Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?

EDS

Næsti loftsteinn lendir örugglega á jörðinni í dag!

Eins og fram kemur í fróðlegu svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina? verður jörðin daglega jörðin fyrir ágangi milljóna smásteina sem eru á sveimi úti í geimnum. Flestir þessara steina eru afar smáir og brenna því auðveldlega upp í lofthjúpnum. Sumir ná þó alla leið til jarðar, ef til vill um 500 daglega. Fæstir finnast þó því að þeir lenda oft í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, eins og til dæmis á Suðurskautslandinu.



Þetta kort sýnir staðsetningu 160 árekstrargíga eða ummerkja eftir fyrirbæri utan úr geimnum. Með því að smella á kortið má sjá stærri eintak af því. Þá sést betur hvernig gígarnir eru flokkaðir eftir stærð.

Þessir steinar sem daglega ná til jarðar eru allir litlir og valda engum skaða. Það sem menn hafa hins vegar áhyggjur af eru stærstu steinar sólkerfisins sem gætu auðveldlega valdið miklum skaða ef þeir lentu á jörðinni. Það hefur vitanlega gerst í sögu jarðar og leifar eftir loftsteina í jarðmyndunum sýna það óumdeilanlega, sem og útdauði dýrategunda á sama tíma. Til dæmis var fyrirbærið sem rakst á jörðina fyrir um 65 milljónum ára og átti þátt í að risaeðlurnar dóu út annað hvort smástirni eða halastjörnukjarni um 10 km í þvermál.

Talið er að fyrirbæra með um 100 metra í þvermál eða á stærð við fótboltavöll rekist á jörðina um það bil einu sinni á öld, en síðast gerðist það árið 1909 í Tunguska í Síberíu. Líklega verður jörðin fyrir halastjörnu eða smástirni sem er nokkur hundruð metra í þvermál á nokkurra tuga þúsunda ára fresti. Ef til vill má búast við árekstri halastjörnu eða smástirni um kílómetra í þvermál á nokkur hundruð þúsund ára fresti. Árekstur halastjörnu eða smástirni sem er nokkrir kílómetra að stærð gæti hugsanlega orðið á um milljón ára fresti þó margt sé óljóst í sambandi við það. Árekstrar enn stærri fyrirbæra verða svo kannski á um 100 millljón ára fresti.

Það sem hér hefur komið fram er unnið upp úr áðurnefndu svari. Lesendur ættu að kynna sér svarið í heild, þar sem meðal annars er skoðað hvaða áhrif árekstrar misstórra fyrirbæra kunna að hafa á jörðina.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör þar sem loftsteinar koma við sögu, til dæmis:

Mynd: Of Meteors and Meteorites á vef North Dakota Geological Survey. Sótt 7. 3. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Aron Ívar Sigurbjörnsson

Tilvísun

EDS. „Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7198.

EDS. (2008, 7. mars). Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7198

EDS. „Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7198>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?
Næsti loftsteinn lendir örugglega á jörðinni í dag!

Eins og fram kemur í fróðlegu svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina? verður jörðin daglega jörðin fyrir ágangi milljóna smásteina sem eru á sveimi úti í geimnum. Flestir þessara steina eru afar smáir og brenna því auðveldlega upp í lofthjúpnum. Sumir ná þó alla leið til jarðar, ef til vill um 500 daglega. Fæstir finnast þó því að þeir lenda oft í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, eins og til dæmis á Suðurskautslandinu.



Þetta kort sýnir staðsetningu 160 árekstrargíga eða ummerkja eftir fyrirbæri utan úr geimnum. Með því að smella á kortið má sjá stærri eintak af því. Þá sést betur hvernig gígarnir eru flokkaðir eftir stærð.

Þessir steinar sem daglega ná til jarðar eru allir litlir og valda engum skaða. Það sem menn hafa hins vegar áhyggjur af eru stærstu steinar sólkerfisins sem gætu auðveldlega valdið miklum skaða ef þeir lentu á jörðinni. Það hefur vitanlega gerst í sögu jarðar og leifar eftir loftsteina í jarðmyndunum sýna það óumdeilanlega, sem og útdauði dýrategunda á sama tíma. Til dæmis var fyrirbærið sem rakst á jörðina fyrir um 65 milljónum ára og átti þátt í að risaeðlurnar dóu út annað hvort smástirni eða halastjörnukjarni um 10 km í þvermál.

Talið er að fyrirbæra með um 100 metra í þvermál eða á stærð við fótboltavöll rekist á jörðina um það bil einu sinni á öld, en síðast gerðist það árið 1909 í Tunguska í Síberíu. Líklega verður jörðin fyrir halastjörnu eða smástirni sem er nokkur hundruð metra í þvermál á nokkurra tuga þúsunda ára fresti. Ef til vill má búast við árekstri halastjörnu eða smástirni um kílómetra í þvermál á nokkur hundruð þúsund ára fresti. Árekstur halastjörnu eða smástirni sem er nokkrir kílómetra að stærð gæti hugsanlega orðið á um milljón ára fresti þó margt sé óljóst í sambandi við það. Árekstrar enn stærri fyrirbæra verða svo kannski á um 100 millljón ára fresti.

Það sem hér hefur komið fram er unnið upp úr áðurnefndu svari. Lesendur ættu að kynna sér svarið í heild, þar sem meðal annars er skoðað hvaða áhrif árekstrar misstórra fyrirbæra kunna að hafa á jörðina.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör þar sem loftsteinar koma við sögu, til dæmis:

Mynd: Of Meteors and Meteorites á vef North Dakota Geological Survey. Sótt 7. 3. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....