Sólin Sólin Rís 03:02 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:22 • Síðdegis: 24:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:09 • Síðdegis: 18:33 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?

Emily Lethbridge

Skápadalur er jörð innst í Patreksfirði í gamla Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Í örnefnaskrá fyrir jörðina sem Jónína Hafsteinsdóttir tók saman árið 1978 kemur fram að í eldri skrá eftir Ara Gíslason sé sagt „að nafn jarðarinnar sé á reiki, sé stundum Skyttudalur eða Skytjudalur. Ólafía Ólafsdóttir segir, að nafnið Skyttudalur sé aðeins lítið þekkt en hitt ekki“.[1] Árni Magnússon og Páll Vídalín skráðu jörðina í Jarðabók og þar stendur: „Skyttudalur (aðrir meina það heiti Skytiudaler). Allmennilega kallast jörðin Skápadalur“.[2]

Svavar Sigmundsson er búinn að rannsaka örnefnið Skytja og segir í pistli: „Skytja í örnefnum getur því líklega ýmist verið ‘lítil (við)bygging, skot’ eða ‘eitthvað sem skotið er fram eða inn á milli’“[3]. En í örnefnaskránni er að finna skýringu á nafninu Skápadalur og hún er þannig: „Dalurinn er hömrum girtur, og í botni hans er að sjá allhrikalegar klettamyndir. Er gizkað á, að í alla þá risaskápa, sem þar er að finna, sé nafnið sótt (A.G.)“.[4]

Skápadalur séð til austurs, Vesturbyggð áður Rauðasandshreppur.

Hvað nafnorðið skápur varðar má nefna að það er ekki talið vera meðal elstu íslensra orða. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar segir að elstu heimildir um orðið séu frá 17. öld og að það merki:
húsgagn, hirsla oft kassalaga og með hillum (á eða við vegg); hvilft eða hola, t.d. inn í klett’. To. líkl. úr d. skab (fd.skap, skaap), sbr. einnig sæ. skåp og fær. skáp h., ættað úr mlþ. schap ‘skápur, ker,…’, sbr. fsax. skap ‘ílát, fat, bátur’. Sjá skapker, skapa og skeppa.“ Skýringin á kvenkynsorðinu skytja er þannig: „‘skúr, skyggni, (smá)viðbygging’; sbr. mlþ. schütte ‘skjólveggur, lokuslá’; skytja < *skutjōn, sbr. skot ‘horn, krókur’, skúti (1), skutur og skjóta. Orðið kemur líka fyrir í fno. og ísl. örn., sbr. t.d. Mið-Skytja (í Skag.).

Önnur tilvik um Skápa-nöfn á Íslandi koma í ljós við leit í örnefnasafni Árnastofnunar. Hér eru leitarniðurstöður af vefnum Nafnið.is, ásamt skýringu eða lýsingu á kennileitinu þar sem það er til:

  1. Skápahellir (Geirastaðir, Skútustaðahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): engin skýring til í skránni.
  2. Skápar(nir) (Kálfaströnd, Skútustaðahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): „Skápar. Það eru einskonar tröllkonu búrskápar í berginu vestan við Geitatjörn“.
  3. Skápasteinn (Hjallkarseyri, Auðkúluhreppi, Vestur-Ísafjarðarsýslu): „Niður ... í fjörunni er steinn, allur í holum eða skvompum, sem kallaður er Skápasteinn“.
  4. Skápholt (Miðhús, Bæjarhreppi, Strandasýslu): „Rétt neðan við [grjóthólinn] Kastala er Skápholt, lítið gróið, líkast því að það væri gömul urp og glufur inn í það“.
  5. Skáphóll (Ytra-Fjall, Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): „Skáphóll. Stærsti hóllinn norðaustur af bæ með 2 klettum og er skápur eða skúti sunnan í þann syðri. Líkur til að nafnið sé gefið af börnum eða unglingum fyrri tíma, en glatað var það um aldamót. Gunnar halti kunni þetta nafn, er hann kom hér á gamals aldri og var spurður“.
  6. Skápur (Stóri-Botn, Hvalfjarðarstrandarhreppi, Borgarfjarðarsýslu): „mjög djúpur skógarhvammur niður við Hvalskarðsárgilið, sem heitir Skápur“.
  7. Skápur (Ríp I, Rípurhreppi, Skagafjarðarsýslu): „Yzt í þeim [Húsklöppum] er Skápurinn, e.k. hellir, einna líkastur herbergi með hálfopinni hurð. Inni er hálfrokkið, og vex þar hávaxinn burkni“.
  8. Skápur (Sílalækur, Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): engin skýring, en sagt vera klettur.
  9. Skápur (Steig, Dyrhólahreppi, Vestur-Skaftafellssýslu): „Efst í Kinninni er laut, sem heitir Skápur og er álagablettur. Er bannað að slá hann“.

