Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4541 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað getið þið sagt mér um tilraunir til að nota plast sem leiðara?

Plast er samsett úr mjög löngum sameindum sem nefnast fjölliður. Mörg efni í kringum okkur eru fjölliður, nægir að nefna plast í ýmsum myndum, nælon og ýmis efni notuð í fatnað, húsgögn og margt annað. Í flestum tilfellum eru þessi efni einangrarar; leiða ekki rafstraum. Hægt er að breyta rafeiginleikum þeirra með...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru til svona margar dýrategundir?

Meginskýringin á þessu er fólgin í þróunarkenningunni. Tegundir dýra og jurta verða til með þróun þar sem tvær tegundir koma í stað einnar og verða til út frá henni. Til að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Hugsum okkur hóp dýra sem teljast til sömu tegundar og hafa samgang innbyrðis, þannig að hvaða k...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta krókódílar hlaupið hratt?

Krókódílar virðast vera silalegar skepnur og það er óþekkt að þeir hafi hlaupið uppi bráð. Hins vegar búa krókódílar yfir óvenju mikilli snerpu og geta komið væntanlegri bráð sinni á óvart með árás úr launsátri. Þessi veiðiaðferð er nánast algild meðal landskriðdýra enda eru þau afar úthaldslitlar skepnur. Kr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum?

Fyrst bendum við lesendum á að kynna sér ýmis önnur svör sem þegar hafa birst hér á Vísindavefnum um afstæðiskenninguna og efni sem tengist henni. Þessi svör má kalla fram með því að setja orðið 'afstæðiskenning' inn í leitarvél okkar. Afstæðiskenning Einsteins er yfirleitt sett fram í tvennu lagi eins og hann ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar dýrategundir á Íslandi?

FlokkurFjöldi tegunda Skordýr1245 Köngulær84 Drekar2  Langfætlur4  Mítlar*um 90 *Þ.e.a.s. brynjumaurar. Óvíst er með fjölda ránmaura. Margfætlurum 10  Ánamaðkarum 10  Sniglarum 50  Fuglar (varpfuglar)um 80  Spendýr**8 **Hér er um villt íslensk spendýr að ræða. Hægt er að bæta við nokkrum öðrum spendýrum ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til andþyngdarafl?

Eðlilegt er að þessi spurning komi upp og eðlisfræðingar hafa vissulega velt henni fyrir sér. Hún snýst um það hvort til sé fráhrindikraftur sem væri í hlutfalli við massa hlutarins sem hann verkar á og mundi upphefja þyngdarkraftinn eða vinna gegn honum. Svarið er að flestir vísindamenn telja afar ólíklegt að slí...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...

category-iconEfnafræði

Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?

Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...

category-iconStærðfræði

Af hverju er margföldun framkvæmd á undan samlagningu?

Þetta er afar góð spurning og svarið við henni er ekki einhlítt. Mikilvægt er að röð aðgerða sé vel skilgreind og að eftir henni sé farið. Mörgum er röð reikningsaðgerða svo eiginleg að óhugsandi gæti virst að hún gerist á annan hátt, sérstaklega eftir að hafa setið undir þrástagli í grunnskóla um mikilvægi ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í nóvember 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör nóvembermánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð? Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxu...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júlí 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör júlímánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð? Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi? Hvers ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru svo fáar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi?

Það er rétt athugað að hér á landi eru einungis fáar tegundir fiska í fersku vatni, nánar tiltekið fimm, það er að segja Atlantshafslaxinn, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Þetta er einungis brot af því sem þekkist á svipuðum breiddargráðum á meginlöndunum. Ástæða tegundafæðarinnar er sú að Ísland hefur verið...

category-iconStærðfræði

Hvað þýðir "prósent" og er til meira en 100%?

Íslenska orðið prósenta eða prósent er tökuorð úr dönsku, procent, sem er aftur tekið eftir þýska orðinu prozent. Þessi orð eru komin með nokkurri ummyndun af latneska orðasambandinu per centum sem þýðir af hundraði, samanber í ensku percent. Við notum þessi orð til að lýsa hlutföllum og tölum þá til dæmis um "...

category-iconLífvísindi: almennt

Finnast steingerðir ammonítar hér við land?

Ammonítar eða ammonshorn er undirflokkur sælindýra af flokki kolkrabba. Þeir eru með klefaskipta, oft kuðungslaga, ytri skel. Ammonítar voru sunddýr og flestar tegundirnar með mikla landfræðilega útbreiðslu. Ammonítar þróuðust hratt og mikið var um nýmyndun og útdauða tegunda, einkum á miðlífsöld. Þeir eru því víð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?

Bókstafurinn é var notaður í mörgum elstu handritum frá um 1200 og fram á 14. öld til þess að tákna lengd sérhljóðs. Bókstafurinn é fékk síðar framburðinn íe og síðar je og á 14. öld er farið að skrifa ie í stað é. Sú venja hélst ærið lengi. Eggert Ólafsson skrifaði stafsetningarreglur árið 1762 þar sem hann mælti...

Fleiri niðurstöður