Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni?

EMB og JGÞ

Upphafleg spurning var á þessa leið:
Ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna hamborgarar eru kallaðir hamborgarar (hamburgers). Hvaðan kemur þetta „ham”? Var svínakjöt í hamborgurum hér áður fyrr eða kemur þetta borginni Hamborg eitthvað við?

Í Íslenskri orðsifjabók (1989, Ásgeir Blöndal Magnússon, Orðabók Háskólans) segir að orðið hamborgari merki ‘þunn buffsneið með brauði (milli brauðsneiða)’. Orðið er sagt vera tökuorð úr dönsku og sagt er að rétturinn sem lýst er sé kenndur við Hamborg.

Ef uppruni enska orðsins hamburger er skoðaður verður niðurstaðan einnig sú að borgin Hamborg liggi að baki nafninu. Á fyrri hluta 19. aldar voru kryddaðar buffsneiðar eða kjöthakkssneiðar vinsælar í Þýskalandi, þar á meðal í Hamborg. Þar hlaut rétturinn heitið Hamborgarsteik.

Steinprent sem sýnir höfnina í Hamborg árið 1862.

Á fyrri hluta 19. aldar sigldu flestir vesturfarar, sem ættaðir voru frá norðurhluta Evrópu, frá hafnarborginni Hamborg til New York. Rétturinn Hamborgarsteik barst þannig með þýskum innflytjendum til Bandaríkjanna og varð fljótt vinsæll. „Hamburger steak” styttist svo í „hamburger” og rétturinn tók smám saman á sig þá mynd sem við þekkjum í dag. Ekki er ljóst hvenær brauðinu var bætt við buffsneiðina en hamborgarar með brauði þekktust að minnsta kosti í Bandaríkjunum í byrjun 20. aldar. Þeir urðu mjög vinsælir þar vestra og hafa allar götur síðan þótt bandarískur réttur fremur en þýskur.

Heitið hamborgari eða enska heitið hamburger hefur því ekkert með svínakjöt að gera þó að svo vilji til að skinka heiti ham á ensku.

Buffréttur frá Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi sem gengur undir heitinu bitoke eða bitoc er stundum talinn fyrirrennari hamborgaranna. Heitið bitoke varð að minnsta kosti þekkt á Vesturlöndum eftir októberbyltinguna 1917. Þaðan barst það með flóttamönnum frá Rússlandi. Sjómenn frá Hamborg þekktu bitoc enda voru rússneskir sjómenn tíðir gestir í hafnarborginni. Á 17. öld kynntu þeir til að mynda svonefnda tartarbuff fyrir Hamborgarbúum, en það er hrátt hakkað nautakjöt eða hrossakjöt sem á rætur að rekja til Mongólíu.

Heimildir:

Mynd:

Höfundar

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.7.2001

Spyrjandi

Brynjar Hjörleifsson

Tilvísun

EMB og JGÞ. „Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2001, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1776.

EMB og JGÞ. (2001, 9. júlí). Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1776

EMB og JGÞ. „Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2001. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1776>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni?
Upphafleg spurning var á þessa leið:

Ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna hamborgarar eru kallaðir hamborgarar (hamburgers). Hvaðan kemur þetta „ham”? Var svínakjöt í hamborgurum hér áður fyrr eða kemur þetta borginni Hamborg eitthvað við?

Í Íslenskri orðsifjabók (1989, Ásgeir Blöndal Magnússon, Orðabók Háskólans) segir að orðið hamborgari merki ‘þunn buffsneið með brauði (milli brauðsneiða)’. Orðið er sagt vera tökuorð úr dönsku og sagt er að rétturinn sem lýst er sé kenndur við Hamborg.

Ef uppruni enska orðsins hamburger er skoðaður verður niðurstaðan einnig sú að borgin Hamborg liggi að baki nafninu. Á fyrri hluta 19. aldar voru kryddaðar buffsneiðar eða kjöthakkssneiðar vinsælar í Þýskalandi, þar á meðal í Hamborg. Þar hlaut rétturinn heitið Hamborgarsteik.

Steinprent sem sýnir höfnina í Hamborg árið 1862.

Á fyrri hluta 19. aldar sigldu flestir vesturfarar, sem ættaðir voru frá norðurhluta Evrópu, frá hafnarborginni Hamborg til New York. Rétturinn Hamborgarsteik barst þannig með þýskum innflytjendum til Bandaríkjanna og varð fljótt vinsæll. „Hamburger steak” styttist svo í „hamburger” og rétturinn tók smám saman á sig þá mynd sem við þekkjum í dag. Ekki er ljóst hvenær brauðinu var bætt við buffsneiðina en hamborgarar með brauði þekktust að minnsta kosti í Bandaríkjunum í byrjun 20. aldar. Þeir urðu mjög vinsælir þar vestra og hafa allar götur síðan þótt bandarískur réttur fremur en þýskur.

Heitið hamborgari eða enska heitið hamburger hefur því ekkert með svínakjöt að gera þó að svo vilji til að skinka heiti ham á ensku.

Buffréttur frá Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi sem gengur undir heitinu bitoke eða bitoc er stundum talinn fyrirrennari hamborgaranna. Heitið bitoke varð að minnsta kosti þekkt á Vesturlöndum eftir októberbyltinguna 1917. Þaðan barst það með flóttamönnum frá Rússlandi. Sjómenn frá Hamborg þekktu bitoc enda voru rússneskir sjómenn tíðir gestir í hafnarborginni. Á 17. öld kynntu þeir til að mynda svonefnda tartarbuff fyrir Hamborgarbúum, en það er hrátt hakkað nautakjöt eða hrossakjöt sem á rætur að rekja til Mongólíu.

Heimildir:

Mynd:

...