Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8577 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?
Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...
Af hverju frýs sjórinn ekki?
Það er eðlilegt að svo sé spurt því að það gerist ekki á hverjum degi um þessar mundir að sjórinn frjósi hér hjá okkur. En sannleikurinn er samt sá að sjórinn getur frosið og gerir það ef nógu kalt er í nógu langan tíma. Þetta gerist til dæmis á hverju ári í Norður-Íshafinu fyrir norðan Ísland og annars staðar, og...
Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?
Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera. Núlifand...
Hvernig hljóða lögmál Keplers?
Lögmál Keplers eru þrjú talsins og lýsa hreyfingum reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. Þau voru sett fram af þýska stjörnufræðingnum Jóhannes Kepler milli 1609 og 1619. Lögmálin voru nokkuð umdeild fyrstu áratugina eftir að þau voru sett og urðu ekki almennt viðtekin meðal vísindamanna fyrr en Isaac Newton tókst a...
Hvað er gosrein og hvað er sprungusveimur?
Gliðnun lands við frárek í gosbeltunum leiðir til eldgosa á löngum sprungum sem geta náð langt út fyrir megineldstöð. Víða er þannig að finna langar gígaraðir sem liggja að mestu leyti utan megineldstöðva. Dæmi um slíkt eru Lakagígar. Gígaraðir raðast stundum í þyrpingar, þannig að nokkrar slíkar úr mismunandi eld...
Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?
Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...
Hvað heitir það sem kemur af strokleðrinu þegar strokað er út?
Þegar þurrkað er út með strokleðri myndast eins konar mylsna. Hún hefur ekkert eitt sérstakt heiti en orð sem ég hef fundið um þetta eru:dustkusk mylsna Hægt er að lesa meira um strokleður á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:Hver fann upp strokleðrið? eftir Fríðu Rakel LinnetHvernig verkar strokleður? eft...
Hvað merkir endingin -rup í mörgum dönskum staðarnöfnum, til dæmis Kastrup og Ballerup?
Endingin -rup kemur úr dönsku, torp (þorp), sem merkir þar ‘udflytterbebyggelse’ eða ‘nýbýli’. Þannig merkir Kastrup ‘Karlsþorp’ eða ‘Karlsstaðir’ og Ballerup (af Balli, ef til vill af Baldur) ‘Ballaþorp’ eða ‘Ballastaðir’. Vísað á Ballaþorp. Heimild og mynd: Bent Jørgensen. Dansk stednavneleksikon. Øerne øst...
Hvaðan er örnefnið Hakið á Þingvöllum upprunnið?
Hakið er hraunstapi syðst í Almannagjá á Þingvöllum, sem myndar eins konar hak milli Hestagjár og Kárastaðastígs. Nafnið er ekki í fornum ritum og ekki vitað hversu gamalt það er (sbr. Björn Th. Björnsson, Þingvellir staðir og leiðir (1984), bls. 64). Almannagjá á Þingvöllum. Upplýsingamiðstöðin og bílastæðið n...
Hvað er ein vika sjávar löng vegalengd í metrum talið?
Vika sjávar er ekki nákvæmlega skilgreind eining enda var erfiðleikum háð að mæla fjarlægðir á sjó nákvæmlega fyrr á tímum. Orðabók Menningarsjóðs segir að vika sjávar sé um einnar stundar sigling en í metrum einhvers staðar á bilinu 7,5 - 9 km. Hvað ætli þessi hafi siglt margar vikur? Mynd. Wikimedia commons...
Hver er eðlilegur líkamshiti katta?
Kettir sem og önnur spendýr af ætt rándýra (Carnivora) eru með hærri líkamshita en við mennirnir. Samkvæmt rannsóknum er eðlilegur líkamshiti heimiliskatta að meðaltali 37,8-38,9 °C eftir því hvenær sólarhringsins hann er mældur. Mynd: HB ...
Hvaðan er orðið rússíbani komið og hvað merkir það eiginlega?
Orðið rússíbani er tökuorð úr dönsku. Þar heitir leiktækið rutschebane eða rutsjebane og er heitið fengið að láni úr þýsku Rutschbahn. Að baki liggur annars vegar þýska sögnin rutschen ‘renna’ og hins vegar þýska nafnorðið Bahn ‘braut’. Algengasta orðið í þýsku yfir leiktækið er þó Achterbahn. Í rússíbana renna m...
Hvers vegna heitir auðnutittlingur þessu nafni?
Orðið auðna merkir 'örlög; hamingja'. Tittlingur í síðari lið orða um smáfugla, svo sem auðnutittling, snjótittling og þúfutittling, á sér samsvaranir að minnsta kosti í færeysku títlingur, norsku titling og enskum mállýskum titling. Í íslenskri þjóðtrú þótti það vísa á gott ef smáfugl hljóp á veginum á undan les...
Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining?
Strengjafræði sameinar lýsingu á öllum þekktum öreindum og víxlverkunum náttúrunnar í einni kenningu. Hún er ennþá á rannsóknastigi og gæti átt eftir að víkja fyrir öðrum betri kenningum í framtíðinni, en sem stendur eru miklar vonir bundnar við hana sem sameiningarkenningu öreindafræðinnar. Strengjafræðin byggir ...
Hvað er ensím?
Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Það er kallað efnahvörf þegar frumefni eða efnasambönd breytast í önnur, til dæmis: A -> B, það er að segja að efnin A breytast í efnin B. Orðið hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að e...