Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru stærstu stöðuvötn í heimi og hver eru þau stærstu í Evrópu?

EDS

Í svarinu hér á eftir er í flestum tilfellum miðað við flatarmál stöðuvatna eins og það er gefið upp í Encyclopædia Britannica en í umfjölluninni um vötn í Evrópu er stuðst við upplýsingar af síðunni Global Geografia um þau vötn sem ekki var gefið upp flatarmál í Britannicu.

Af 10 stærstu vötnum í heimi eru 4 í Norður-Ameríku, 3 í Afríku, 2 í Asíu og eitt á mörkum Evrópu og Asíu. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hver þessi vötn eru og hversu stór þau eru að flatarmáli.

Stöðuvatn HeimsálfaStærð (km2)
Kaspíahaf Asía - Evrópa386.400
SuperiorvatnNorður-Ameríka82.100
ViktoríuvatnAfríka69.500
Huronvatn Norður-Ameríka59.600
MichiganvatnNorður-Ameríka57.800
TanganyikavatnAfríka32.900
BaykalvatnAsía31.500
Stóra-BjarnarvatnNorður-Ameríka31.300
AralvatnAsía30.700
MalawívatnAfríka29.600

Eins og sjá má í töflunni er Kaspíahaf stærsta stöðuvatn heims en heimildum ber ekki saman um stærð þess. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna það er ósamræmi í heimildum en hugsanlega má rekja það til þess að yfirborð vatnsins hefur hækkað nokkuð á síðust áratugum og flatarmál þess þar með breyst. Það skiptir því máli síðan hvenær tölur um flatarmál eru, en viðmiðunarár er sjaldnast gefið upp í heimildum.



Einhverjir vilja sjálfsagt frekar kalla Kaspíahaf landlukt haf en stöðuvatn þar sem það er salt. Ef svo er þá ætti Aralvatn að tilheyra þeim flokki líka. Yfirleitt eru þau þó talin til vatna.

Listinn yfir 10 stærstu vötn heims leit aðeins öðruvísi út fyrir nokkrum áratugum síðan þar sem Aralvatn var áður fyrr fjórða stærsta stöðuvatn í heimi, alls 68.320 km2. Eins og lesa má í svari Jóns Ólafssonar við spurningunni Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið? tók vatnið að minnka í kringum 1960 með þeim afleiðingum að í dag er flatarmál þess innan við helmingur af því sem það var um miðja síðustu öld.

Að Kaspíahafi undanskildu (sem liggur á mörkum Evrópu og Asíu) er ekkert stöðuvatn sem tilheyrir Evrópu á listanum yfir 10 stærstu vötn jarðar. Af stærstu stöðuvötnum Evrópu eru 5 í Rússlandi og eitt á mörkum Rússlands og Eistlands, 3 í Svíþjóð og 1 í Finnlandi.

Í samanburði við helstu stöðuvötn heims eru stærstu vötn Evrópu flest frekar lítil eins og sjá má í eftirfarandi töflu:

Stöðuvatn LandStærð (km2)
LadogavatnRússland17.700
OnegavatnRússland9.720
VänernSvíþjóð5.585
Rybinskvatn Rússland4.580
PeipusvatnEistland - Rússland3.550
VätternSvíþjóð1.912
VygRússland1.340
SaimaavatnFinnland1.147
MälärenSvíþjóð1.140
HvítavatnRússland1.125

Þess má geta að Rybinskvatn er ekki stöðuvatn frá náttúrunnar hendi heldur uppistöðulón sem myndaðist þegar tvær stíflur voru gerðar í ánni Volgu á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Á þeim tíma var Rybinskvatn stærsta manngerða vatn í heimi.



Annað sem rétt er að taka fram er að Saimaavatn í Finnlandi er stundum sagt stærra að flatarmáli en hér er gefið upp, allt að 4.400 km2. Ástæðan er sú að það er hluti af kerfi vatna sem öll tengjast og stundum virðist vera miðað við að allt kerfið sé eitt vatn (e. Great Saimaa lake system eða Greater Saimaa).

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um stöðuvötn, til dæmis:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.1.2005

Spyrjandi

Snorri Gylfason
Auður Ósk, f. 1991
Þórunn Þrastardóttir, f. 1989

Tilvísun

EDS. „Hver eru stærstu stöðuvötn í heimi og hver eru þau stærstu í Evrópu?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4723.

