Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:29 • Sest 12:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:13 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:29 • Síðdegis: 21:40 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:29 • Sest 12:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:13 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:29 • Síðdegis: 21:40 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta frjókorn frá alaskaösp valdið ofnæmi?

Davíð Gíslason

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er þekkt að menn fái ofnæmi frá öspum, sbr. sumir hafa birkiofnæmi?
Ef svarið er já er þá vitað hvort það sé frá sjálfum trjábolnum eða því sem öspin fellir, rekla, svif, lauf eða annað?

Alaskaösp (Populus trichocarpa) er innflutt trjátegund frá vesturströnd Norður-Ameríku. Hún kom fyrst til Íslands árið 1943 eða 1944 og hefur náð mikilli útbreiðslu hér á landi, einkum eftir aldamótin 2000.

Það eru frjókorn trjáa sem valda ofnæmi. Í Skandinavíu eru birkifrjó algengasti ofnæmisvaldurinn en á Íslandi valda grastegundir hins vegar oftar ofnæmi en birki. Ekkert er vitað um hversu oft alaskaöspin veldur ofnæmi, ef um eitthvað ofnæmi er að ræða af hennar völdum.

Alaskaöspin (Populus trichocarpa) fer að dreifa frjókornum þegar hún er um 20 ára gömul. Ósennilegt að aspir valdi nokkru ofnæmi á Íslandi, en sé það svo þá er það fyrir frjókornunum um miðjan maí.

Á vef Náttúrufræðistofnunar segir um gróðurofnæmi:
Það er einkum tvennt sem þarf til að frjókorn valdi ofnæmi:

  • Þau þurfa að innihalda „allergen“ eða ofnæmisvaka, en það er eggjahvítuefni sem líkami fólks sem er með ofnæmi skynjar sem hættulegt efni.
  • Þau þurfa að vera til staðar í miklu magni. Almenna reglan er sú að þéttleiki frjókorna í loftinu sem við öndum að okkur þarf að fara yfir 10–20 frjókorn/m3 til að ofnæmiseinkenna verði vart. Þetta getur þó verið mismunandi frá manni til manns og til er fólk sem fær einkenni strax og fyrstu grös blómgast í júní.

Vindfrævaðar kallast þær plöntur sem eru háðar vindi til að dreifa frjókornum sínum. Þessi aðferð er mjög ómarkviss og er það bætt upp með því að framleiða frjókorn í gífurlegu magni. Yfirleitt eru blóm vindfrævaðra plantna óásjáleg og eru grastegundirnar gott dæmi um það.

Skordýrafrævaðar plöntur hafa gjarnan litfögur og stór blóm með sæta angan til að laða skordýr að sér. Aðferð þeirra við að dreifa frjókornum á rétt fræni er mun markvissari en hjá vindfrævuðum plöntum og því mynda þær fá frjókorn. Þau valda sjaldan ofnæmi og varla nema frjóhnapparnir séu snertir, enda sleppur jafnan lítið af frjókornum skordýrafrævaðra tegunda út í andrúmsloftið.

Frjómælingar hófust í Reykjavík árið 1988 og á Akureyri 1998. Asparfrjóin fara að skila sér í frjógildrurnar í lok apríl og þau finnast þar fram í lok maí. Þau eru heldur fyrr á ferðinni en birkifrjóin, en alltaf í miklu minna magni en grasfrjó og birkifrjó. Birkifrjóin ná hins vegar töluverðu magni í kringum 20. maí, og það er um svipað leyti og fyrstu einkenni um ofnæmi gera vart við sig. Grasofnæmið fer svo að gera vart við sig um miðjan júní og er í hámarki frá um miðjum júlí og fram yfir mánaðarmótin ágúst - september.

Niðurstaðan er sú að það er ósennilegt að aspir valdi nokkru ofnæmi á Íslandi, en sé það svo þá er það fyrir frjókornunum um miðjan maí.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Davíð Gíslason

sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum

Útgáfudagur

23.9.2024

Spyrjandi

Þorsteinn Steingrímsson

Tilvísun

Davíð Gíslason. „Geta frjókorn frá alaskaösp valdið ofnæmi?“ Vísindavefurinn, 23. september 2024, sótt 26. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79916.

