Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er fjörumór og hvernig verður hann til?

Sigurður Steinþórsson

Fjörumór er, eins og nafnið bendir til, mór niðri í fjöru, nefnilega fjarri náttúrlegu umhverfi slíkra myndana. Mór, sem um aldir og allt fram á 20. öld var mikilvægt eldsneyti Íslendinga, myndast þannig:

Á hverju hausti falla jurtir og trjálauf og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar, kolvetnasambönd oxast í CO2 og rjúka ásamt vatni út í andrúmsloftið en „fastefnið“ situr eftir og blandast við jarðveginn. Í mýrum og stöðuvötnum ná jurtaleifar hins vegar ekki að rotna nema að nokkru leyti. Jarðvatnsstaðan er þar svo há að súrefni loftsins og loftsækinn gerlagróður ná ekki að valda rotnun. Ár eftir ár safnast plöntuleifarnar saman og mynda með tímanum þykk lög af mó – algeng þykkt á íslenskum mýrum er 2–5 m. [1]

Horft suður yfir fjörumóinn í Seltjörn á fjöru. Mórinn í sniðinu sem grafið var 1956 [2] var um 2 m þykkur og í honum voru greindir ferskvatns-kísilþörungar og frjó hálfgrasa (t.d. starir, fífur), birkis, grasa, víðis o.fl. Mórinn bendir til 5 m landsigs á Reykjavíkursvæðinu á síðustu 3000 árum. Konan á myndinni er 178 cm. (Ljósm. S.St.)

Fjörumór finnst þar sem sjávarborð hefur hækkað og sjór gengið á land, eins og til dæmis gerðist fyrir 3000 árum þar sem nú er fjörumórinn við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Honum var rækilega lýsti árið 1956 í Náttúrufræðingnum, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags.[2][3][4][5] Á myndunartíma mósins, fyrir 9000–3000 árum síðan, lá ströndin utar en nú er og í 6000 ár var þarna mýri og ferskvatnstjarnir með margvíslegum votlendisgróðri og ferskvatns-kísilþörungum. Í mónum má sjá að sjórinn drekkti gróðrinum fyrir 3000 árum.

Hinum stórkostlegu sjávarstöðubreytingum samfara ísaldarlokunum var að mestu lokið hér á landi fyrir um 5000 árum, sjávarborðshækkun af völdum bráðnunar jökla og flotjafnvægis-landrisi Íslands.[6] Sífelldar breytingar halda samt áfram þótt hægar fari, til dæmis sígur land SV-lands sennilega vegna kólnunar stinnhvels (skorpu og efri möttuls) við rek burt frá heita reitnum – auk þess sem sjávarborð hækkar í seinni tíð vegna hlýnunar lofts og sjávar. Nafnið Seltjörn, þar sem nú er breiður vogur milli Gróttu og Suðurness (með sinn golfvöll), bendir til þess að hér hafi fyrrum (eftir landnám) verið tjörn eða lón (líkt og Bakkatjörn nú) sem hafið hafi brotist inn í og sökkt við hækkandi sjávarstöðu.[7]

Tilvísanir:
  1. ^ Þorleifur Einarsson: Myndun og mótun lands. Jarðfræði. Sjá kaflann „Sjávarstöðubreytingar“, bls. 270-272. Mál og menning, Rvk. 1991.
  2. ^ Sigurður Þórarinsson 1956. Mórinn í Seltjörn. Náttúrufræðingurinn 26: 189–192.
  3. ^ Sigurður Þórarinsson 1958. Ný aldursákvörðun á mónum í Seltjörn. Náttúrufræðingurinn 28: 98–99.
  4. ^ Þorleifur Einarsson 1956. Frjógreining fjörumós úr Seltjörn. Náttúrufræðingurinn 26: 194–198.
  5. ^ Jón Jónsson 1956. Kísilþörungar í Seltjarnarmónum. Náttúrufræðingurinn 26: 199–205.
  6. ^ Sjá til dæmis Vísindavefinn: Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?
  7. ^ Sjá Vísindavefinn: Hvernig varð Seltjörn á Seltjarnarnesi til?

Myndir:
  • Sigurður Steinþórsson.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

7.10.2024

Spyrjandi

Alvilda Þóra Elísdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er fjörumór og hvernig verður hann til?“ Vísindavefurinn, 7. október 2024, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86479.

