Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1308 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er þyngst og hvað er það þungt?

Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) eða bláhvalur er stærsta skepna sem lifir á jörðinni. Sú lengsta steypireyður sem veiðst hefur var kýr sem mældist 33,58 m að lengd. Kelfd hvalkýr getur orðið allt að 200 tonn. Það jafngildir þyngd 35 afríkufíla (en afríkufíllinn er stærsta núlifandi landdýr). Hún getu...

category-iconVísindavefur

Hvað heitir tjörnin í Ásbyrgi?

Upphaflega svarið sem við birtum við þessari spurningu var vitlaust. Við biðjumst velvirðingar á því og birtum um leið rétt svar. Tjörnin í Ásbyrgi heitir Botnstjörn. Botnstjörn er í botni Ásbyrgis. Ástjörn er hins vegar rétt hjá Ásbyrgi og fyrir utan það. Heimild: Náttúruvernd Þetta...

category-iconUnga fólkið svarar

Geta fleiri en moskítóflugan borið malaríu?

Moskítóflugnategundin Anopheles er eina tegundinn sem vitað er til að smiti malaríu. Tegundin smitar einnig heilasótt. Aðrar tegundir af moskítóflugunni bera líka smitsjúkdóma, til dæmis smitar tegundin Aedes beinbrunasótt, mýglusótt og heilabólgu. Tegundin Culex smitar einnig heilabólgu. Sjúkdómurinn malaría finn...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er 'download'?

Enska orðið 'download' þýðir að flytja forrit eða gögn frá tölvu til annarrar tölvu, venjulega einmenningstölvu og nú á dögum yfirleitt á netinu. Þegar gögn eru á hinn bóginn flutt frá einkatölvu yfir á þjón eða móðurtölvu, er hins vegar oft talað um 'upload'. Í Tölvuorðasafni í Orðabanka íslenskrar málstöðvar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur einhver fíll verið með tvo rana?

Höfundar þessa svars fundu engar greinar, hvorki í bókum né á Netinu, þar sem getið er um fíl sem fæðst hafi með tvo rana. Engar minjar hafa fundist heldur um forsögulega fíla með tvo rana. Hér verður ekki þó fullyrt að slík vansköpun hafi aldrei komið fram í náttúrunni eða muni ekki gera það. Nóg er af dæmum um u...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Lifa snákar í vatni?

Já, til eru um 50 snákategundir sem lifa í vatni. Þessar tegundir eru eitraðar og nota beittar tennurnar til að sprauta eitrinu í bráð sína. Helsta fæða þeirra er álar og aðrir mjóir fiskar. Sjávarsnákar eru gjarnan um einn til einn og hálfur metri að lengd, nokkuð líkir þeim landsnákum sem við þekkjum en hafa þó ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað át snareðla?

Af steingerðum leifum snareðlu (Velociraptor) að dæma var hún greinilega kjötæta. Hún hefur farið mjög hratt yfir og telja vísindamenn að hún hafi getað náð allt að því 60 km hraða á klukkustund á stuttum sprettum. Snareðlan var kjötæta. Talið er að snareðlur hafi veitt í hópum líkt og úlfar og ljón gera nú...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að skjóta einhverjum ref fyrir rass og hvaðan er orðasambandið komið?

Elsta heimild sem kunn er um orðasambandið er úr Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814 en handritið var tilbúið aldarfjórðungi fyrr. Þar er það skráð At skióta einum ref fyrir rass. Merkingin er þar að ‛leika á einhvern’. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er merkingin sögð ...

category-iconLögfræði

Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?

Í lögreglulögum nr. 90/1996 er kveðið á um hlutverk lögreglu sem og störf og skyldur lögreglumanna. Af lögunum má leiða að hlutverk lögreglu er margþætt en meginhlutverk hennar er skilgreint í 1. gr. laganna. Þar kemur meðal annars fram að lögregla skuli gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast vi...

category-iconLandafræði

Hversu margir búa í Afríku?

Upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) eru nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Svarið hér á eftir byggist að mestu leyti á upplýsingum á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en þar er að finna ýmsar lýðfræðiupplýsingar. Afríka er önnur fjölmennasta heimsálfan á eftir Asíu. T...

category-iconLögfræði

Er ólöglegt að taka upp samtöl manna, án þeirra samþykkis, svo sem við gerð heimildamynda?

Hér verður að gera greinarmun á því hvort samtalið er tekið upp sem hluti af starfsemi fyrirtækis (svo sem fjölmiðils) eða stjórnvalds annars vegar og einstaklings í eigin þágu hins vegar. Eins má greina á milli samtala og símtala en í fjarskiptalögum er kveðið á um hvenær taka má upp símtöl. Samtöl milli fólks er...

category-iconFélagsvísindi

Gilda einhverjar reglur um tattóveringu þjóðfánans?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Gilda reglur um tattóveringu íslenska fánann? Eru jafn strangar reglur um skjaldarmerkið og fánann?Um meðferð íslenska þjóðfánans og skjaldarmerkisins gilda lög nr. 34/1944 um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Reglur um notkun skjaldamerkisins eru mun strangari en ...

category-iconÞjóðfræði

Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?

Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...

category-iconEvrópuvefur

Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...

category-iconNæringarfræði

Borðuðu steinaldarmenn hunang, og ef svo er hvernig vitið þið það?

Steinöld er notað um það tímabil í sögu mannkyns þegar menn höfðu ekki lært að nota málma en gerðu sér verkfæri og vopn úr steini. Hugtakið kemur frá danska fornleifafræðingnum Christian Jürgensen Thomsen (1788-1865). Hann setti fram svonefnda þriggja alda kenningu þar sem forsögu Norðurlanda var skipt í þrjár ald...

Fleiri niðurstöður