Davíð Gíslason. (2024, 23. september). Geta frjókorn frá alaskaösp valdið ofnæmi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79916

Davíð Gíslason. „Geta frjókorn frá alaskaösp valdið ofnæmi?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2024. Vefsíða. 26. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79916>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta frjókorn frá alaskaösp valdið ofnæmi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er þekkt að menn fái ofnæmi frá öspum, sbr. sumir hafa birkiofnæmi?
Ef svarið er já er þá vitað hvort það sé frá sjálfum trjábolnum eða því sem öspin fellir, rekla, svif, lauf eða annað?

Alaskaösp (Populus trichocarpa) er innflutt trjátegund frá vesturströnd Norður-Ameríku. Hún kom fyrst til Íslands árið 1943 eða 1944 og hefur náð mikilli útbreiðslu hér á landi, einkum eftir aldamótin 2000.

Það eru frjókorn trjáa sem valda ofnæmi. Í Skandinavíu eru birkifrjó algengasti ofnæmisvaldurinn en á Íslandi valda grastegundir hins vegar oftar ofnæmi en birki. Ekkert er vitað um hversu oft alaskaöspin veldur ofnæmi, ef um eitthvað ofnæmi er að ræða af hennar völdum.

Alaskaöspin (Populus trichocarpa) fer að dreifa frjókornum þegar hún er um 20 ára gömul. Ósennilegt að aspir valdi nokkru ofnæmi á Íslandi, en sé það svo þá er það fyrir frjókornunum um miðjan maí.

Á vef Náttúrufræðistofnunar segir um gróðurofnæmi:
Það er einkum tvennt sem þarf til að frjókorn valdi ofnæmi:

  • Þau þurfa að innihalda „allergen“ eða ofnæmisvaka, en það er eggjahvítuefni sem líkami fólks sem er með ofnæmi skynjar sem hættulegt efni.
  • Þau þurfa að vera til staðar í miklu magni. Almenna reglan er sú að þéttleiki frjókorna í loftinu sem við öndum að okkur þarf að fara yfir 10–20 frjókorn/m3 til að ofnæmiseinkenna verði vart. Þetta getur þó verið mismunandi frá manni til manns og til er fólk sem fær einkenni strax og fyrstu grös blómgast í júní.

Vindfrævaðar kallast þær plöntur sem eru háðar vindi til að dreifa frjókornum sínum. Þessi aðferð er mjög ómarkviss og er það bætt upp með því að framleiða frjókorn í gífurlegu magni. Yfirleitt eru blóm vindfrævaðra plantna óásjáleg og eru grastegundirnar gott dæmi um það.

Skordýrafrævaðar plöntur hafa gjarnan litfögur og stór blóm með sæta angan til að laða skordýr að sér. Aðferð þeirra við að dreifa frjókornum á rétt fræni er mun markvissari en hjá vindfrævuðum plöntum og því mynda þær fá frjókorn. Þau valda sjaldan ofnæmi og varla nema frjóhnapparnir séu snertir, enda sleppur jafnan lítið af frjókornum skordýrafrævaðra tegunda út í andrúmsloftið.

Frjómælingar hófust í Reykjavík árið 1988 og á Akureyri 1998. Asparfrjóin fara að skila sér í frjógildrurnar í lok apríl og þau finnast þar fram í lok maí. Þau eru heldur fyrr á ferðinni en birkifrjóin, en alltaf í miklu minna magni en grasfrjó og birkifrjó. Birkifrjóin ná hins vegar töluverðu magni í kringum 20. maí, og það er um svipað leyti og fyrstu einkenni um ofnæmi gera vart við sig. Grasofnæmið fer svo að gera vart við sig um miðjan júní og er í hámarki frá um miðjum júlí og fram yfir mánaðarmótin ágúst - september.

Niðurstaðan er sú að það er ósennilegt að aspir valdi nokkru ofnæmi á Íslandi, en sé það svo þá er það fyrir frjókornunum um miðjan maí.

Heimildir og mynd:

...