Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3164 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvað er vedísk stærðfræði?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er vedísk stærðfræði/reikningur og er hún kennd hér á landi? Vedísk stærðfræði getur þýtt tvennt: Annars vegar var stærðfræði, sem iðkuð var á Indlandi á svonefndu vedísku tímabili frá því um 1500 til um 500 – 400 fyrir Krist, nefnd vedísk stærðfræði. Indversk stær...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru menn dýr?

Orðin í máli okkar geta haft svolítið mismunandi merkingu eftir því hver segir þau og í hvaða samhengi þau eru. Á máli líffræði og raunvísinda merkir orðið "maður" einstakling af tegundinni sem kölluð er á vísindamáli Homo sapiens. Orðið "tegund" hefur síðan nánar skilgreinda merkingu sem óþarft er að tíunda hér. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta dýr sem vitað er um?

Við þessari spurningu er sennilega ekkert eitt rétt svar. Tvær ástæður eru fyrir því, sé svarið eingöngu miðað við lengd fullvaxins dýrs. Önnur ástæðan er flokkunarfræðileg: Hvað er dýr? Hin varðar nákvæmni og viðmið í mælingum. Í flokkunarfræði nútímans eru þeir einfrumungar sem áður töldust vera einfruma dýr,...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru margir hafernir lifandi á Íslandi?

Hafernir eru konungar loftsins á Íslandi. Ernir eru sjaldgæfir, en undir 100 pör eru til og hafa þeir verið í útrýmingarhættu í áratugi. Á síðustu árum hefur örnum fjölgað aðeins. Ernir verptu fyrrum um allt land en bændur töldu að þeir legðust á búfénað og drápu þá miskunnarlaust þar til þeir voru komnir í útrými...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er grjót hart?

Stundum getur verið svolítið erfitt að svara spurningum af þessu tagi af því að svarið felst að nokkru leyti í merkingu orðanna. Þannig gætum við sagt að sumir hlutir séu einfaldlega harðari en aðrir og sumt af því sem harðast er köllum við grjót. En kannski getum við gert aðeins betur en þetta! Berggrunnur lan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?

Spurningin er væntanlega sú, hvort vatn gæti komið í stað bensíns eða dísilolíu sem orkugjafi fyrir bíla? Svarið við því er einfaldlega nei. Eldsneyti sem notað er á bíla eru aðallega kolvetni (e. hydrocarbons). Þegar slíku eldsneyti er brennt, en bruni er hvarf við súrefni, endar allt kolefnið sem var í eldsn...

category-iconHeimspeki

Hvað er fullkomnun? - Myndband

Stórt er spurt og kannski ekkert annað en dæmi um guðsduld að ætla sér að svara þessari spurningu, sérstaklega ef svarið á að vera fullkomið! Með það í huga er þó hægt að benda á einhverjar leiðir til þess að hugsa um fullkomnun og þá sérstaklega af hverju við leitum hennar í ótal myndum. En fyrst er gott að hu...

category-iconHeimspeki

Hvað er raunverulegt?

Spurningin er svona í fullri lengd:Hvað er raunverulegt og hver getur ákveðið hvað er raunverulegt og hvað ekki?Orðið raunverulegt er gjarnan notað yfir allt sem er til og það sem er ekki til er þá ekki raunverulegt. Þetta dugar þó skammt sem svar við spurningunni enda liggur þá beint við að spyrja “Hvað er til?”....

category-iconVísindafræði

Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?

Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan er íshokkí upprunnið?

Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýr verpa eggjum?

Ýmislegt einkennir spendýrin. Þar mætti nefna loðinn feld sem veitir skjól en þó hafa margar tegundir misst hann í gegnum þróunarsöguna. Auk þess tengist neðri kjálkinn beint við höfuðkúpuna, þau hafa bein í miðeyra, það er hamar, steðja og ístað. En það sem flestum dettur í hug þegar talað er um spendýr er að þau...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim?

Svarið er nei; kraftarnir sem um ræðir eru alltof litlir í þessu tilviki. Þessar hugmyndir eru til komnar af því að svokallaðir sjávarfallakraftar geta vissulega látið til sín taka í náttúrunni. Þessir kraftar frá sól og tungli valda sjávarföllum og stórstreymi og smástreymi í höfum jarðarinnar eins og við þekk...

category-iconLögfræði

Hver er lögfræðilega skilgreiningin á líkamsárás?

Misjafnt getur verið hvað hin ýmsu hugtök þýða bæði almennt séð og lagalega séð. Lagalega skilgreiningin á orðinu þjófnaður er til dæmis allt önnur en gengur og gerist í daglegu tali. Það sem daglega er kallað þjófnaður er hinsvegar skilgreint sem gripdeild í lagalegri merkingu og felst grundvallarmunurinn í því h...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er mögulegt að umlykja ljósaperu með sólarrafhlöðum og framleiða þannig umframorku?

Svarið við þessu er nei, það er ekki hægt. Til þess að lýsa áfram þyrfti peran að breyta allri raforkunni sem hún fær frá sólarrafhlöðunum í ljósorku. Sólarhlöðin þyrftu líka að breyta allri ljósorkunni sem þau fá frá perunni í raforku. Í rauninni er hvorugt mögulegt. Einhver orka tapast alltaf sem varmaorka þe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?

Spurningin er svona í fullri lengd: Er "rétt" íslenska að nota "hvar" og "hvaðan" þar sem ("hvar") oftast er notað "þar sem"? Annað dæmi: ...hvaðan nöfn vinningshafanna verða dregin út. Orðið hvar er atviksorð sem notað er þegar spurt er um stað, t.d.: „Hvar á hann heima?”, „Hvar eigum við að hittast?”. Orði...

Fleiri niðurstöður