Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við þegar menn sjanghæja einhvern og hvaðan kemur orðið?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðatiltækið „að sjanghæja einhvern“?

Orðið sjanghæja er tökuorð úr ensku sem kom fram í ensku um miðja 19. öld og var fljótlega tekið upp í Norðurlandamálum og þýsku. Að sjanghæja einhvern merkti að ræna einhverjum eða tæla einhvern um borð í skip oft með að gera hinn sama útúrdrukkinn eða dópaðan. Þegar hann rankaði við sér var skipið komið út á rúmsjó, oft á leið til Shanghai í Kína til að sækja vörur eins og te og krydd.

Aðeins þrjár heimildir eru í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, tvær elstu úr Ferðaminningum Sveinbjarnar Egilssonar frá fyrri hluta 20. aldar. Mörg dæmi eru á vefnum tímarit.is, hið elsta úr Mánudagsblaðinu frá 1966.

Mjög góð lýsing um notkun í íslensku er á vefsíðunni kvikmyndavefurinn.is og textinn hefur heitið Sjanghæjað til sjós.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.10.2024

Spyrjandi

Þröstur Snær Eiðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar menn sjanghæja einhvern og hvaðan kemur orðið?“ Vísindavefurinn, 24. október 2024, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86835.

Guðrún Kvaran. (2024, 24. október). Hvað er átt við þegar menn sjanghæja einhvern og hvaðan kemur orðið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86835

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar menn sjanghæja einhvern og hvaðan kemur orðið?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2024. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86835>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við þegar menn sjanghæja einhvern og hvaðan kemur orðið?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðatiltækið „að sjanghæja einhvern“?

Orðið sjanghæja er tökuorð úr ensku sem kom fram í ensku um miðja 19. öld og var fljótlega tekið upp í Norðurlandamálum og þýsku. Að sjanghæja einhvern merkti að ræna einhverjum eða tæla einhvern um borð í skip oft með að gera hinn sama útúrdrukkinn eða dópaðan. Þegar hann rankaði við sér var skipið komið út á rúmsjó, oft á leið til Shanghai í Kína til að sækja vörur eins og te og krydd.

Aðeins þrjár heimildir eru í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, tvær elstu úr Ferðaminningum Sveinbjarnar Egilssonar frá fyrri hluta 20. aldar. Mörg dæmi eru á vefnum tímarit.is, hið elsta úr Mánudagsblaðinu frá 1966.

Mjög góð lýsing um notkun í íslensku er á vefsíðunni kvikmyndavefurinn.is og textinn hefur heitið Sjanghæjað til sjós.

Heimildir og mynd:

...