Sigurður Steinþórsson. (2024, 7. október). Hvað er fjörumór og hvernig verður hann til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86479

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er fjörumór og hvernig verður hann til?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2024. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86479>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er fjörumór og hvernig verður hann til?
Fjörumór er, eins og nafnið bendir til, mór niðri í fjöru, nefnilega fjarri náttúrlegu umhverfi slíkra myndana. Mór, sem um aldir og allt fram á 20. öld var mikilvægt eldsneyti Íslendinga, myndast þannig:

Á hverju hausti falla jurtir og trjálauf og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar, kolvetnasambönd oxast í CO2 og rjúka ásamt vatni út í andrúmsloftið en „fastefnið“ situr eftir og blandast við jarðveginn. Í mýrum og stöðuvötnum ná jurtaleifar hins vegar ekki að rotna nema að nokkru leyti. Jarðvatnsstaðan er þar svo há að súrefni loftsins og loftsækinn gerlagróður ná ekki að valda rotnun. Ár eftir ár safnast plöntuleifarnar saman og mynda með tímanum þykk lög af mó – algeng þykkt á íslenskum mýrum er 2–5 m. [1]

Horft suður yfir fjörumóinn í Seltjörn á fjöru. Mórinn í sniðinu sem grafið var 1956 [2] var um 2 m þykkur og í honum voru greindir ferskvatns-kísilþörungar og frjó hálfgrasa (t.d. starir, fífur), birkis, grasa, víðis o.fl. Mórinn bendir til 5 m landsigs á Reykjavíkursvæðinu á síðustu 3000 árum. Konan á myndinni er 178 cm. (Ljósm. S.St.)

Fjörumór finnst þar sem sjávarborð hefur hækkað og sjór gengið á land, eins og til dæmis gerðist fyrir 3000 árum þar sem nú er fjörumórinn við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Honum var rækilega lýsti árið 1956 í Náttúrufræðingnum, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags.[2][3][4][5] Á myndunartíma mósins, fyrir 9000–3000 árum síðan, lá ströndin utar en nú er og í 6000 ár var þarna mýri og ferskvatnstjarnir með margvíslegum votlendisgróðri og ferskvatns-kísilþörungum. Í mónum má sjá að sjórinn drekkti gróðrinum fyrir 3000 árum.

Hinum stórkostlegu sjávarstöðubreytingum samfara ísaldarlokunum var að mestu lokið hér á landi fyrir um 5000 árum, sjávarborðshækkun af völdum bráðnunar jökla og flotjafnvægis-landrisi Íslands.[6] Sífelldar breytingar halda samt áfram þótt hægar fari, til dæmis sígur land SV-lands sennilega vegna kólnunar stinnhvels (skorpu og efri möttuls) við rek burt frá heita reitnum – auk þess sem sjávarborð hækkar í seinni tíð vegna hlýnunar lofts og sjávar. Nafnið Seltjörn, þar sem nú er breiður vogur milli Gróttu og Suðurness (með sinn golfvöll), bendir til þess að hér hafi fyrrum (eftir landnám) verið tjörn eða lón (líkt og Bakkatjörn nú) sem hafið hafi brotist inn í og sökkt við hækkandi sjávarstöðu.[7]

Tilvísanir:
  1. ^ Þorleifur Einarsson: Myndun og mótun lands. Jarðfræði. Sjá kaflann „Sjávarstöðubreytingar“, bls. 270-272. Mál og menning, Rvk. 1991.
  2. ^ Sigurður Þórarinsson 1956. Mórinn í Seltjörn. Náttúrufræðingurinn 26: 189–192.
  3. ^ Sigurður Þórarinsson 1958. Ný aldursákvörðun á mónum í Seltjörn. Náttúrufræðingurinn 28: 98–99.
  4. ^ Þorleifur Einarsson 1956. Frjógreining fjörumós úr Seltjörn. Náttúrufræðingurinn 26: 194–198.
  5. ^ Jón Jónsson 1956. Kísilþörungar í Seltjarnarmónum. Náttúrufræðingurinn 26: 199–205.
  6. ^ Sjá til dæmis Vísindavefinn: Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?
  7. ^ Sjá Vísindavefinn: Hvernig varð Seltjörn á Seltjarnarnesi til?

Myndir:
  • Sigurður Steinþórsson.
...