Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2306 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Eru til aðrir alheimar?

Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...

category-iconLæknisfræði

Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?

Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar. Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er þetta rauða sem er á Rauðavatni í Reykjavík?

Í sumar (2008) hefur yfirborð Rauðavatns verið óvenju áberandi rauðleitt á litinn og vakið forvitni margra. Rauði liturinn stafar af vatnaplöntunni síkjamara (Myriophyllum alterniflorum) sem vex upp af botni í miklum og þéttum breiðum og þekur vatnið að miklu leyti. Plantan blómstrar á yfirborði rauðleitum smáblóm...

category-iconVísindavefur

Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?

Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar líkt og íslenskt heiti þeirra ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin tryggði fjölmörgum stjörnufræðingum andvökunætur um árabil. Dulstirnin einkennast nefnilega af því að vera órafjarri en geysilega björt og olli það stjörnufræðingum mik...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi?

Segulómmyndir eru alltaf stafrænar (e. digital) vegna þess að tæknin er í eðli sínu þannig að tölva er notuð til að reikna og birta mynd, en myndin byggir á athugun á því hvernig efni líkamans haga sér í segulsviði. Tæknin á bak við segulómmynd er nokkuð flókin og lesa má meira um hana í svari við spurningunni Mig...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er átt við með leiðni í ám?

Með leiðni er hér átt við rafleiðni, það er að segja mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni efnis má til dæmis finna með því að setja tvö rafskaut í efnið með tiltekinni fjarlægð, hafa tiltekna spennu milli þeirra og mæla strauminn. Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verður ekki þröngt um skjaldbökur í skelinni ef þær fitna mikið?

Skjaldbökur (Chelonia) fæðast með skel sem er hluti af beinagrind þeirra. Í fyrstu er skelin mjúk þar sem beinin í skelinni hafa ekki kalkast en þegar dýrin hafa náð fullri stærð er skjöldurinn orðinn fullkalkaður og samanstendur þá af um 60 beinum sem þakin eru hörðu hornkenndu efni. Efnið er gert úr keratíni en ...

category-iconVísindi almennt

Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta?

Þegar orðið lestir er notað yfir þyngd merkir það hið sama og tonn, það er 1.000 kg. Orðið smálestir þekkist líka og er sama þyngd og lest. Lestir er eldri talsmáti en tonn. Það er mikið notað í fiskveiðilöggjöfinni og reglugerðum um hana en almennt fátítt í daglegu tali. Það er því ekki að furða að fólk átti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum?

Það kemur engum á óvart að bakaraofn sem kveikt er á hitar herbergið sem hann stendur í um leið og maturinn bakast. Hins vegar kann að virðast einkennilegt að ísskápur geti hitað upp eldhúsið, og það jafnvel þótt skápurinn standi opinn! Til að skilja ástæðuna fyrir þessu þarf að hugsa um varma sem orku og kuld...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður ofnæmi?

Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er ekki til vindhitun þegar lofthiti fer yfir 37 stig, líkt og vindkæling annars?

Upphafleg spurning var svona: Fyrst vindkæling er til þegar vindurinn tekur burt loft sem líkaminn hitar þannig að líkaminn verður að hita upp nýtt loft (ef þetta er rangt verðið þið að leiðrétta það líka!), ætti þá ekki að vera „vindhitun“ þegar lofthiti fer yfir 37 gráður?Svarið er í stuttu máli jú; slík hitun e...

category-iconHugvísindi

Hvað voru Ný félagsrit?

Tímaritið Ný félagsrit hóf göngu sína í Kaupmannahöfn árið 1841 og var gefið út af „nokkrum Íslendingum“. Í fyrstu forstöðunefnd félagsritanna voru Bjarni Sívertsen (1817-1844), Jón Hjaltalín (1807-1882), Jón Sigurðsson (1811-1879), Oddgeirr Stephensen (1812-1885) og Ólafur Pálsson (1814-1876), en í rauninni bar J...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?

Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...

category-iconHeimspeki

Er til hálf hola? (svar 1)

Ef svara á því hvort hálf hola sé til er kannski réttast að velta því fyrst fyrir sér hvort holur séu yfirleitt til og hvað þær eru þá. Eru holur, göt, dældir, göng, holrúm og annað slíkt efnislegir hlutir? Holur eiga það sameiginlegt með efnislegum hlutum að hafa rúmtak; þær hafa bæði stærð og lögun. Hins vegar g...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn?

Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...

Fleiri niðurstöður