Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vísindavefurinn hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun

Ritstjórn Vísindavefsins

Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun þann 28.9.2024. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tók við viðurkenningunni úr hendi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt ritstjóra vefsins, Jóni Gunnari Þorsteinssyni. Upphafsmaður Vísindavefsins og fyrsti ritstjóri hans, Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í vísindasögu og eðlisfræði, var einnig viðstaddur, sem og Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs HÍ.

Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun þann 28.9.2024.

Í stutt ávarpi tileinkaði ritstjóri vefsins verðlaunin tveimur hópum: Annars vegar spyrjendum vefsins, unga fólkinu og öllum öðrum sem sýna einlægan áhuga á vísindum með því að senda inn allar þessar spurningar um bókstaflega allt milli himins og jarðar.

Og hins vegar öllum höfundum Vísindavefsins, öllu vísinda- og fræðafólkinu sem tekur að sér að svara spurningunum!

Vísindavefurinn er í grunninn einfalt samtal á milli þessara tveggja hópa. Með samtalinu er reynt að styðja við upplýsta umræðu í samfélaginu og vinna þannig gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Um það snýst vísindamiðlun Vísindavefsins.

Mynd:

Útgáfudagur

30.9.2024

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavefurinn hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun.“ Vísindavefurinn, 30. september 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87058.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2024, 30. september). Vísindavefurinn hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87058

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavefurinn hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun.“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87058>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Vísindavefurinn hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun
Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun þann 28.9.2024. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tók við viðurkenningunni úr hendi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt ritstjóra vefsins, Jóni Gunnari Þorsteinssyni. Upphafsmaður Vísindavefsins og fyrsti ritstjóri hans, Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í vísindasögu og eðlisfræði, var einnig viðstaddur, sem og Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs HÍ.

Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun þann 28.9.2024.

Í stutt ávarpi tileinkaði ritstjóri vefsins verðlaunin tveimur hópum: Annars vegar spyrjendum vefsins, unga fólkinu og öllum öðrum sem sýna einlægan áhuga á vísindum með því að senda inn allar þessar spurningar um bókstaflega allt milli himins og jarðar.

Og hins vegar öllum höfundum Vísindavefsins, öllu vísinda- og fræðafólkinu sem tekur að sér að svara spurningunum!

Vísindavefurinn er í grunninn einfalt samtal á milli þessara tveggja hópa. Með samtalinu er reynt að styðja við upplýsta umræðu í samfélaginu og vinna þannig gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Um það snýst vísindamiðlun Vísindavefsins.

Mynd:...