Góðan daginn. Ég tek eftir því að fyrirtæki eru að auglýsa tæki sem framkalla hátíðnihljóð sem eiga að fæla m.a. lúsmý frá mannabústöðum. Er vísindalega sannað að slíkt virki?Stutta svarið við spurningunni er nei. Lúsmý, moskítóflugur og aðrar mýflugur (Diptera: Nematocera) eru skordýr sem hafa heyrn. Karldýr þeirra heyra hljóð frá tilvonandi mökum. Það virðast ekki vera til hljóð sem þeim er illa við. Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest að hátíðnihljóð fæla ekki moskítóflugur og sýnt hefur verið fram á að slíkir hljóðgjafar eru gagnlausir við að halda bítandi skorýrum frá mönnum og dýrum. Lúsmý, moskítóflugur, bitmý og aðrar mýflugur sem bíta spendýr og fugla laðast að koltvísýringi sem spendýr gefa frá sér við öndun og þær laðast einnig að líkamslykt. Helstu heimildir:
- Belton P. An acoustic evaluation of electronic mosquito repellers. Mosquito News. 1981;41:751-5.
- Cabrini, C og Andrade, C.F. 2006. Evaluation of seven new electronic mosquito repellers. Entomologia Experimentalis et Applicata 121: 185–188.
- Andrade, C.F. og Cabrini, I 2020. Electronic mosquito repellers induce increased biting rates in Aedes aegypti mosquitoes (Diptera: Culicidae). . Journal of Vector Ecology 35 (1): 75-78.
- Foster WA, Lutes KI. Tests of ultrasonic emissions on mosquito attraction to hosts in a flight chamber. J Am Mosq Control Assoc. 1985;1:199-202.
- Lewis DJ, Fairchild WL, Leprince DJ. Evaluation of an electronic mosquito repeller. Canadian Entomologist. 1982;114:699-702.
- Yfirlitsmynd: File:Sääsk (Nematocera) 2005.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 2.10.2024). Myndina tók Jaan Künnap og hún er birt undir leyfinu Deed - Attribution-ShareAlike 4.0 International - Creative Commons.
- Mynd í svari: Lúsmý (Culicoides reconditus) | Náttúrufræðistofnun Íslands. (Sótt 2.10.2024). Ljósmyndina tók Erling Ólafsson, © EÓ.