Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg V. Kaldalóns stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.

Rannsóknarverkefni Ingibjargar snúa að tveimur meginsviðum. Annars vegar að starfsháttum í skólastarfi þar sem sjónum er beint að áhugahvöt nemenda og því hvernig efla megi sjálfræði og sjálfstjórnun þeirra sem og að þeir upplifi að námið hafi tilgang og merkingu. Þar hefur hún áréttað mikilvægi þess að snúa frá rótgrónum hugmyndum um að nám feli fyrst og fremst í sér fræðslu um fyrirfram skilgreinda þekkingu, því þá sé takmarkað rými fyrir nemandann sem einstakling. Mikilvægt sé að vinna að því markmiði Aðalnámskrár að efla alhliða þroska, velfarnað og menntun hvers og eins.

Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.

Hinsvegar er Ingibjörg sérfræðingur í teymi rannsakenda við Menntavísindasvið sem tekur þátt í Evrópuverkefninu Upright, ásamt Embætti landlæknis. Með Upright er þróað námsefni þar sem kennarar eru þjálfaðir í að efla ýmsa færniþætti sem stuðla að seiglu og vellíðan barna og unglinga. Þannig er þróað inngrip sem verður svo metið í framhaldinu með samanburðarrannsókn í nokkrum grunnskólum. Verkefnið nær til alls skólasamfélagsins þar sem bæði er unnið að velfarnaði nemenda og foreldra þeirra, og síðast en ekki síst kennarahópsins.

Ingibjörg vinnur einnig að þróunarverkefnum í skólasamfélaginu sem lúta að ráðgjöf og þjálfun í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði í skólastarfi.

Ingibjörg er fædd 1968 og er stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún lauk BA-prófi í stjórnmála- og félagsfræði frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1993 og MA-gráðu í félagsfræði frá sömu deild 1996. Hún lauk doktorsprófi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2015. Hún hefur starfað við Menntavísindasvið frá árinu 2003 og gegnir nú stöðu lektors á sviði velfarnaðar barna.

Mynd:
  • © Rafn Rafnsson.

Útgáfudagur

20.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg V. Kaldalóns stundað?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76595.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg V. Kaldalóns stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76595

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg V. Kaldalóns stundað?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76595>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg V. Kaldalóns stundað?
Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.

Rannsóknarverkefni Ingibjargar snúa að tveimur meginsviðum. Annars vegar að starfsháttum í skólastarfi þar sem sjónum er beint að áhugahvöt nemenda og því hvernig efla megi sjálfræði og sjálfstjórnun þeirra sem og að þeir upplifi að námið hafi tilgang og merkingu. Þar hefur hún áréttað mikilvægi þess að snúa frá rótgrónum hugmyndum um að nám feli fyrst og fremst í sér fræðslu um fyrirfram skilgreinda þekkingu, því þá sé takmarkað rými fyrir nemandann sem einstakling. Mikilvægt sé að vinna að því markmiði Aðalnámskrár að efla alhliða þroska, velfarnað og menntun hvers og eins.

Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.

Hinsvegar er Ingibjörg sérfræðingur í teymi rannsakenda við Menntavísindasvið sem tekur þátt í Evrópuverkefninu Upright, ásamt Embætti landlæknis. Með Upright er þróað námsefni þar sem kennarar eru þjálfaðir í að efla ýmsa færniþætti sem stuðla að seiglu og vellíðan barna og unglinga. Þannig er þróað inngrip sem verður svo metið í framhaldinu með samanburðarrannsókn í nokkrum grunnskólum. Verkefnið nær til alls skólasamfélagsins þar sem bæði er unnið að velfarnaði nemenda og foreldra þeirra, og síðast en ekki síst kennarahópsins.

Ingibjörg vinnur einnig að þróunarverkefnum í skólasamfélaginu sem lúta að ráðgjöf og þjálfun í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði í skólastarfi.

Ingibjörg er fædd 1968 og er stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún lauk BA-prófi í stjórnmála- og félagsfræði frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1993 og MA-gráðu í félagsfræði frá sömu deild 1996. Hún lauk doktorsprófi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2015. Hún hefur starfað við Menntavísindasvið frá árinu 2003 og gegnir nú stöðu lektors á sviði velfarnaðar barna.

Mynd:
  • © Rafn Rafnsson.

...