Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 958 svör fundust
Hverjar eru helstu ástæður landnáms?
Landnám köllum við það þegar fólk eða dýr setjast að þar sem þau hafa ekki verið áður. Í þessu svari verður fjallað um ástæður þess að fólk nemur land og tekin dæmi bæði af því þegar fólk nemur óbyggt land – eins og gerðist á Íslandi í lok 9. aldar – og þegar það ryður úr vegi fyrri íbúum og byggir nýtt samfélag a...
Til hvers var öðrum viðaukanum bætt við bandarísku stjórnarskrána og hvaða gildi hefur hann í dag?
Í formála bandarísku stjórnarskrárinnar er markmiðum hennar lýst með þessum orðum: Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velf...
Hvernig er best að lágmarka áhrif gengisbreytinga á kostnað af láni sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum?
Í flestum tilfellum er ekki skynsamlegt að reyna eingöngu að lágmarka áhrif gengisbreytinga á afborganir láns sem tekið er í erlendum gjaldmiðlum. Ef það er eina markmiðið er einfaldast að taka lán í innlendum gjaldmiðli. Annar kostur sem einnig eyðir öllum áhrifum gengisbreytinga er að gera í upphafi framvirka sa...
Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?
Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...
Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?
Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...
Hver eru einkenni geðklofa?
Geðklofi (schizophrenia) er oft langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni. Geðklofi er jafn tíður hjá konum og körlum, en kemur þó að jafnaði fyrr fram hjá körlum, venjulega seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Hjá konum koma einkennin ve...
Er bráðlega hægt að nota gerviþyngdarafl svo að menn geti gengið á venjulegan hátt í geimskutlum?
Mönnum er eðlilegast að hreyfa sig við yfirborð jarðar þar sem þyngdarhröðun er yfirleitt nokkurn veginn hin sama, eða um 9,8 m/s2. Sú stærð er oft táknuð með bókstafnum g. Þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut er síðan massinn sinnum þyngdarhröðunin:Þ = m g Þegar hlutur er kyrrstæður verkar þessi kraftur á hann en j...
Hver eru rök með og á móti beinu líknardrápi?
Ímyndum okkur mann sem er illa kvalinn af ólæknandi sjúkdómi. Hann á enga að og sýnt þykir að bæði honum sjálfum og starfsfólkinu sem annast hann yrði það líkn og léttir ef hann fengi að deyja. Á þessi maður ekki rétt á því að honum sé hjálpað til þess að deyja ef hann biður um það? Það þykir að minnsta kosti ...
Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?
Þessu hafa ýmsir velt fyrir sér, meðal annars heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) í riti sínu Hugleiðingar um frumspeki. Descartes varpar fram þeirri hugmynd að hugsanlegt sé að hann sé bara að dreyma eða að kannski sé illur andi að beita hann stöðugum blekkingum og hlutirnir kringum hann séu ekki til í r...
Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?
Elsta fornegypska letrið nefnist híeróglýfur eða helgirúnir og er upphaflega myndletur þar sem hvert tákn er upphaflega mynd af einhverju sem tengdist því sem það vísaði til. Elstu áletranir sem fundist hafa eru frá tímabilinu 2920-2575 fyrir Krist og er talið að þær hafi verið gerðar skömmu eftir að notkun le...
Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?
Í stuttu máli má segja að formúlurnar hafi sjaldnast verið uppgötvaðar af einum manni heldur hafi vitneskjan þróast árum og öldum saman þar til hún fékk þá einföldu og fáguðu mynd sem birtist í nútíma stærðfræðibókum. Um miðja þúsöldina fyrir Krists burð hófst blómaskeið stærðfræði á grískumælandi menningarsvæ...
Hvað voru uppfinningar Leonardós da Vincis margar og hverjar voru þær?
Í bókaflokknum Discworld eftir rithöfundinn Terry Pratchett kemur fyrir skringileg persóna, Leonardó frá Quirm. Hann er geysifrægur málari sem sendir frá sér uppfinningar á færibandi, allt frá espressó-kaffivélum til kafbáta. Flestar eru vélarnar þó hræðilegar vítisvélar, manndrápstæki til að murka lífið úr óvinin...
Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?
Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...
Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?
Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...
Hvernig eru reglurnar með stúdentahúfur? Hvenær eiga þær að vera svartar?
Sá siður að skólanemendur (hér áður fyrr einkum skólapiltar) klæði sig með einkennandi hætti og beri þá meðal annars sérstök höfuðföt á sér rætur allt aftur til miðaldaskólanna í Evrópu og jafnvel mætti fara enn aftar í söguna. Oftar en ekki dró þessi einkennisklæðnaður dám af fatatísku embættismanna og yfirstétta...