Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 132 svör fundust
Hver var Che Guevara? Hvenær fæddist hann og dó hann?
Che Guevara, eða Ernesto „Che” Guevara de la Serna, fæddist 14. júní 1928 í bænum Rosario í Argentínu. Árið 1953 útskrifaðist hann í læknisfræði við Háskólann í Buenos Aires. Hann var sannfærður um að bylting væri eina leiðin til að bæta þann félagslega ójöfnuð sem hann taldi ríkja í Suður-Ameríku. Að námi lokn...
Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?
Í mannslíkamanum er um 640 vöðvar sem bera nafn auk nokkurra þúsunda ónefndra minni vöðva. Vöðvarnir skiptast svo í þrjár tegundir: Þverrákótta vöðva, slétta vöðva og hjartavöðva. Þverrákóttir vöðvar eru þeir vöðvar sem lúta stjórn viljans og við notum til að hreyfa okkur. Sinar líkamans tengja þá við bein...
Hvað er gagnrýnin hugsun?
Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...
Hver er dalai lama?
Dalai lama er heiti á andlegum leiðtoga tíbeskra búddista, svipað og 'páfi' er heiti á leiðtoga rómversk-katólskra manna. Meirihluti íbúa í Tíbet aðhyllist svokallaðan gelu- eða Dge-lugs-pa-búddisma. Í þessari útgáfu af búddisma kallast prestarnir lama. Álitið er að sumir þessara presta, svokallaðir „sprul-sku...
Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?
Minnsta hundakyn í heimi er Chihuahua-hundakynið. Evrópumenn kynntust Chihuahua-hundum í fyrsta skipti á 19. öld. Fræðimenn telja að hundakynið hafi þróast frá svokölluðum Techichi hundum á 9. öld en það voru smávaxnir hundar sem Toltekar í Mið-Ameríku ræktuðu og höfðu sem gæludýr. Allir eru þó ekki á eitt sát...
Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?
Einfalda og stutta svarið við spurningunni er „nei“. Við sömu áreynslu svitnar fólk jafnmikið, hvort sem það er í verra eða betra formi, það er ef allar innri og ytri aðstæður eru þær sömu að öðru leyti. Hins vegar er raunveruleikinn oft flóknari en þetta og margar undantekningar geta verið frá þessu. Margt getur ...
Hvers konar starf fer fram innan vísindakirkjunnar?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Árna Gunnlaugssonar: Hver er meginuppistaðan í kenningum vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Christ, Scientist eða Christian Science og verða henni gerð skil í þessu sv...
Þegar maður er í megrun eða með lystarstol hvort ræðst líkaminn á fituna eða vöðvana í líkamanum?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni það að líkaminn gengur bæði á fitu og vöðvaprótín ef honum er neitað um fæðu í einhvern tíma. Fita, prótín og sykrur eru orkuefni eða eldsneyti líkamans. Þegar inntaka fæðu (og þar með orkuefna) minnkar við megrun eða föstu þarf líkaminn að nota orkubirgðir sínar til að...
Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?
Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...
Er hægt að troða sér um tær?
Já, það er hægt, en til þess þarf bæði þjálfun og viljastyrk, fimi og útsjónarsemi. Augljóst er hvað það merkir að troða öðrum um tær. Best er þá að fórnarlambið teygi fótinn dálítið fram en láti hann þó liggja flatan á gólfi eða öðru undirlagi. Sömuleiðis er gott að lambið sé berfætt til þess að árangur verði ...
Hvað getið þið sagt mér um bardagalistir ninja?
Bardagalistir ninja byggjast á samansafni aðferða og fræða sem nefnast einu nafni ninjutsu (忍術). Iðkendur ninjutsu voru svokallaðir shinobi eða ninja. Þeir fengu leiðsögn í meðferð vopna ásamt því að fá þjálfun í bardagatækni og herkænsku. Þeir lærðu hvernig mætti leynast og fara um eins og skugg...
Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg V. Kaldalóns stundað?
Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi. ...
Er einhver munur á gáfum katta og hunda? Hvort þeirra má skilgreina sem gáfaðra dýr?
Eflaust er hér um að ræða eitt allra mesta þrætuefni gæludýraeigenda í dag. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum var spurt hvert fólk telji vera greindasta húsdýrið og svöruðu flestir að hundar væru það en næst í röðinni komu kettir. En spurningin er ekki aðeins líffræðileg heldur líka heimspekileg, samanber s...
Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?
Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...
Hvað er grindargliðnun?
Á meðgöngu slaknar á liðböndum til þess að mjaðmagrindin geti gefið eftir þegar fóstrið stækkar og fæðingarvegurinn víkkar. Oftast finna konur ekki mikið fyrir þessum breytingum, en í sumum tilfellum geta þær orðið fyrir talsverðum og jafnvel miklum óþægindum í mjaðmagrindinni. Talað er um grindarlos eða grindargl...