Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1754 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru helstu uppfinningar Kínverja til forna?

Vísindaleg nálgun í Kína til forna markaðist mjög af hagnýtum sjónarmiðum landbúnaðarsamfélagsins í óhjákvæmilegu samspili sínu við náttúruna. Heimsfræði Kínverja á síðustu öldum fyrir Krist mótaðist út frá hinu forna spádómskerfi breytinganna (Yijing eða I Ching 易經). Markmiðið var að miklu leyti það...

category-iconStærðfræði

Hvað er óreiða í stærðfræði?

Í stærðfræði og tengdum greinum getur hugtakið óreiða (e. entropy) vísað til nokkurra mismunandi hluta. Í upplýsingafræði er til dæmis talað um upplýsingaóreiðu sem er mat á lágmarksfjölda já/nei svara sem kóða ákveðnar upplýsingar. Miklar hagnýtingar felast í þessu þar sem upplýsingaóreiðan segir til um lágmarksf...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig er alheimurinn á litinn?

Alheimurinn nær til alls sem við þekkjum, og er þar með það litríkasta sem hugsast getur! Við sjáum þó ekki alla þessa litadýrð frá jörðinni. Plánetan jörð er í grennd við sólina, sem er hluti af stjörnuþokunni okkar sem kallast Vetrarbrautin. Utan um þessi fyrirbæri alheimsins er gashjúpur sem gleypir suma lit...

category-iconUmhverfismál

Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?

Mikið rétt; sólin er heit eins og við skynjum svo glöggt á sólríkum dögum. Það er þó ekki sólarhitinn sem getur valdið því að gat kunni að myndast á ósonlagið (nema með óbeinum hætti), heldur sólargeislarnir sem frá sólinni stafa. Sólargeislarnir geta valdið eyðingu ósonsameindanna sem mynda ósonlagið. Til allrar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?

Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér. Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var gríski djöfullinn Demogorgon?

Nafnið Demogorgon er ekki komið frá Forngrikkjum heldur virðist það fyrst hafa verið notað snemma á miðöldum (um 450) um undirheimaguð. Í sumum heimildum er talið að orðið hafi einfaldlega verið misritun á orðinu demiurgos sem merkti 'handverksmaður' og síðar 'skapari'. Í heimspeki Platons er demiurgos haft yf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?

Heitið espresso á uppruna sinn á Ítalíu. Það merkir bókstaflega ‘það sem pressað er út’. Ítalska orðið er leitt af lýsingarhætti þátíðar í latínu, expressus (af sögninni exprimere ‘þrýsta út’). Það hefur borist um hinn vestræna heim í myndinni espresso. Þannig er það notað í Norðurlandamálum, þýsku og ensku svo dæ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?

Rauð augu á ljósmyndum stafa af því að leifturljós („flass“) myndavélarinnar endurspeglast frá augnbotninum. Við sjáum hluti þegar ljósið frá þeim berst augnbotnum okkar þar sem sérhæfðar frumur nema það og senda viðeigandi taugaboð upp í heila. Þessar frumur, sem nefnast keilur og stafir, eru viðkvæmar og þess...

category-iconFélagsvísindi

Hvað þýðir „skortstaða“ í viðskiptum?

Skortstaða er íslensk þýðing á enska hugtakinu short position. Það er notað í fjármálum til að lýsa því þegar fyrirtæki eða einstaklingur hefur fengið eign að láni og selt hana til þriðja aðila. Til dæmis gæti Björn lánað Ara hlutabréf í Hlut hf. að nafnvirði ein milljón króna og Ari selt Dóru bréfin. Þar með hefu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?

Ástæðan fyrir því að hamstrar eru iðnastir á næturnar, hvort heldur er við leik eða næringaröflun, er sú að þeir eru svokölluð næturdýr eins og flest önnur nagdýr. Næturdýr velja, eins og nafnið gefur til kynna, nóttina fram yfir daginn til athafna. Ástæðunnar fyrir þessu atferli er eflaust að leita í langri þr...

category-iconFélagsvísindi

Hversu hátt hlutfall er tekjuskattur einstaklinga af allri skattheimtu ríkissjóðs og hver yrðu áhrif þess að fella hann niður?

Árið 2000 skilaði tekjuskattur einstaklinga 44,1 milljarði króna í ríkissjóð. Heildartekjur ríkissjóðs það ár voru 224,7 milljarðar og hlutur tekjuskattsins því rétt tæpur fimmtungur eða 19,6%. Af þessum 224,7 milljörðum voru skattar, vörugjald og tollar 200,6 milljarðar og hlutur tekjuskatta því um 22% af þeirri ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?

Albínismi er þekkt erfðafræðilegt ástand hjá öllum hryggdýrum. Albínóar finnast einnig meðal skordýra, til að mynda eru til hvítingjar af fiðrildategundinni Erebia epiphron silesiana. Orsökin fyrir albínisma liggur í stökkbreytingu í geni sem tjáir ensímið týrósínasa en það leikur mikilvægt hlutverk í myndun me...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning?

Um eitt af hverjum 1000 lifandi fæddum sveinbörnum hefur auka Y-litning. Drengir sem fæðast með auka Y-litning skera sig ekki frá öðrum drengjum í útliti fyrir utan það að þeir eru oft hávaxnari en almennt gerist og bólugrafnari á unglingsárum. XYY-drengir eru oft mjög tápmiklir en jafnframt eru aðeins meiri líku...

category-iconLæknisfræði

Hvað orsakar heilahimnubólgu?

Hér er einnig að finna svar við spuningunum: Getur heilahimnubólga komið aftur eftir að maður hefur fengið hana einu sinni?Ef heilahimnubólga er ekki smitandi, hvernig fær maður hana þá? Heilahimnubólga er eins og nafnið ber með sér bólga í himnum sem umlykja heilann. Orsakir bólgunnar geta verið margar en oftast...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að auka melanín í líkamanum?

Melanín er litarefni húðar og hárs. Hversu mikið melanín er í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Talsvert hefur verið fjallað um melanín á Vísindavefnum, til dæmis í eftirfarandi svörum eftir sama höfund: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? ...

Fleiri niðurstöður