðanna, hæstráðandi á Ólympstindi og þrumuguðinn sjálfur, sá er réð veðrum og vindum. Sökum mikilvægi síns, og hve hann var grimmur og ógnandi, tilbáðu menn hann mjög.

Seifur var yngsti sonur Krónosar og Reu, en kona hans hét Hera. Hera var ein af þremur systrum Seifs; önnur systirin hét Demetra en Seifur nauðgaði henni; þriðja systirin hét Hestía eða Vesta en hana snerti Seifur aldrei. Sagnir af kvennafari Seifs eru fjölmargar.

Satúrnus var landbúnaðarguðinn. Hliðstæða hans frá Grikklandi er Krónos, sonur Úranusar og Gæju. Krónos varð æðstur guða þegar hann velti föður sínum, Úranusi, af stalli. Spáð hafði verið að Krónos ætti eftir að eignast son ásamt konu sinni Reu, sem myndi rísa gegn honum og steypa af stóli. Til þess að koma í veg fyrir þetta ákvað hann að gleypa börnin sín. Þegar Rea og Krónus eignuðust sjötta barn sitt, Seif, var Reu nóg boðið og kom Seifi til Krítar. Rea vafði þá steini inn í reifi og lét bónda sinn gleypa það í stað Seifs. Seifur ólst upp á Krít og þegar hann varð stálpaður, gerði hann samning við ömmu sína, Gæju, um að steypa föður sínum af stóli. Metís, dóttir Ókeanosar, bruggaði þá drykk til að bera Krónosi sem varð til þess að hann kastaði öllum börnum sínum upp. Eftir þetta sigraði Seifur gömlu guðina og settist að á tindi Ólympsfjalls ásamt ellefu öðrum guðum.

Úranus var himnaguðinn forni og fyrsti æðstiguðinn. Hann hélt ætíð sínu gríska heiti og var maki Gæju, faðir Krónosar, Kýklópanna og Títananna sem voru fyrirrennarar Ólympsguðanna. Úranus var aldrei ánægður með börn sín en Gæja stóð ávallt með þeim. Þegar Úranus gekk loks of langt, ákvað Gæja að fá börn sín með sér til að ná fram hefndum. Það þorði enginn að gera að Krónosi undanskildum. Krónos réðst á föður sinn, skar kynfærin undan honum og kastaði í sjóinn þar sem þau urðu að hvítu sjávarlöðri. Úr löðrinu varð Afródíta til sem sagt er frá að ofan.

Neptúnus var sjávarguðinn og þar af leiðandi tilbeðinn af miklum siglingaþjóðum eins og Forn-Grikkjum. Grísk hliðstæða hans er Póseidon sem var bróðir Heru, Seifs og Hadesar. Eiginkona Póseidons hét Amfítríta en hún var barnabarn Ókeanusar, hafsins, en hann var einnig föðurbróðir Póseidons.

Plútó er svo hinn eini sanni undirheimaguð. Grísk hliðstæða hans er Hades sem einnig var undirheimaguð. Hades var bróðir Seifs og Póseidons. Seifur nauðgaði Demetru og eignaðist með henni gyðjuna Persefónu. Hades nauðgaði Persefónu bróðurdóttur sinni og hafði með sér til undirheimanna.

Sum tungla sólkerfisins heita einnig rómverskum og grískum nöfnum sem Alþjóðasamband Stjarnfræðinga hefur samþykkt. Lesa má nánar um þetta í svari við spurningunni: Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?

Heimildir og frekari lesefni:
  • Gunnar Dal. Grískar goðsögur. Nýja Bókafélagið ehf, Reykjavík, 2000.
  • Illugi Jökulsson. Saga stjörnumerkjanna. JPV-forlag, Reykjavík, 2000.
  • Vefsíðan Encyclopedia Mythica.



Teikning af reikistjörnum: Space-art

Málverkið Veisla guðanna: ARC - Art Renewal Center

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

12.7.2002

Spyrjandi

Friðjón Júlíusson, f. 1988;
Agnes Rúnarsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2588.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 12. júlí). Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2588

Sævar Helgi Bragason. „Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2588>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.




Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Allar reikistjörnurnar í sólkerfi okkar heita eftir rómverskum guðum, er það ekki? Hvað heita guðir hverrar reikistjörnu? (Agnes Rúnarsdóttir)
  • Hvaðan og frá hvaða tíma eru nöfn reikistjarnanna og fylgitungla þeirra? Því eru þau valin? (Hrönn G.)
  • Hver er uppruni nafnanna á reikistjörnunum í sólkerfinu okkar? (Atli Rúnar f. 1990)
  • Hverjir eru guðirnir sem reikistjörnurnar eru skírðar eftir? (Viktor Traustason)
Flestar reikistjörnur sólkerfisins heita rómverskum nöfnum, ef undan eru skildar jörðin og nafn Úranusar sem er grískt. Vitað er að Rómverjar voru mjög hrifnir af goðafræði Grikkja og tóku þeir hana nánast alfarið upp og löguðu sína eigin guði að grísku guðunum. Rómverjar héldu engu að síður tryggð við heiti flestra sinna guða og þaðan eru nöfn reikistjarnanna komin en sögurnar á bak við guðina eru þó flestar grískar að uppruna. Heiti reikistjarnanna sem voru þekktar í fornöld, eru frá þeim tíma en þegar Úranus, Neptúnus og Plútó fundust, fengu þær heiti í samræmi við nöfn hinna reikistjarnanna. Sama á oft við um ný tungl sem uppgötvast.



