Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1281 svör fundust
Hver er munur á mjólkurfernu og mjólkurhyrnu?
Orðið hyrna er skylt orðinu horn og hefur verið notað í margs konar merkingu, meðal annars um hvassa fjallstinda eins og ýmis örnefni bera vitni um (Skarðshyrna og Lýsuhyrna) og um klúta eða sjöl, einkum þau sem eru þríhyrnd (samanber samsetta orðið þríhyrna) eða brotin í horn. Þegar fyrst var farið að selja mj...
Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem heitir Oizys?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem á dönsku heitir Oizys og er gyðja sorgarinnar. Ég hef aldrei heyrt hennar getið. Er til íslenskt nafn á hana? Forngríska orðið oizys, ὀιζυς, þýðir eymd en þýðendur, eins og Helgi Hálfdanarson og Jón Gísl...
Hvað er það, þegar luntur er í einhverjum?
Orðabók Háskólans hefur engin dæmi um orðið luntur en ef til vill er hér átt við nafnorðið lunti. Lunti getur merkt 'lasleiki, vesöld', t.d. „Það hefur verið hálfgerður lunti í mér upp á síðkastið.“ En lunti getur einnig merkt 'fýla' eða 'geðvonska'. Þá er t.d. sagt: „Það er hálfgerður lunti í krakkanum,“ og ræðst...
Er til íslenskt orð yfir ensku sögnina juggle, það er að halda á lofti hlutum í sífelldri hreyfingu?
Sögnin juggle á ensku, jonglere á dönsku, hefur til þessa verið umrituð í íslenskum orðabókum og engin ein íslensk sögn verið notuð í staðinn. Í nýyrðabanka Íslenskrar málstöðvar er hins vegar til nýyrðið að gegla fyrir sögnina juggle, geglari fyrir juggler (dönsku jonglør) og gegl fyrir athöfnina að gegla. Ég hef...
Hvað er bananalýðveldi?
Bananalýðveldi eða banana republic eins og það kallast á ensku er orð sem oft er notað í niðrandi merkingu til að lýsa ástandi í tilteknum smáríkjum. Oftast er verið að vísa til smáríkja í Rómönsku Ameríku sem búa við spilltar og óstöðugar ríkisstjórnir og þá oft herstjórnir. Efnahagur þessara landa er oft mjö...
Kemur orðið "olnbogi" af öðru beini framhandleggs, öln?
Liðurinn milli upphandleggs- og framhandleggsbeins handarbaksmegin hét í fornu máli ölnbogi. Nafnið er leitt af heiti framhandleggsbeinsins sem kallast öln og sett saman úr öln og bogi. Til eru hliðarmyndir af ölnbogi eins og olnbogi, olbogi og albogi. Þær eru allar gamlar í málinu en olbogi er nú einkum notað...
Hvernig varð 'Erlendur' íslenskt karlmannsnafn? Ég er Englendingur og mér finnst undarlegt að nefna barn 'Foreign'!
Ekki eru allir sammála um merkingu nafnsins Erlendur. Flestir telja þó að um sama orð sé að ræða og lýsingarorðið erlendur í merkingunni ‘útlendur, frá öðru landi’. Upphaflega hafi þá verið um viðurnefni að ræða sem síðar hafi fest sem eiginnafn. Fyrri liðurinn væri þá forskeytið er- (eldra ør-) og síðari liðurinn...
Hvaðan kemur orðið „brjóstsykur“ og af hverju er svoleiðis sælgæti kennt við brjóst?
Orðið brjóstsykur þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld. Það er tökuorð úr dönsku brystsukker og er sömuleiðis 19. aldar orð í Danmörku. Upphaflega var um að ræða einhvers konar lyf við brjóstverkjum sem bætt var með sykri. Þaðan kemur tengingin við brjóst. Smám saman fékk orðið nýja merkingu ...
Er munur á alþjóðafyrirtæki og fjölþjóðafyrirtæki?
Þessi orð eru notuð jöfnum höndum og vart hægt að segja að munur sé á merkingu þeirra eða að annað sé réttara en hitt. Reyndar er merking beggja orðanna nokkuð loðin; það er ekki ljóst hvenær fyrirtæki telst alþjóða- eða fjölþjóðafyrirtæki og hvenær ekki. Er til dæmis nóg að fyrirtækið eigi viðskipti við aðila ...
Hvenær kemur orðið unglingur inn í málið?
Samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans er unglingur 17. aldar orð og er elst dæmi í safninu úr Grobbíansrímum sem eignaðar hafa verið Guðmundi Erlingssyni en einnig öðrum höfundum. Þar stendur: En unglingur af óvananum ei vill láta lítt gegnandi boði blíðu en bitur varð af reiði og stríðu. Aðalsteinn Eyþórs...
Hvað merkir orðtakið „hver og hver og vill og verður“ og hvaðan er það upprunnið?
Spurnarsetningin hver og hver og vill er mjög vel þekkt og notuð þegar verið er að bjóða eitthvað eða fá sjálfboðaliða til einhvers. „Hver og hver og vill fara út í búð?“ eða „Hver og hver og vill síðasta bitann af kökunni?“ Viðbótinni ... og verður er stundum skeytt aftan við og jafnvel ... að lofa og þá oftas...
Ég var að grúska í gamalli símaskrá frá 1941 og þar er mikið talað um símnefni, hvað er það?
Símnefni var stytt nafn eða sérstök nafnmynd fyrirtækis notuð til sparnaðar í símskeytum. Greiða þurfti fyrir hvert orð og kom sér þá vel að geta notað styttinguna. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi úr tímaritinu Ægi frá 1914:Símnefni Jakobs Gunnlögssonar í Khöfn er: Starfsemi, Köbenhavn. ...
Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?
Á 14. öld var töluð í Bretlandi svokölluð 'miðenska', sem var töluvert frábrugðin þeirri ensku sem við þekkjum nú. Hún hafði breyst mikið frá engilsaxnesku eða fornensku, sem töluð var í Englandi fram eftir 12. öld, en fornenska var mun líkari íslensku en nútímaenska. Miðenska var rík af mállýskum, bæði rituðum og...
Var Einstein samkynhneigður?
Nokkuð hefur verið ritað um Einstein og framlag hans til vísindanna hér á Vísindavefnum, enda ástæða til þar sem hann var einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma. Hingað til hefur hins vegar ekki verið fjallað hér um kynhneigð Einsteins og er ástæðan einfaldlega að hún skiptir harla litlu máli í samanburði við k...
Töluðu steinaldarmenn tungumál?
Vísindamenn, sem rannsaka þróunarsögu mannsins, eru flestir þeirrar skoðunar að frummaðurinn hafi notað bendingar og líkamshreyfingar til þess að ná sambandi við aðra sinnar tegundar. Þessa hugmynd byggja þeir á hegðun simpansa en margar og mismunandi kenningar eru um hvað í raun greini manninn frá simpansanum. ...