Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum?

Ulrika Andersson

Maðurinn hefur notað sokka síðan á fornöld en fyrstu sokkarnir voru mjög ólíkir þeim sem við notum í dag. Þá voru sokkar aðallega gerðir úr skinni eða klæði sem var vafið um fótinn og fest upp undir hné með leðurböndum. Þessir sokkar, eða skósokkar, voru fóðraðir með grasi.

Elsta heillegi mannslíkami sem fundist hefur, Ötsi, eða ísmaðurinn, var í nokkurs konar leðurskóm fóðruðum með grasi. Talið er að Ötsi hafi verið uppi fyrir um 5.250 árum en líkami hans fannst árið 1991 í ísnum í Alpafjöllum nærri landamærum Austurríkis og Ítalíu. Ötsi og samtímamenn hans einangruðu sennilega skó sína til þess að halda hlýju á fótunum og verja fæturna þegar gengið var um fjöll, eins og Samar í norðurhluta Svíþjóðar, Noregi og Finnlandi gera í dag. Samar nota sérstakt þurrkað gras sem er mjög mjúkt.

Í Grikklandi til forna voru sokkar úr fléttuðum dýrahárum notaðir sem fóður í skó. Þessir sokkar voru kallaðir piloi og vitað er um slíka sokka frá áttundu öld fyrir Krist. Yfirleitt voru þeir notaðir með sandölum eða stígvélum til að forðast núning og verja skinnið, en einnig til að halda fótunum hlýjum.

Rómverjar notuðu vafið klæði sem var fest með leðurböndum um fæturna. Á annarri öld eftir Krist voru þeir farnir að nota sokka sem gerðir voru úr klæði úr afrískri geitaull eða skinni. Þessir sokkar kölluðust udones og voru dregnir yfir fæturna, en voru þó ekki teygjanlegir eins og nútíma sokkar.

Egyptar bjuggu sennilega til fyrstu prjónuðu og teygjanlegu sokkana. Slíkir sokkar hafa fundist í grafhýsum og eru taldir vera frá um það bil 300-600 eftir Krist. Vegna hitans notuðu Egyptar samt oftast sandala eða gengu berfættir.

Í Evrópu á 11. öld var byrjað að þróa nokkurs konar ofna ullarsokka með sniði. Þeir voru kallaðir chausses eða hose og voru fyrirrennarar nútíma sokka. Þeir voru gerðir úr flóka sem oft var litaður, sniðinn til að passa á fótinn og loks saumaður saman.

Fyrsta prjónavélin var tekin í notkun á 17. öld og átti tilkoma hennar stóran þátt í þróun nútíma sokka. Fyrstu prjónavélarna prjónuðu aðeins flata sokka sem síðan þurfti að sauma saman, en um miðja 19. öld var þróuð vél sem gat prjónað í hring.

Heimildir:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

18.11.2002

Spyrjandi

Elmar Unnsteinsson
f. 1984

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2002. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2870.

Ulrika Andersson. (2002, 18. nóvember). Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2870

Ulrika Andersson. „Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2002. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2870>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum?
Maðurinn hefur notað sokka síðan á fornöld en fyrstu sokkarnir voru mjög ólíkir þeim sem við notum í dag. Þá voru sokkar aðallega gerðir úr skinni eða klæði sem var vafið um fótinn og fest upp undir hné með leðurböndum. Þessir sokkar, eða skósokkar, voru fóðraðir með grasi.

Elsta heillegi mannslíkami sem fundist hefur, Ötsi, eða ísmaðurinn, var í nokkurs konar leðurskóm fóðruðum með grasi. Talið er að Ötsi hafi verið uppi fyrir um 5.250 árum en líkami hans fannst árið 1991 í ísnum í Alpafjöllum nærri landamærum Austurríkis og Ítalíu. Ötsi og samtímamenn hans einangruðu sennilega skó sína til þess að halda hlýju á fótunum og verja fæturna þegar gengið var um fjöll, eins og Samar í norðurhluta Svíþjóðar, Noregi og Finnlandi gera í dag. Samar nota sérstakt þurrkað gras sem er mjög mjúkt.

Í Grikklandi til forna voru sokkar úr fléttuðum dýrahárum notaðir sem fóður í skó. Þessir sokkar voru kallaðir piloi og vitað er um slíka sokka frá áttundu öld fyrir Krist. Yfirleitt voru þeir notaðir með sandölum eða stígvélum til að forðast núning og verja skinnið, en einnig til að halda fótunum hlýjum.

Rómverjar notuðu vafið klæði sem var fest með leðurböndum um fæturna. Á annarri öld eftir Krist voru þeir farnir að nota sokka sem gerðir voru úr klæði úr afrískri geitaull eða skinni. Þessir sokkar kölluðust udones og voru dregnir yfir fæturna, en voru þó ekki teygjanlegir eins og nútíma sokkar.

Egyptar bjuggu sennilega til fyrstu prjónuðu og teygjanlegu sokkana. Slíkir sokkar hafa fundist í grafhýsum og eru taldir vera frá um það bil 300-600 eftir Krist. Vegna hitans notuðu Egyptar samt oftast sandala eða gengu berfættir.

Í Evrópu á 11. öld var byrjað að þróa nokkurs konar ofna ullarsokka með sniði. Þeir voru kallaðir chausses eða hose og voru fyrirrennarar nútíma sokka. Þeir voru gerðir úr flóka sem oft var litaður, sniðinn til að passa á fótinn og loks saumaður saman.

Fyrsta prjónavélin var tekin í notkun á 17. öld og átti tilkoma hennar stóran þátt í þróun nútíma sokka. Fyrstu prjónavélarna prjónuðu aðeins flata sokka sem síðan þurfti að sauma saman, en um miðja 19. öld var þróuð vél sem gat prjónað í hring.

Heimildir: ...