Þar að auki eru tvö önnur dæmi í örnefnagrunni Landmælinga Íslands: Skápar, nafn á klettabelti á Elliðaey, Vestmannaeyjum; og Skápurinn, nafn á fiskimiðum austur af Langanesi.

Það er algengt fyrirbæri að líkingar eða myndhvörf séu notuð við nafngiftir kennileita: örnefni sem vísa til líkamshluta eru mörg.[5] Hvað húsgögn í landslaginu varðar, þá koma upp í hugann örnefni sem innihalda liðinn sæti, kollur, bekkur, hilla og lengi mætti telja. Gaman er að benda á að í örnefnaskránni fyrir Ríp, þar sem örnefnið Skápur kemur fyrir, eru önnur myndlíkinga-örnefni, meðal annars Orgelklappir eða Orgelklöpp sem „Fengu ... nafn sitt af því, að syðst í þeim er lítill stallur, alveg eins og nótnaborð á orgeli. Við stallinn var líka sæti handa undirleikaranum. Og ekki nóg með það; aftan við er prýðilegur pallur fyrir kórinn“.[6]

Tilvísanir:
  1. ^ Örnefnaskrá yfir Skápadal; Ólafía Ólafsdóttir var fædd árið 1906 og var heimildarmaður.
  2. ^ Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, bls. 328.
  3. ^ Svavar Sigmundsson, 2018.
  4. ^ Örnefnaskrá yfir Skápadal.
  5. ^ Emily Lethbridge, 2019.
  6. ^ Örnefnaskrá yfir Ríp I.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók.
  • Emily Lethbridge. (2019, 19. mars). Táin. Árnastofnun.
  • Nafnið.is. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns gefin út af Hinu Íslenska fræðafjelagi í Kaupmannahöfn með styrk úr Ríkissjóði Íslands. Kaupmannahöfn: S. L. Möller. 6. bindi. 1938.
  • Svavar Sigmundsson. (2018, 20. júní). Skytja. Árnastofnun.
  • Örnefnaskrá fyrir Skápadal. Jónína Hafsteinsdóttir skráði. (1978). Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Mats Icelandic Image Library. © Mats Wibe Lund. Birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Emily Lethbridge

rannsóknardósent á Árnastofnun

Útgáfudagur

11.6.2024

Spyrjandi

Ísak Júlíusson

Tilvísun

Emily Lethbridge. „Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2024. Sótt 29. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86642.

Emily Lethbridge. (2024, 11. júní). Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86642

Emily Lethbridge. „Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2024. Vefsíða. 29. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86642>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?
Skápadalur er jörð innst í Patreksfirði í gamla Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Í örnefnaskrá fyrir jörðina sem Jónína Hafsteinsdóttir tók saman árið 1978 kemur fram að í eldri skrá eftir Ara Gíslason sé sagt „að nafn jarðarinnar sé á reiki, sé stundum Skyttudalur eða Skytjudalur. Ólafía Ólafsdóttir segir, að nafnið Skyttudalur sé aðeins lítið þekkt en hitt ekki“.[1] Árni Magnússon og Páll Vídalín skráðu jörðina í Jarðabók og þar stendur: „Skyttudalur (aðrir meina það heiti Skytiudaler). Allmennilega kallast jörðin Skápadalur“.[2]

Svavar Sigmundsson er búinn að rannsaka örnefnið Skytja og segir í pistli: „Skytja í örnefnum getur því líklega ýmist verið ‘lítil (við)bygging, skot’ eða ‘eitthvað sem skotið er fram eða inn á milli’“[3]. En í örnefnaskránni er að finna skýringu á nafninu Skápadalur og hún er þannig: „Dalurinn er hömrum girtur, og í botni hans er að sjá allhrikalegar klettamyndir. Er gizkað á, að í alla þá risaskápa, sem þar er að finna, sé nafnið sótt (A.G.)“.[4]

Skápadalur séð til austurs, Vesturbyggð áður Rauðasandshreppur.

Hvað nafnorðið skápur varðar má nefna að það er ekki talið vera meðal elstu íslensra orða. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar segir að elstu heimildir um orðið séu frá 17. öld og að það merki:
húsgagn, hirsla oft kassalaga og með hillum (á eða við vegg); hvilft eða hola, t.d. inn í klett’. To. líkl. úr d. skab (fd.skap, skaap), sbr. einnig sæ. skåp og fær. skáp h., ættað úr mlþ. schap ‘skápur, ker,…’, sbr. fsax. skap ‘ílát, fat, bátur’. Sjá skapker, skapa og skeppa.“ Skýringin á kvenkynsorðinu skytja er þannig: „‘skúr, skyggni, (smá)viðbygging’; sbr. mlþ. schütte ‘skjólveggur, lokuslá’; skytja < *skutjōn, sbr. skot ‘horn, krókur’, skúti (1), skutur og skjóta. Orðið kemur líka fyrir í fno. og ísl. örn., sbr. t.d. Mið-Skytja (í Skag.).

