Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?

Agnar Helgason

Landnám Íslands var síðasti áfangi í útbreiðslu mannsins í Evrópu. Ríkar heimildir eru til um þetta landnám, og það má segja að meira sé vitað um tilurð íslensku þjóðarinnar en um tilurð nokkurrar annarrar þjóðar í Evrópu (og jafnvel í heiminum).

Almennt er talið að landnám hafi átt sér stað á tímabilinu 870-930 e.Kr. og að því hafi verið stjórnað af norrænu fólki. Flestir landnemar eru taldir hafa lagt af stað frá Skandinavíu og Bretlandseyjum. Íslenska tungumálið er norrænt og fornleifar benda til þess að efnisleg menning landnámsfólksins hafi að mestu leyti verið norræn.

Hitt er annað mál að miðaldahandritin (Landnámabók og Íslendingasögurnar), fornleifar, tungumálið og fyrri erfðarannsóknir benda ótvírætt til þess að fólk af breskum ættum hafi líka verið í landnámshópnum. Jón Steffensen sýndi fram á að rekja mætti 13,6% af ættum 219 landnema sem fjallað er um í Landnámu til Bretlandseyja. En Jón benti einnig á að þetta hlutfall væri líklega vanmetið. Einstaklingarnir sem koma fyrir í Landnámabók eru aðeins lítill hluti alls landnámshópsins. Flestir eru karlkyns húsbændur. Sjaldan er minnst á konur, þræla og annað venjulegt fólk í landnámshópnum. Það er einmitt í þessum hópi sem við gætum búist við að finna ættartengsl við Bretlandseyjar.

Talsvert hefur verið deilt um hlutfall landnema frá Bretlandseyjum og áhrif þeirra á erfðamengi Íslendinga. Margir töldu að fljótlegt yrði að upplýsa þetta mál með tilkomu erfðarannsókna á blóðflokkum á sjöunda og áttunda áratug tuttugustu aldar. Fyrstu erfðarannsóknir á uppruna Íslendinga voru gerðar á grunni ABO-blóðflokkakerfisins. Í ljós kom að tíðni ABO-blóðflokkaafbrigða í Íslendingum er næstum eins og á Norðvesturhluta Bretlandseyja, en ólíkt því sem finnst á Norðurlöndum. Af þessu drógu menn þá ályktun að Íslendingar væru að mestu upprunnir frá Bretlandseyjum. Málið varð flóknara þegar fleiri blóðflokka- og blóðvökvaprótein voru skoðuð. Slíkar rannsóknir gáfu mjög fjölbreytilegar niðurstöður, þar sem áætlað var í einni rannsókn að hlutfall landnema frá Norðurlöndum hafi verið um 2% og önnur rannsókn, gerð 11 árum síðar, sýndi að þetta hlutfall virtist hafa verið 86%! Flókið er að útskýra hvers vegna niðurstöður blóðflokkarannsókna hafi gefið svo fjölbreyttar niðurstöður. Hér látum við nægja að segja að tíðni blóðflokkaafbrigða hafi breyst í Íslendingum frá landnámstíma vegna genaflökts (sjá Agnar Helgason 1997).

Síðastliðin þrjú ár hef ég unnið að nýjum sameindaerfðafræðilegum rannsóknum á uppruna Íslendinga í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu (sjá Agnar Helgason og félagar 2000a, 2000b). Í þessum rannsóknum skoðuðum við erfðaefni hvatbera og Y-litninga. Hvatberar eru orkustöðvar frumna – þeir framleiða ATP, efni sem er orkulind flestra lífefnahvarfa líkamans. Hvatberar eru sérstakir meðal frumulíffæra fyrir þær sakir að þeir innihalda eigið erfðaefni – litla hringlaga DNA-keðju. Hvatberar erfast í heilu lagi (án endurröðunar) í kvenlegg, og því geta flestir Íslendingar rakið hvatbera-DNA sitt eftir “mæðrakeðju” til einnar af þeim konum sem fyrst komu til Íslands fyrir um það bil 1100 árum. Y-litningar erfast bara í karllegg, og því geta flestir íslenskir karlar rakið Y-litninga sína til landnámsmanna í gegnum “feðrakeðju” til eins af þeim körlum sem fyrst numu land á Íslandi fyrir um það bil 1100 árum.

