Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 277 svör fundust
Hver er munurinn á taugahormóni og taugaboðefni?
Bæði taugahormón og taugaboðefni eru boðefni sem koma boðum milli líkamshluta. Hormónin bera boðin langar leiðir með hjálp blóðrásarkerfisins en taugaboðefni bera boðin stutt milli taugunga, til dæmis innan heilans. Taugahormón er hormón sem myndast í taugavef og er seytt úr honum í blóðrásina eins og önnur ho...
Getur PreCold munn- og hálssprey hjálpað til við að koma í veg fyrir COVID-19-smit?
PreCold er framleitt á vegum íslensk-sænska fyrirtækisins Zymetech en sænski hluti þess ber nafnið Enzymatica. PreCold er einnig markaðssett undir nafninu ColdZyme. Þær rannsóknir á fólki sem hafa verið birtar voru gerðar með ColdZyme. PreCold og ColdZyme eru sem sagt sama varan sem er markaðssett sem lækningatæki...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?
Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...
Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...
Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?
Fjölmargir heimspekingar hafa leitast við að finna svör við þessari spurningu sem óneitanlega tengist mjög hamingjunni, ánægjunni og tilgangi lífsins. Forngrískir heimspekingar ætluðu siðfræðinni það hlutverk að svara því hvernig best væri að lifa vel. Að lifa vel má til dæmis skilja með orðunum að vera hamingjusa...
Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni?
Persónuleika Grettis Ásmundssonar á Bjargi hefði trúlega mátt lýsa þannig að Grettir hafi verið önuglyndari eða uppstökkari en gerist og gengur. Með því er átt við að hann hafi sýnt af sér önuglyndi eða að hann hafi stokkið upp á nef sér bæði oftar og víðar en aðrir. Einnig væri með lýsingunni gert ráð fyrir því a...
Er afsökun möguleg?
Vissulega hljómar íslenska orðið afsökun undarlega þegar við rýnum í það. Ef einhver er sekur um eitthvað, getur hann þá hætt að vera sekur ef hann er af-sakaður? Er sök viðkomandi eitthvað minni en þess sem hefur brotið af sér á sama hátt en hefur ekki hlotið afsökun? Varla getur það verið að hægt sé að breyta st...
Hafa auglýsingar síður áhrif á greint fólk?
Samantekt Rhodes og Wood (1992) bendir til þess að samband sé milli greindar og áhrifa auglýsinga.* Að jafnaði gildir að eftir því sem greind mælist hærri, því erfiðara er að breyta viðhorfum með auglýsingum. Þessi tengsl eru jafnan skýrð þannig að greint fólk búi yfir meiri þekkingu en aðrir, og að það sé þekking...
Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?
Talíbanar (e. taliban, arabískt orð yfir „nemendur“) er andspyrnufylking Pastúna sem berst gegn fjölþjóðaliði ISAF (e. International Security Assistance Force) í Afganistan. Þeir stefna að því að ná yfirráðum yfir Afganistan á nýjan leik, en þeir réðu landinu frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn veru erlends he...
Hver er skilgreining ykkar á hugtakinu „náttúruréttur“?
Náttúruréttur er sú hugsun að þau gæði sem hafa náttúrulegt aðdráttarafl fyrir alla menn eigi að vera siðferðilegur grundvöllur þeirra laga sem yfirvöld setja. Svokölluð „náttúrulög“ eru þau boð eða fyrirmæli sem skynsemi okkar telur að sýni þessum gæðum rétta virðingu. Mannlegar athafnir eru dæmdar siðferðilega ...
Er gagnlegt að taka hitalækkandi lyf við sótthita eða getur það haft áhrif á varnarkerfi líkamans?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að velta fyrir mér virkni sótthita. Þegar maður veikist á maður að taka hitalækkandi til þess að hjálpa líkamanum að starfa eða er hitinn tæki líkamans til þess að herja á óværur? Sótthiti er nokkuð sem flestir, ef ekki allir, upplifa einhvern tíma. Þessi fylgikvilli ...
Hver voru vinsælustu svör febrúarmánaðar 2017?
Í febrúarmánuði 2017 birtust 30 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Bólgur, hitakrem, einkavæðing, rafmagn, Kötlugos og Babýlon til forna komu við sögu í fimm mest lesnu s...
Hvar búa kanínur?
Kanínur tilheyra ætt héra (Leporidae) og skiptast í tíu ættkvíslir og 28 tegundir. Ef „búa“ merkir staðurinn þar sem kanínur halda til og gjóta þá er algengt að kanínur geri sér holu í jörðina, jafnvel kerfi af holum. Sumar tegundir, til dæmis margar þeirra sem finnast í Ameríku, gera sér hins vegar hreiður ofanja...
Hvað er dáleiðsla?
Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta í lækningaskyni til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks. Hún er til dæmis nýtt til þess að taka á svefnörðugleikum, erfiðum höfuðverkjum og til að efla einbeitni fólks í námi eða íþróttum. Hvaða áhrif hefur dáleiðsla? Mjög algengt...