Önnur tilvik um Skápa-nöfn á Íslandi koma í ljós við leit í örnefnasafni Árnastofnunar. Hér eru leitarniðurstöður af vefnum Nafnið.is, ásamt skýringu eða lýsingu á kennileitinu þar sem það er til:

  1. Skápahellir (Geirastaðir, Skútustaðahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): engin skýring til í skránni.
  2. Skápar(nir) (Kálfaströnd, Skútustaðahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): „Skápar. Það eru einskonar tröllkonu búrskápar í berginu vestan við Geitatjörn“.
  3. Skápasteinn (Hjallkarseyri, Auðkúluhreppi, Vestur-Ísafjarðarsýslu): „Niður ... í fjörunni er steinn, allur í holum eða skvompum, sem kallaður er Skápasteinn“.
  4. Skápholt (Miðhús, Bæjarhreppi, Strandasýslu): „Rétt neðan við [grjóthólinn] Kastala er Skápholt, lítið gróið, líkast því að það væri gömul urp og glufur inn í það“.
  5. Skáphóll (Ytra-Fjall, Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): „Skáphóll. Stærsti hóllinn norðaustur af bæ með 2 klettum og er skápur eða skúti sunnan í þann syðri. Líkur til að nafnið sé gefið af börnum eða unglingum fyrri tíma, en glatað var það um aldamót. Gunnar halti kunni þetta nafn, er hann kom hér á gamals aldri og var spurður“.
  6. Skápur (Stóri-Botn, Hvalfjarðarstrandarhreppi, Borgarfjarðarsýslu): „mjög djúpur skógarhvammur niður við Hvalskarðsárgilið, sem heitir Skápur“.
  7. Skápur (Ríp I, Rípurhreppi, Skagafjarðarsýslu): „Yzt í þeim [Húsklöppum] er Skápurinn, e.k. hellir, einna líkastur herbergi með hálfopinni hurð. Inni er hálfrokkið, og vex þar hávaxinn burkni“.
  8. Skápur (Sílalækur, Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): engin skýring, en sagt vera klettur.
  9. Skápur (Steig, Dyrhólahreppi, Vestur-Skaftafellssýslu): „Efst í Kinninni er laut, sem heitir Skápur og er álagablettur. Er bannað að slá hann“.

Þar að auki eru tvö önnur dæmi í örnefnagrunni Landmælinga Íslands: Skápar, nafn á klettabelti á Elliðaey, Vestmannaeyjum; og Skápurinn, nafn á fiskimiðum austur af Langanesi.

Það er algengt fyrirbæri að líkingar eða myndhvörf séu notuð við nafngiftir kennileita: örnefni sem vísa til líkamshluta eru mörg.[5] Hvað húsgögn í landslaginu varðar, þá koma upp í hugann örnefni sem innihalda liðinn sæti, kollur, bekkur, hilla og lengi mætti telja. Gaman er að benda á að í örnefnaskránni fyrir Ríp, þar sem örnefnið Skápur kemur fyrir, eru önnur myndlíkinga-örnefni, meðal annars Orgelklappir eða Orgelklöpp sem „Fengu ... nafn sitt af því, að syðst í þeim er lítill stallur, alveg eins og nótnaborð á orgeli. Við stallinn var líka sæti handa undirleikaranum. Og ekki nóg með það; aftan við er prýðilegur pallur fyrir kórinn“.[6]

Tilvísanir:
  1. ^ Örnefnaskrá yfir Skápadal; Ólafía Ólafsdóttir var fædd árið 1906 og var heimildarmaður.
  2. ^ Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, bls. 328.
  3. ^ Svavar Sigmundsson, 2018.
  4. ^ Örnefnaskrá yfir Skápadal.
  5. ^ Emily Lethbridge, 2019.
  6. ^ Örnefnaskrá yfir Ríp I.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók.
  • Emily Lethbridge. (2019, 19. mars). Táin. Árnastofnun.
  • Nafnið.is. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns gefin út af Hinu Íslenska fræðafjelagi í Kaupmannahöfn með styrk úr Ríkissjóði Íslands. Kaupmannahöfn: S. L. Möller. 6. bindi. 1938.
  • Svavar Sigmundsson. (2018, 20. júní). Skytja. Árnastofnun.
  • Örnefnaskrá fyrir Skápadal. Jónína Hafsteinsdóttir skráði. (1978). Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Mats Icelandic Image Library. © Mats Wibe Lund. Birt með góðfúslegu leyfi.
...