Með því að raðgreina erfðaefni hvatberanna og nota aðrar sambærilegar aðferðir til að kanna breytileika Y-litninga komu í ljós mörg ólík afbrigði (arfgerðir) í Íslendingum. Með tölfræðilegum samanburði á hvatberaarfgerðum úr Íslendingum, Bretum og fólki frá Skandinavíu gátum við ályktað að tæplega helmingur landnámskvenna hafi rakið ættir sínar (það er að segja kvenleggi sína) til Norðurlanda. Með sams konar samanburði á Y-litningaarfgerðum kom í ljós að um 80,5% landnámskarla hafi rakið ættir sínar (það er að segja karlleggi sína) til Norðurlanda.

Svarið við upphaflegri spurningu er því . Við erum að mestu komin af landnámsfólki sem ættað var frá Skandinavíu (þar af voru væntanlega flestir frá Noregi), en þó virðist sem meirihluti landnámskvenna, það er að segja kvenna sem komu hingað í upphafi byggðar, hafi verið af breskum ættum.

Heimildir:

Agnar Helgason 1997. "Uppruni Íslendinga: Vitnisburður prótínafbrigða, hvatbera-DNA og sögulegrar lýðfræði", í Við og hinir: Rannsóknir í mannfræði, ritstjórar Gísli Pálsson, Haraldur Ólafsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Mannfræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Helgason, A., Sigurðardóttir, S., Gulcher, J.R., Ward, R., Stefánsson, K. 2000a. "mtDNA and the origin of the Icelanders: Deciphering signals of recent population history." American Journal of Human Genetics 66: 999-1016.

Helgason, A., Sigurðardóttir, S., Nicholson, J., Sykes, B., Hill, E., Bradley, D.G., Bosnes, V., Gulcher, J.R., Ward, R., Stefánsson, K. 2000a. "Estimating Scandinavian and Gaelic ancestry in the male settlers of Iceland." American Journal of Human Genetics 67: 697-717

Höfundur

líffræðilegur mannfræðingur hjá ÍE

Útgáfudagur

4.12.2000

Spyrjandi

Vala Andrésdóttir

Tilvísun

Agnar Helgason. „Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1213.

Agnar Helgason. (2000, 4. desember). Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1213

Agnar Helgason. „Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1213>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?
Landnám Íslands var síðasti áfangi í útbreiðslu mannsins í Evrópu. Ríkar heimildir eru til um þetta landnám, og það má segja að meira sé vitað um tilurð íslensku þjóðarinnar en um tilurð nokkurrar annarrar þjóðar í Evrópu (og jafnvel í heiminum).

Almennt er talið að landnám hafi átt sér stað á tímabilinu 870-930 e.Kr. og að því hafi verið stjórnað af norrænu fólki. Flestir landnemar eru taldir hafa lagt af stað frá Skandinavíu og Bretlandseyjum. Íslenska tungumálið er norrænt og fornleifar benda til þess að efnisleg menning landnámsfólksins hafi að mestu leyti verið norræn.

Hitt er annað mál að miðaldahandritin (Landnámabók og Íslendingasögurnar), fornleifar, tungumálið og fyrri erfðarannsóknir benda ótvírætt til þess að fólk af breskum ættum hafi líka verið í landnámshópnum. Jón Steffensen sýndi fram á að rekja mætti 13,6% af ættum 219 landnema sem fjallað er um í Landnámu til Bretlandseyja. En Jón benti einnig á að þetta hlutfall væri líklega vanmetið. Einstaklingarnir sem koma fyrir í Landnámabók eru aðeins lítill hluti alls landnámshópsins. Flestir eru karlkyns húsbændur. Sjaldan er minnst á konur, þræla og annað venjulegt fólk í landnámshópnum. Það er einmitt í þessum hópi sem við gætum búist við að finna ættartengsl við Bretlandseyjar.

