Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2030 svör fundust
Erfast skuldir frá foreldrum?
Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát. Af erfðalögum nr. 8/1962 og lögum nr. 21/1991 um skipti á dánarbúum og fleira má sjá að við andlát einstakl...
Geta bólusettir einstaklingar borið veiruna SARS-CoV-2 og smitað aðra?
Öll spurningin hljómaði svona: Í ljósi þess að bólusetning er vörn gegn sjúkdómi ekki smiti, hvað hefur verið rannsakað varðandi smithættu frá Covid bólusettum einstaklingum bólusettum með hinum ýmsu bóluefnum? Hafa verði reiknuð út tölfræðileg líkindi á smiti frá bólusettum einstaklingum (einkennalausum væntan...
Getur stéttarfélag afsalað sér verkfallsrétti svo að bindandi sé?
Samkvæmt 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938 er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum heimilt að beita verkföllum og verkbönnum til þess að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til að vernda þann rétt sem þeir hafa samkvæmt þessum sömu lögum. Þess...
Er guðlast bannað með lögum?
Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum settum af Alþingi sem beinlínis bannar guðlast í orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar eru ákvæði í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir þá athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða...
Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?
Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka...
Hversu mörg dauðsföll hafa átt sér stað við sjómennsku á Íslandi?
Rannsóknarnefnd sjóslysa starfar samkvæmt lögum nr. 68/2000 með síðari breytingum. Nefndinni er ætlað að kanna orsakir allra sjóslysa er íslensk skip farast en einnig skal nefndin rannsaka öll slys þar sem manntjón verður, svo og önnur þau sjóslys sem hún telur ríkar ástæður til að rannsaka. Rannsóknarnefnd sjó...
Er mýrarauði hættulegur mönnum ef hann kemst í neysluvatn?
Rauðleitt neysluvatn er vísbending um að járn sé yfir leyfðum mörkum. Það er ekki hættulegt heilsu manna en eyðileggur bragðgæði og veldur því að vond lykt er af vatninu. Vatnið er löngu orðið ódrekkandi, rautt og illa lyktandi, áður en það er hættulegt heilsu manna. Vatn sem í er járn yfir leyfðum mörkum er l...
Hver er munurinn á einkamálum og opinberum málum?
Í grófum dráttum felst munurinn þarna í því að í opinberum málum á ríkið aðild að málinu en í einkamálum eigast við tveir lögaðilar án þess að ríkið sé í hlutverki sækjanda. Um opinber mál gilda lög nr. 19 frá 1991 en um einkamál gilda lög nr. 91 frá 1991. Opinber mál eru í rauninni mál sem ríkið rekur vegna b...
Er hægt að ættleiða einhvern sem er eldri en maður sjálfur? Ef svo er, má þá ættleiða skyldmenni sitt, til dæmis frænku sína?
Í 3. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, er tiltekið hverja megi ættleiða:Lög þessi taka til ættleiðinga barna innan 18 ára aldurs. Sama er um ættleiðingar þeirra sem eldri eru, nema annars sé getið og eftir því sem við á. Með orðinu barn samkvæmt lögum þessum er átt við barn eða ungmenni allt til 18 ára aldurs...
Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg? Hver eru viðurlög og refsingar?
Sveppaflóra Íslands er fjölbreytileg og eru margar tegundir sem finnast hér á landi. Af því sem lesa má úr almennu fræðsluefni um sveppi má draga þá ályktun að meginreglan sé að sveppi sem finnast villtir úti í náttúrunni skuli láta vera. Margar af þeim sveppategundum sem finnast hér landi eru lífshættulegar og ge...
Er hægt að dæma mann fyrir morð ef hann drepur einhvern sem þegar hefur verið úrskurðaður látinn og þurrkaður út af þjóðskrá?
Rétthæfi manns lýkur þegar hann deyr. Samkvæmt íslenskum rétti geta allir menn átt réttindi og borið skyldur og getur því sérhver maður verið réttaraðili, en í því er rétthæfi einmitt fólgið. Hafi maður horfið og líkur benda til þess að hann sé ekki lengur á lífi er unnt að ákveða með dómi að horfinn maður skuli ...
Erum við heima hjá okkur þegar við sitjum undir stýri?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er skilgreiningin á einkabifreið? Hefur maður sömu réttindi þar eins og heima hjá sér (er maður „heima hjá sér" undir stýri)? Bifreið er skilgreind svo í 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987: a. Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða ...
Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?
Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilin...
Af hverju er metan hættulegri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð?
Fyrst er rétt að útskýra stuttlega í hverju svokölluð gróðurhúsaáhrif lofttegunda í andrúmsloftinu felast.[1] Í hnotskurn felast þau í því að viðkomandi lofttegundir geta hindrað hitageislun frá jörðinni, sem myndast í kjölfar sólargeislunar, vegna þess að viðkomandi sameindir gleypa þá geislun. Í framhaldi af ...
Hvaða rannsóknir hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir stundað?
Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga; allt frá bernskuminningum rithöfunda til sjálfstjáningar á samfélagsmiðlum. Minn...