EDS. (2005, 24. janúar). Hver eru stærstu stöðuvötn í heimi og hver eru þau stærstu í Evrópu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4723

EDS. „Hver eru stærstu stöðuvötn í heimi og hver eru þau stærstu í Evrópu?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4723>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru stærstu stöðuvötn í heimi og hver eru þau stærstu í Evrópu?
Í svarinu hér á eftir er í flestum tilfellum miðað við flatarmál stöðuvatna eins og það er gefið upp í Encyclopædia Britannica en í umfjölluninni um vötn í Evrópu er stuðst við upplýsingar af síðunni Global Geografia um þau vötn sem ekki var gefið upp flatarmál í Britannicu.

Af 10 stærstu vötnum í heimi eru 4 í Norður-Ameríku, 3 í Afríku, 2 í Asíu og eitt á mörkum Evrópu og Asíu. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hver þessi vötn eru og hversu stór þau eru að flatarmáli.

Stöðuvatn HeimsálfaStærð (km2)
Kaspíahaf Asía - Evrópa386.400
SuperiorvatnNorður-Ameríka82.100
ViktoríuvatnAfríka69.500
Huronvatn Norður-Ameríka59.600
MichiganvatnNorður-Ameríka57.800
TanganyikavatnAfríka32.900
BaykalvatnAsía31.500
Stóra-BjarnarvatnNorður-Ameríka31.300
AralvatnAsía30.700
MalawívatnAfríka29.600

Eins og sjá má í töflunni er Kaspíahaf stærsta stöðuvatn heims en heimildum ber ekki saman um stærð þess. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna það er ósamræmi í heimildum en hugsanlega má rekja það til þess að yfirborð vatnsins hefur hækkað nokkuð á síðust áratugum og flatarmál þess þar með breyst. Það skiptir því máli síðan hvenær tölur um flatarmál eru, en viðmiðunarár er sjaldnast gefið upp í heimildum.



Einhverjir vilja sjálfsagt frekar kalla Kaspíahaf landlukt haf en stöðuvatn þar sem það er salt. Ef svo er þá ætti Aralvatn að tilheyra þeim flokki líka. Yfirleitt eru þau þó talin til vatna.

Listinn yfir 10 stærstu vötn heims leit aðeins öðruvísi út fyrir nokkrum áratugum síðan þar sem Aralvatn var áður fyrr fjórða stærsta stöðuvatn í heimi, alls 68.320 km2. Eins og lesa má í svari Jóns Ólafssonar við spurningunni Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið? tók vatnið að minnka í kringum 1960 með þeim afleiðingum að í dag er flatarmál þess innan við helmingur af því sem það var um miðja síðustu öld.

Að Kaspíahafi undanskildu (sem liggur á mörkum Evrópu og Asíu) er ekkert stöðuvatn sem tilheyrir Evrópu á listanum yfir 10 stærstu vötn jarðar. Af stærstu stöðuvötnum Evrópu eru 5 í Rússlandi og eitt á mörkum Rússlands og Eistlands, 3 í Svíþjóð og 1 í Finnlandi.

Í samanburði við helstu stöðuvötn heims eru stærstu vötn Evrópu flest frekar lítil eins og sjá má í eftirfarandi töflu:

Stöðuvatn LandStærð (km2)
LadogavatnRússland17.700
OnegavatnRússland9.720
VänernSvíþjóð5.585
Rybinskvatn Rússland4.580
PeipusvatnEistland - Rússland3.550
VätternSvíþjóð1.912
VygRússland1.340
SaimaavatnFinnland1.147
MälärenSvíþjóð1.140
HvítavatnRússland1.125

Þess má geta að Rybinskvatn er ekki stöðuvatn frá náttúrunnar hendi heldur uppistöðulón sem myndaðist þegar tvær stíflur voru gerðar í ánni Volgu á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Á þeim tíma var Rybinskvatn stærsta manngerða vatn í heimi.



Annað sem rétt er að taka fram er að Saimaavatn í Finnlandi er stundum sagt stærra að flatarmáli en hér er gefið upp, allt að 4.400 km2. Ástæðan er sú að það er hluti af kerfi vatna sem öll tengjast og stundum virðist vera miðað við að allt kerfið sé eitt vatn (e. Great Saimaa lake system eða Greater Saimaa).

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um stöðuvötn, til dæmis:

Heimildir og mynd:...