Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Talið er að íslenskar konur hafi farið að klæðast fyrsta vísi að peysufötum, sem einnig voru nefnd húfubúningur, í lok 18. aldar. Þá fóru konur að nota húfur með skúfi hversdags í staðinn fyrir falda eða skaut. Fyrirmynd skotthúfanna eru líklega karlmannsprjónahúfur, þá einkum húfur skólapilta sem gengu í Skálholts- og Hólaskóla. Í fyrstu voru skotthúfurnar bláar en síðar voru þær nær alltaf hafðar svartar. Algengasti litur skúfsins varð einnig svartur en þeir voru líka rauðir, bláir og grænir. Það þótti fallegast að hafa skúfana úr silki en þeir voru einnig gerðir úr togþræði.
Hér sést djúp skotthúfa frá 19. öld. Þegar komið er fram undir aldamótin 1900 voru húfurnar orðnar minni en skúfarnir lengri.
Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú í Skálholti er talin fyrst kvenna á Íslandi til ganga hversdags í peysufötum laust fyrir aldamótin 1800 en slíkur klæðnaður verður svo algengur á fyrri hluta 19. aldar. Upphaflega voru skotthúfurnar prjónahúfur líkt og húfur skólapiltanna, nokkuð djúpar með stuttum skúf og litlum skúfhólki. Skotthúfurnar tóku síðan verulegum breytingum á síðari hluta 19. aldar. Þær grynnkuðu og minnkuðu, skottið lengdist og mjókkaði og skúfhólkurinn stækkaði. Þær voru orðnar mjög litlar um aldamótin 1900 en tóku þá að stækka aftur en skúfurinn hélst hins vegar áfram nánast óbreyttur. Í seinni tíð er algengast að húfurnar séu saumaðar úr flaueli.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Símon Jón Jóhannsson. „Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2008, sótt 22. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=7006.
Símon Jón Jóhannsson. (2008, 15. janúar). Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7006
Símon Jón Jóhannsson. „Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2008. Vefsíða. 22. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7006>.