Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4626 svör fundust
Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?
Það er ekki svo að líkami karlmanna geti bara myndað tiltekið magn af sæði yfir ævina. Ef allt er eðlilegt heldur framleiðslan áfram alla ævi, sama hversu mikið ,,af er tekið” þó vissulega dragi úr henni þegar aldurinn færist yfir. Sæði er myndað í æxlunarkerfi karls þegar kynþroska er náð. Sæði inniheldur sáðf...
Er hægt að deyja úr svefnleysi?
Svefn er okkur lífsnauðsynlegur og algjör skortur á svefni leiðir á endanum til dauða. Rétt er þó að taka fram að algjör svefnskortur hjá mönnum er næstum ómögulegur nema hjá einstaklingum sem þjást af sjúkdómi sem nefnist banvænt arfgengt svefnleysi. Svefn gegnir hlutverki við endurnýjun, vöxt og viðhald heil...
Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?
Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda ...
Talað er um að við notum lítið af heilanum, hvernig væru vitsmunir okkar ef við nýttum hann allan?
Það er rétt hjá spyrjanda að því er oft haldið fram að maðurinn noti í raun lítið af heilanum. Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? kemur til dæmis fram að fjöldi mögulegra tenginga í heilafrumum er slíkur að þó að við nýttum aðeins 1% þeirra til að muna eitthvað, þá er fjöld...
Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?
Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = ...
Lærir maður að kyngja eða er það meðfæddur hæfileiki?
Kynging er flókið, sjálfvirkt taugaviðbragð sem við fæðumst með, þótt við lærum að stjórna því að einhverju leyti með viljanum þegar við verðum eldri. Þetta viðbragð þróast tiltölulega snemma því í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu er fóstur farið að kyngja legvatni. Kynging felst í því að koma fæðu eða einhverju ö...
Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?
Til hjarta- og æðasjúkdóma teljast sjúkdómar í slagæðum líkamans og eru þeir yfirleitt af völdum æðakölkunar. Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum. Æðakölkun b...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?
Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna. Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að...
Verða allar manneskjur kynþroska?
Allir heilbrigðir einstaklingar verða kynþroska en það er mjög einstaklingsbundið hvenær kynþroski hefst og hvernig hann þróast. Því er varhugavert að bera sig saman við aðra, þótt slíkt sé ofureðlilegt. Sum heilkenni hafa það hins vegar í för með sér að einstaklingar með þau verða ekki kynþroska eða að minnst...
Hvað gerir taugasálfræðingur og hver er munurinn á honum og taugalækni?
Bæði taugalæknar og taugasálfræðingar eru löggildir sérfræðingar sem starfa gjarnan innan heilbrigðiskerfisins eða á akademískum rannsóknarstofnunum. Taugalæknar vinna þó oftar en taugasálfræðingar á eigin vegum. Taugasálfræðingar og taugalæknar hafa þjálfun í að greina og meðhöndla margs konar heila- og taugasjúk...
Hvað hefur vísindamaðurinn Lotta María Ellingsen rannsakað?
Lotta María Ellingsen er dósent í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands og rannsóknarlektor við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore. Rannsóknir Lottu eru á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar og hefur hún meðal annars þróað sjálfvirkar myndgreiningaraðferðir fyrir segulómmyndir af heila og tölvusneiðm...
Geturðu sagt mér allt um kambeðlur?
Kambeðlur (Stegosaurus) voru uppi á síðari hluta Júratímabilsins, fyrir 144-156 miljónum ára. Þær voru stórar, rúmir 6 metrar á lengd og um 6-8 tonn að þyngd. Beinagrindur benda til þess að skrokkur kambeðlunnar hafi verið á stærð við indverskan fíl. Helstu einkenni kambeðlurnar voru annars vegar stórir kamb...
Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?
Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft. Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum vara...
Er hægt að rökstyðja allt?
Rök eða röksemdafærslur eru ástæður sem við gefum fyrir því að fallast á tiltekna fullyrðingu, sem við getum kallað niðurstöðu röksemdafærslunnar. Í svari sínu við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? segir Erlendur Jónsson: Nú er gerður greinarmunur á tvenns konar röksemdafærslum, annars vegar afleiðslu, þar se...
Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður?
Upphaflegar spurningar voru: Hvernig vitið þið að sjónin er aftan á heilanum en ekki framan á eða á hliðunum? Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður? Enginn hluti heilans er algjörlega órannsakaður, en ekki er þar með sagt að allt sé vitað um hann – þvert á móti! Heilinn er sérlega spennandi rannsó...