Talsvert hefur verið deilt um hlutfall landnema frá Bretlandseyjum og áhrif þeirra á erfðamengi Íslendinga. Margir töldu að fljótlegt yrði að upplýsa þetta mál með tilkomu erfðarannsókna á blóðflokkum á sjöunda og áttunda áratug tuttugustu aldar. Fyrstu erfðarannsóknir á uppruna Íslendinga voru gerðar á grunni ABO-blóðflokkakerfisins. Í ljós kom að tíðni ABO-blóðflokkaafbrigða í Íslendingum er næstum eins og á Norðvesturhluta Bretlandseyja, en ólíkt því sem finnst á Norðurlöndum. Af þessu drógu menn þá ályktun að Íslendingar væru að mestu upprunnir frá Bretlandseyjum. Málið varð flóknara þegar fleiri blóðflokka- og blóðvökvaprótein voru skoðuð. Slíkar rannsóknir gáfu mjög fjölbreytilegar niðurstöður, þar sem áætlað var í einni rannsókn að hlutfall landnema frá Norðurlöndum hafi verið um 2% og önnur rannsókn, gerð 11 árum síðar, sýndi að þetta hlutfall virtist hafa verið 86%! Flókið er að útskýra hvers vegna niðurstöður blóðflokkarannsókna hafi gefið svo fjölbreyttar niðurstöður. Hér látum við nægja að segja að tíðni blóðflokkaafbrigða hafi breyst í Íslendingum frá landnámstíma vegna genaflökts (sjá Agnar Helgason 1997).

Síðastliðin þrjú ár hef ég unnið að nýjum sameindaerfðafræðilegum rannsóknum á uppruna Íslendinga í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu (sjá Agnar Helgason og félagar 2000a, 2000b). Í þessum rannsóknum skoðuðum við erfðaefni hvatbera og Y-litninga. Hvatberar eru orkustöðvar frumna – þeir framleiða ATP, efni sem er orkulind flestra lífefnahvarfa líkamans. Hvatberar eru sérstakir meðal frumulíffæra fyrir þær sakir að þeir innihalda eigið erfðaefni – litla hringlaga DNA-keðju. Hvatberar erfast í heilu lagi (án endurröðunar) í kvenlegg, og því geta flestir Íslendingar rakið hvatbera-DNA sitt eftir “mæðrakeðju” til einnar af þeim konum sem fyrst komu til Íslands fyrir um það bil 1100 árum. Y-litningar erfast bara í karllegg, og því geta flestir íslenskir karlar rakið Y-litninga sína til landnámsmanna í gegnum “feðrakeðju” til eins af þeim körlum sem fyrst numu land á Íslandi fyrir um það bil 1100 árum.

Með því að raðgreina erfðaefni hvatberanna og nota aðrar sambærilegar aðferðir til að kanna breytileika Y-litninga komu í ljós mörg ólík afbrigði (arfgerðir) í Íslendingum. Með tölfræðilegum samanburði á hvatberaarfgerðum úr Íslendingum, Bretum og fólki frá Skandinavíu gátum við ályktað að tæplega helmingur landnámskvenna hafi rakið ættir sínar (það er að segja kvenleggi sína) til Norðurlanda. Með sams konar samanburði á Y-litningaarfgerðum kom í ljós að um 80,5% landnámskarla hafi rakið ættir sínar (það er að segja karlleggi sína) til Norðurlanda.

Svarið við upphaflegri spurningu er því . Við erum að mestu komin af landnámsfólki sem ættað var frá Skandinavíu (þar af voru væntanlega flestir frá Noregi), en þó virðist sem meirihluti landnámskvenna, það er að segja kvenna sem komu hingað í upphafi byggðar, hafi verið af breskum ættum.

Heimildir:

Agnar Helgason 1997. "Uppruni Íslendinga: Vitnisburður prótínafbrigða, hvatbera-DNA og sögulegrar lýðfræði", í Við og hinir: Rannsóknir í mannfræði, ritstjórar Gísli Pálsson, Haraldur Ólafsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Mannfræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Helgason, A., Sigurðardóttir, S., Gulcher, J.R., Ward, R., Stefánsson, K. 2000a. "mtDNA and the origin of the Icelanders: Deciphering signals of recent population history." American Journal of Human Genetics 66: 999-1016.

Helgason, A., Sigurðardóttir, S., Nicholson, J., Sykes, B., Hill, E., Bradley, D.G., Bosnes, V., Gulcher, J.R., Ward, R., Stefánsson, K. 2000a. "Estimating Scandinavian and Gaelic ancestry in the male settlers of Iceland." American Journal of Human Genetics 67: 697-717

...