Merkúríus er nefnd eftir hinum rómverska guði verslunar, ferðalaga og þjófnaðar. Hermes er grísk hliðstæða Merkúrs en hann var sendiboði Seifs og hinna guðanna. Sem sendiboði fór Merkúr afar hratt yfir, hann var jafn fljótur og hugur manns að sögn skáldanna. Hraði Merkús var táknaður með með vængjum á fótum hans. Hermes var sonur Mæju, dóttur Atlasar, og Seifs. Samkvæmt grísku sögunum var Hermes líka meistaraþjófur. Sagt var að ekki hafi dagur liðið frá fæðingu hans þar til hann hafði stolið nautgripum frá Apollon.

Venus var ástar- og fegurðargyðjan. Afródíta er grísk hliðstæða hennar, en Babýlóníumenn nefndu hana Ishtar. Venus hefur líkast til hlotið heiti sitt frá því hve fögur hún er á himninum, enda stundum nefnd demantur himinsins. Grísku skáldin segja að hún hafi hvorki átt móður né föður en sé sköpuð úr löðri sjávarins. Langafi hennar var Ókeanos eða hafið. Fæst skáldanna bera virðingu fyrir þessari fallegu gyðju og láta hana meira að segja giftast ljótasta guðinum, Hefestosi eða Vúlkan.

Mars var stríðsguð Rómverja. Grísk hliðstæða hans nefnist Ares, sonur Seifs og Heru sem bæði töldu hann úrhrak og fyrirlitu hann svo að þau létu binda hrægamm við hann. Rómverjar litu þó á Mars sem mikla hetju en Grikkirnir töldu Ares vera heigul. Kona Aresar var Afródíta og áttu þau sama synina Fóbos og Deimos.

Júpíter var höfuðguð Rómverja og Grikkja og því er nafngift reikistjörnunnar vel við hæfi. Hjá Grikkjum nefndist Júpíter Seifur, konungur guðanna, hæstráðandi á Ólympstindi og þrumuguðinn sjálfur, sá er réð veðrum og vindum. Sökum mikilvægi síns, og hve hann var grimmur og ógnandi, tilbáðu menn hann mjög.

Seifur var yngsti sonur Krónosar og Reu, en kona hans hét Hera. Hera var ein af þremur systrum Seifs; önnur systirin hét Demetra en Seifur nauðgaði henni; þriðja systirin hét Hestía eða Vesta en hana snerti Seifur aldrei. Sagnir af kvennafari Seifs eru fjölmargar.

Satúrnus var landbúnaðarguðinn. Hliðstæða hans frá Grikklandi er Krónos, sonur Úranusar og Gæju. Krónos varð æðstur guða þegar hann velti föður sínum, Úranusi, af stalli. Spáð hafði verið að Krónos ætti eftir að eignast son ásamt konu sinni Reu, sem myndi rísa gegn honum og steypa af stóli. Til þess að koma í veg fyrir þetta ákvað hann að gleypa börnin sín. Þegar Rea og Krónus eignuðust sjötta barn sitt, Seif, var Reu nóg boðið og kom Seifi til Krítar. Rea vafði þá steini inn í reifi og lét bónda sinn gleypa það í stað Seifs. Seifur ólst upp á Krít og þegar hann varð stálpaður, gerði hann samning við ömmu sína, Gæju, um að steypa föður sínum af stóli. Metís, dóttir Ókeanosar, bruggaði þá drykk til að bera Krónosi sem varð til þess að hann kastaði öllum börnum sínum upp. Eftir þetta sigraði Seifur gömlu guðina og settist að á tindi Ólympsfjalls ásamt ellefu öðrum guðum.

Úranus var himnaguðinn forni og fyrsti æðstiguðinn. Hann hélt ætíð sínu gríska heiti og var maki Gæju, faðir Krónosar, Kýklópanna og Títananna sem voru fyrirrennarar Ólympsguðanna. Úranus var aldrei ánægður með börn sín en Gæja stóð ávallt með þeim. Þegar Úranus gekk loks of langt, ákvað Gæja að fá börn sín með sér til að ná fram hefndum. Það þorði enginn að gera að Krónosi undanskildum. Krónos réðst á föður sinn, skar kynfærin undan honum og kastaði í sjóinn þar sem þau urðu að hvítu sjávarlöðri. Úr löðrinu varð Afródíta til sem sagt er frá að ofan.

Neptúnus var sjávarguðinn og þar af leiðandi tilbeðinn af miklum siglingaþjóðum eins og Forn-Grikkjum. Grísk hliðstæða hans er Póseidon sem var bróðir Heru, Seifs og Hadesar. Eiginkona Póseidons hét Amfítríta en hún var barnabarn Ókeanusar, hafsins, en hann var einnig föðurbróðir Póseidons.

Plútó er svo hinn eini sanni undirheimaguð. Grísk hliðstæða hans er Hades sem einnig var undirheimaguð. Hades var bróðir Seifs og Póseidons. Seifur nauðgaði Demetru og eignaðist með henni gyðjuna Persefónu. Hades nauðgaði Persefónu bróðurdóttur sinni og hafði með sér til undirheimanna.

Sum tungla sólkerfisins heita einnig rómverskum og grískum nöfnum sem Alþjóðasamband Stjarnfræðinga hefur samþykkt. Lesa má nánar um þetta í svari við spurningunni: Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?

Heimildir og frekari lesefni:
  • Gunnar Dal. Grískar goðsögur. Nýja Bókafélagið ehf, Reykjavík, 2000.
  • Illugi Jökulsson. Saga stjörnumerkjanna. JPV-forlag, Reykjavík, 2000.
  • Vefsíðan Encyclopedia Mythica.



Teikning af reikistjörnum: Space-art

Málverkið Veisla guðanna: ARC - Art Renewal Center...