Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur íslenska sauðféð?

Jón Már Halldórsson



Upphafleg spurning var: „Hvaðan kemur íslenska sauðféð, er það frá Írum eða Norðmönnum o.s.frv. og hvernig er það blandað?"
Það voru landnámsmennirnir sem komu með fyrsta sauðféð til landsins frá Noregi fyrir meira en 1100 árum. Fræðimenn telja að það hafi ekki verið margt í upphafi en fjölgað sér mjög hratt fyrstu áratugi byggðar.

Íslenska sauðféð er grein af svokölluðu stuttrófufé, sem áður fyrr var mjög algengt um alla norðanverða Evrópu, en finnst í dag einungis í litlum mæli austur í Rússlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Orkneyjum, Hjaltlandi og Færeyjum.

Helstu eiginleikar ullarinnar af íslensku sauðkindinni eru svolítið sérstæðir miðað við það sem þekkist hjá sauðfé víðast annars staðar í heiminum. Hjá þeirri íslensku eru tvær tegundir hára mest áberandi í ullinni. Það eru annars vegar toghár sem eru löng með litlum bylgjum og fremur gróf. Hins vegar eru þelhár sem eru fremur stutt og mjög fín og létt. Hjá öðrum sauðfjárkynjum í heiminum er yfirleitt mjög lítill munur á lengd og grófleika á togi og þeli. Slík ull hentar oftast betur til spuna í band en ull íslensku kindarinnar.

Ef menn skoða ullina á skandinavísku sauðfé er ljóst að hún líkist mjög ullinni á sauðkindinni okkar, ólíkt því sem er ef við berum ullina við sauðfé frá Bretlandseyjum.

Á 19. öld vaknaði mikill áhugi á ræktun og kynbótum meðal búfjárbænda á meginlandi Evrópu og í Bretlandi. Þessi mikli áhugi náði ekki til Íslands og því telja menn að íslenska sauðkindin hafi haldið sérkennum sínum í aldanna rás. Það leikur því lítill vafi á því að íslenska sauðkindin sé ættuð frá Skandinavíu, og okkur er ekki kunnugt um að íslenskir búfjárbændur hafi sótt sauðfé frá Írlandi til að kynbæta íslenska stofninn.

Mynd:

Ísland: ljósmyndir af landi og þjóð. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík, 1939. [Ljósmyndabók gefin út í tilefni heimssýningar í New York 1939.] Myndin sýnir fjársafn koma af fjalli niður Þjórsárdal og prýddi einu sinni hundraðkrónuseðil.

Skoðið einnig tengdar spurningar:

Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?

Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?

Staðfesta nútíma rannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.10.2001

Spyrjandi

Páll Sigurðsson, f. 1984

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaðan kemur íslenska sauðféð?“ Vísindavefurinn, 8. október 2001, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1898.

Jón Már Halldórsson. (2001, 8. október). Hvaðan kemur íslenska sauðféð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1898

Jón Már Halldórsson. „Hvaðan kemur íslenska sauðféð?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2001. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1898>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur íslenska sauðféð?


Upphafleg spurning var: „Hvaðan kemur íslenska sauðféð, er það frá Írum eða Norðmönnum o.s.frv. og hvernig er það blandað?"
Það voru landnámsmennirnir sem komu með fyrsta sauðféð til landsins frá Noregi fyrir meira en 1100 árum. Fræðimenn telja að það hafi ekki verið margt í upphafi en fjölgað sér mjög hratt fyrstu áratugi byggðar.

Íslenska sauðféð er grein af svokölluðu stuttrófufé, sem áður fyrr var mjög algengt um alla norðanverða Evrópu, en finnst í dag einungis í litlum mæli austur í Rússlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Orkneyjum, Hjaltlandi og Færeyjum.

Helstu eiginleikar ullarinnar af íslensku sauðkindinni eru svolítið sérstæðir miðað við það sem þekkist hjá sauðfé víðast annars staðar í heiminum. Hjá þeirri íslensku eru tvær tegundir hára mest áberandi í ullinni. Það eru annars vegar toghár sem eru löng með litlum bylgjum og fremur gróf. Hins vegar eru þelhár sem eru fremur stutt og mjög fín og létt. Hjá öðrum sauðfjárkynjum í heiminum er yfirleitt mjög lítill munur á lengd og grófleika á togi og þeli. Slík ull hentar oftast betur til spuna í band en ull íslensku kindarinnar.

Ef menn skoða ullina á skandinavísku sauðfé er ljóst að hún líkist mjög ullinni á sauðkindinni okkar, ólíkt því sem er ef við berum ullina við sauðfé frá Bretlandseyjum.

Á 19. öld vaknaði mikill áhugi á ræktun og kynbótum meðal búfjárbænda á meginlandi Evrópu og í Bretlandi. Þessi mikli áhugi náði ekki til Íslands og því telja menn að íslenska sauðkindin hafi haldið sérkennum sínum í aldanna rás. Það leikur því lítill vafi á því að íslenska sauðkindin sé ættuð frá Skandinavíu, og okkur er ekki kunnugt um að íslenskir búfjárbændur hafi sótt sauðfé frá Írlandi til að kynbæta íslenska stofninn.

Mynd:

Ísland: ljósmyndir af landi og þjóð. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík, 1939. [Ljósmyndabók gefin út í tilefni heimssýningar í New York 1939.] Myndin sýnir fjársafn koma af fjalli niður Þjórsárdal og prýddi einu sinni hundraðkrónuseðil.

Skoðið einnig tengdar spurningar:

Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?

Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?

Staðfesta nútíma rannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?

...