Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 787 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er stærð sólar mæld?

Nærtækust er sú aðferð að reikna stærð sólar út frá fjarlægð hennar og því horni sem hún spannar á himninum. Einnig má mæla stærð sólar með því að nota birtustig og fjarlægð til sólar til að reikna ljósafl hennar. Þá er hiti reiknaður út frá birtustigi á mismunandi bylgjulengdum. Loks er notuð jafnan:L = 4pR2o...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?

Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur. Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsil...

category-iconLífvísindi: almennt

Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?

Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum. Ef einblínt er á veirur sem finnast...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær barst minkur til Evrópu?

Minkur (Mustela vison) er rándýr af marðardýraætt (Mustelidae). Hann er upprunninn í Norður-Ameríku og nær náttúruleg útbreiðsla hans allt frá túndru Alaska í norðri til leiruviðarfenja Flórída og þurrs loftslags Nýju Mexíkó og Kaliforníu í suðri. Frá því að tegundinni var fyrst lýst af Schreber árið 1777 hefur 15...

category-iconLögfræði

Hvert er hlutverk allsherjarnefndar Alþingis?

Allsherjarnefnd er ein af tólf fastanefndum Alþingis. Í II. kafla laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis (þskl.) er fjallað um fastanefndir Alþingis sem eru þessar skv. 13. gr. laganna:AllsherjarnefndEfnahags- og viðskiptanefndFélagsmálanefndFjárlaganefndHeilbrigðis- og trygginganefndIðnaðarnefndLandbúnaðarnefndMen...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið sagt mér muninn á íslenskunni sem er töluð á Suðvesturlandi og annars staðar á landinu?

Á Vísindavefnum er svar við fyrirspurn um mállýskur á Íslandi: Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær? eftir Guðrúnu Kvaran. Þar eru nefnd sex helstu einkenni á framburði. Á Suðvesturlandi er linmæli ríkjandi, það er p, t og k eru borin fram ófráblásin eins og b, d og g. Orðin hrapa, láta og r...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig virka erfðapróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er DNA og hvernig virka DNA-próf? Til þess að svara fyrri hluta upprunalegu spurningarinnar er vísað á svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Engir tveir einstaklingar hafa sama erfðaefni, nema auðvitað eineggja...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er DNA-sameindin gormlaga?

DNA sameindir í litningum dýra,plantna og baktería eru tvíþátta gormar. Einþátta DNA-sameindir eru þó ekki óþekktar því þær koma fyrir sem erfðaefni vissra veira. Byggingarefni DNA-sameinda eru svonefnd kirni sem sett eru saman úr sykrunni deoxyríbósa, fosfati og niturbasa. Niturbasar kirna eru ferns konar, ade...

category-iconJarðvísindi

Hvað standa eldgos lengi?

Sum eldgos standa aðeins yfir í nokkrar klukkustundir á meðan önnur standa yfir í ár, áratugi eða jafnvel árhundruð. Í bókinni Volcanoes of the world (Simkin, T., and Siebert, L., 1994, Volcanoes of the world: Geoscience Press, Tucson, Arizona, bls. 19) eru talin upp 3.211 eldgos. Af öllum þessum eldgosum stóð...

category-iconFornleifafræði

Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?

Spyrjandi á líklega við rúnirnar á pínulitlu spýtubroti sem fannst í Viðey 1993 og er nú geymt á Árbæjarsafni. Við fornleifarannsóknir í Viðey fannst brot úr rúnakefli í rúst skála nokkurs. Brotið fannst í röskuðu lagi og er álitið að gólfskánin* sé frá 10. eða 11. öld. Rúnirnar sjálfar benda þó fremur til 11. ald...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða klumpahraun til?

Klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) eru mjög algeng hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum.[1] Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu[2] við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma. Athug...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?

Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er stærsta líffærið í líkamanum úr eitilvef. Það er þakið hylki úr þéttum bandvef og liggur milli maga og þindar. Í miltanu eru ýmsar gerðir af blóðfrumum, þar með talin rauðkorn, átfrumur og hvítfrumur. Miltað síar ekki vessa eins og önnur líffæri vessakerfisins en það i...

category-iconLæknisfræði

Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?

Skaðsemi sólarljóssins má rekja til útfjólublárra geisla en útfjólublátt ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og UVB. Ljósabekkir eru frábrugðnir sólinni að því leyti að ljós þeirra inniheldur eingöngu UVA-geisla sem hafa lengri bylgjulengd en UVB-geislarnir. En það eru UVB-geislarnir sem valda því að við brennum í só...

category-iconJarðvísindi

Hver er kornastærð gjósku?

Gjóskan sem myndast við eldgos er mismunandi að kornastærð. Súr og ísúr kvika tvístrast nær alltaf í gjósku við eldgos á meðan basísk kvika myndar sjaldan mikla gjósku. Ef vatn kemst að gosrásinni, eins og við gos undir jökli eða í vatni, myndast alltaf gjóska hvort sem kvikan er súr eða basísk. Þegar fer saman ti...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hluti af erfðamengi manna kominn frá veirum?

Útreikningar vísindamanna benda til þess að um 8% erfðamengis manna sé upprunnið úr erfðamengi veira, og önnur 40% eru endurteknar raðir sem talið er að eigi líklega einnig uppruna sinn að rekja til veirusýkinga.[1] Til samanburðar má nefna að aðeins um 1% af erfðaefni manna eru gen sem skrá fyrir prótínum, en ...

Fleiri niðurstöður