Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5591 svör fundust
Hver voru vinsælustu svör desembermánaðar 2018?
Í desembermánuði 2018 voru birt 50 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir vildu vita um bestu leiðina til að fá six pack, en svör við spurningum um fullveldi, fæðu og bólgur...
Hver voru vinsælustu svör septembermánaðar 2018?
Í septembermánuði 2018 voru birt 53 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar um börn og grænmetisfæði, tvö svör úr sérstökum flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fu...
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2019?
Í aprílmánuði 2019 birtust 25 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um ketófæði en svör um skyr, frystingu vatns, neyðaráætlanir við hraunrennsli og v...
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í febrúar 2019?
Í febrúarmánuði 2019 birtist 31 nýtt svar á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á efnafræði prumpsins en svör um elstu ljósmyndina af íslensku landslagi, orðið Pólland,...
Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í janúar 2020?
Alls voru birt 25 ný svör á Vísindvefnum í janúar 2020. Notendur Vísindavefsins í sama mánuði voru 147.608, innlitin 217.790 og flettingar 311.764. Flestir höfðu áhuga á að lesa kærastuna sem vildi fá ogguponsu mjólk í teið sitt - og hvað hún ætti eiginlega við. Svör um kórónaveiru, Jósef Stalín, gróðurelda og ...
Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023
Svör um jarðvísindi og hagfræði raða sér í fimm efstu sæti þeirra svara sem birtust árið 2023 og mest voru lesin á Vísindavef HÍ. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum. Breiddin í lestri er veruleg og þannig getur fjöldi þeirra svara sem lesin er...
Er stéttaskipting á Íslandi?
Upphaflegu spurningarnar hljóðuðu svona: Eru til upplýsingar eða rannsóknir um stéttaskiptingu á Íslandi? Er ríkjandi stéttaskipting/lagskipting á Íslandi? Stéttagreining er fræðilegt sjónarhorn sem byggir á rannsóknum á birtingarmyndum stéttaskiptingar. Rannsóknir sýna að stéttaskipting mótar tilveru og afdr...
Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?
Samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi árið 2001 (sjá heimild) á ítrekunartíðni var tíðnin almennt lægst hjá þeim sem sátu í fangelsi fyrir kynferðisbrot. Ítrekunartíðni var mæld eftir aðalbroti sem refsað var fyrir. Fimm tegundir brota voru bornar saman:fjármunabrotmanndráp og líkamsmeiðingarkynferðisbrotfíkn...
Hvað eru margar tegundir af þröstum hér á landi?
Stutta svarið er að hér á landi verpa tvær tegundir þrasta að staðaldri og þriðja tegundin óreglulega. Skógarþröstur (Turdus iliacus) hefur verpt hér á landi frá alda öðli. Hann er mjög algengur og útbreiddur á láglendi um allt land. Hann verpir helst í alls konar skóglendi, mest í birkiskógum, ræktuðum skógum...
Hvað er vitað um töfrasteina eins og óskasteina og huliðshjálmssteina?
Trú á mátt töfrasteina er ævagömul á Íslandi. Í Grágás, íslenskri lögbók frá því um miðja þrettándu öld, er lagt bann við því að „fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað“. Til dæmis varðar það fjörbaugsgarð „ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sínu“ (19). Af þessu má ráða að st...
Af hverju er fólk loðið undir höndunum?
Á kynþroskaskeiði verða miklar breytingar á líkömum bæði pilta og stúlkna. Brjóst og mjaðmir stúlkna stækka og þær byrja á blæðingum, röddin dýpkar hjá báðum kynjum, þó meira hjá piltum en stúlkum, kynfæri þroskast og piltar fara að geta fengið sáðlát, og líkaminn stækkar hratt. Bæði kyn fá einnig hár á ýmsa s...
Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?
Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa ...
Gátu neanderdalsmenn talað?
Það er mörgum vandkvæðum bundið að grafast fyrir um upphaf eins hverfuls og huglægs fyrirbæris og tungumáls, einkum og sér í lagi talaðs máls. Talmál kemur á undan ritmáli og er upphaf þess því, eðli málsins samkvæmt, hluti af forsögulegum tíma mannsins. Einnig tilheyrir talið, eða öllu heldur hljóðbylgjurnar, líð...
Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?
Ef gallgöng eru fjarlægð þarf að endurbyggja þau á einhvern hátt því líkaminn getur ekki starfað til lengdar ef gall kemst ekki frá lifrinni. Gall er gulgrænn basískur vökvi sem í grófum dráttum gegnir tvenns konar hlutverki - annars vegar sér hann um að losa líkamann við úrgangsefni, til dæmis gallrauða (e. b...
Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?
Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...